Minkabóndi á alls ekki von á að íslensk stjórnvöld fari sömu leið og dönsk Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 16:33 Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og minkabóndi að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Skagafjörður/Getty Það kæmi Einari E. Einarssyni, formanni Sambands íslenskra loðdýrabænda stórlega á óvart ef íslensk stjórnvöld færu sömu leið og dönsk og fyrirskipuðu um aflífun minka hér á landi. Ekki sé hægt að bera Ísland saman við ástandið í Danmörku. Hann finnur til með kollegum sínum í Danmörku sem sjá nú fram á að missa ævistarfið. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti dönsku þjóðinni þann 4. nóvember að öllum minkum í landinu yrði lógað því kórónuveiran hefði stökkbreyst í minkum og borist síðan í menn. Slíkt geti haft áhrif á virkni bóluefnis. „Ég yrði mjög undrandi ef stjórnvöld hér á landi færu svipaða leið og farin er í Danmörku og ég á alls ekki von á því undir nokkrum kringumstæðum,“ segir Einar. Sjálfur rekur Einar minkabú að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann hefur stundað samfelldan rekstur í um 37 ár. Hann er með 3500 læður og framleiðir að jafnaði um 14.500 skinn á ári. Hann kveðst ekki hafa miklar áhyggjur smitum í minkabúum á Íslandi, mikið eftirlit sé með minkabúum og mikil fjarlægð sé á milli búa. Einar býst við fulltrúum frá MAST í miðri þessari viku en til stendur að skima fyrir kórónuveirunni í minkabúum landsins. „Við erum svo lítil í sniðum og svo langt á milli búanna að ég hef ekki nokkra trú á því að það geti skapast neitt sambærilegt ástand og er í Danmörku, það er alveg útilokað. Og rétt að hafa í huga að það er búið að finnast Covid-19 i minkum í allmörgum löndum og Danir þeir einu sé hafa gripið til þessara ráðstafana“. Á Íslandi eru starfrækt níu minkabú en í Damörku eru þau rösklega þúsund talsins. „Þeir eru fremstir í þessu; leiðandi í tækninni, ræktun og vísindum. Þar er ofboðslegur fjöldi. Þeir hafa verið að framleiða 12-14 milljónir skinna á ári og við erum að framleiða til samanburðar um 60 þúsund skinn í ár. Við erum eins og pínulítil hneta í skálinni við hliðina á þeim, það er ekki á nokkurn hátt saman að jafna. Ef menn pæla í þessu með fjarlægðir á milli búa, þá hleypur meðalfjarlægð á milli búa hér á landi á tugum kílómetra ef ekki þriggja stafa tölum.“ Einar á fjölmarga vini sem starfa í greininni í Danmörku. „Það er svakalega þungt í þeim hljóðið og menn skilja ekki að þetta skuli geta gerst með þessum hætti og að það skuli ekki vera einhver vilji til þess að bjarga greininni þó svo að menn hefðu tekið sýktu búin, bændur hafa ekkert á móti því og að menn myndu einbeita sér að þeim þá, eða í það minnsta lokað þeim.“ Einar segir minkabændur vera að fara inn í gjörbreytt umhverfi nú á næstu vikum. „Nú eru menn að byrja að pelsa og þá fækkar dýrunum um 80-85% á búunum og eftir það verður bara lífdýrastofninn eftir núna í lok mánaðarins. öll smithætta innan eininganna minnkar með færri hausum,“ segir Einar. Landbúnaður Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18 Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Það kæmi Einari E. Einarssyni, formanni Sambands íslenskra loðdýrabænda stórlega á óvart ef íslensk stjórnvöld færu sömu leið og dönsk og fyrirskipuðu um aflífun minka hér á landi. Ekki sé hægt að bera Ísland saman við ástandið í Danmörku. Hann finnur til með kollegum sínum í Danmörku sem sjá nú fram á að missa ævistarfið. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti dönsku þjóðinni þann 4. nóvember að öllum minkum í landinu yrði lógað því kórónuveiran hefði stökkbreyst í minkum og borist síðan í menn. Slíkt geti haft áhrif á virkni bóluefnis. „Ég yrði mjög undrandi ef stjórnvöld hér á landi færu svipaða leið og farin er í Danmörku og ég á alls ekki von á því undir nokkrum kringumstæðum,“ segir Einar. Sjálfur rekur Einar minkabú að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann hefur stundað samfelldan rekstur í um 37 ár. Hann er með 3500 læður og framleiðir að jafnaði um 14.500 skinn á ári. Hann kveðst ekki hafa miklar áhyggjur smitum í minkabúum á Íslandi, mikið eftirlit sé með minkabúum og mikil fjarlægð sé á milli búa. Einar býst við fulltrúum frá MAST í miðri þessari viku en til stendur að skima fyrir kórónuveirunni í minkabúum landsins. „Við erum svo lítil í sniðum og svo langt á milli búanna að ég hef ekki nokkra trú á því að það geti skapast neitt sambærilegt ástand og er í Danmörku, það er alveg útilokað. Og rétt að hafa í huga að það er búið að finnast Covid-19 i minkum í allmörgum löndum og Danir þeir einu sé hafa gripið til þessara ráðstafana“. Á Íslandi eru starfrækt níu minkabú en í Damörku eru þau rösklega þúsund talsins. „Þeir eru fremstir í þessu; leiðandi í tækninni, ræktun og vísindum. Þar er ofboðslegur fjöldi. Þeir hafa verið að framleiða 12-14 milljónir skinna á ári og við erum að framleiða til samanburðar um 60 þúsund skinn í ár. Við erum eins og pínulítil hneta í skálinni við hliðina á þeim, það er ekki á nokkurn hátt saman að jafna. Ef menn pæla í þessu með fjarlægðir á milli búa, þá hleypur meðalfjarlægð á milli búa hér á landi á tugum kílómetra ef ekki þriggja stafa tölum.“ Einar á fjölmarga vini sem starfa í greininni í Danmörku. „Það er svakalega þungt í þeim hljóðið og menn skilja ekki að þetta skuli geta gerst með þessum hætti og að það skuli ekki vera einhver vilji til þess að bjarga greininni þó svo að menn hefðu tekið sýktu búin, bændur hafa ekkert á móti því og að menn myndu einbeita sér að þeim þá, eða í það minnsta lokað þeim.“ Einar segir minkabændur vera að fara inn í gjörbreytt umhverfi nú á næstu vikum. „Nú eru menn að byrja að pelsa og þá fækkar dýrunum um 80-85% á búunum og eftir það verður bara lífdýrastofninn eftir núna í lok mánaðarins. öll smithætta innan eininganna minnkar með færri hausum,“ segir Einar.
Landbúnaður Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18 Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18
Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43
Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32