Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 09:37 Landakotspítali Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Tugir starfsmanna Landakots og sjúklingar smituðust í hópsýkingunni sem talið er að hafi komið inn með starfsmönnum þann 12. október. Alls hafa 23 látist vegna Covid-19 hér á landi síðan faraldurinn hófst í lok febrúar. Tíu létust í fyrstu bylgjunni og þrettán í bylgjunni sem nú gengur yfir eins og áður segir. Í fyrirspurn fréttastofu til spítalans var einnig spurt út í reglur og verkferla varðandi það að leyfa aðstandendum sjúklinga að vera við dánarbeðið. Þá var spurt hvernig það hefði gengið og hvort allir hafi getað kvatt ástvin sinn. Í svari spítalans segir að heimsóknir séu almennt heimilar á Landspítala að uppfylltum hefðbundnum takmörkunum vegna sóttvarna. Það er til að mynda grímuskylda, virða þarf fjarlægðarmörk, passa upp á handhreinsun og/eða sprittun og gestir verða að vera án einkenna sem geta samsvarað Covid-19. Heimsóknir á Covid-19-deildir eru hins vegar ekki heimilar nema í undantekningartilvikum, þá meðal annars þegar ástvina er vitjað á dánarbeð eða ef sérstakar aðstæður skapstæður skapast hjá sjúklingi eða fjölskyldu, að því er segir í svari spítalans. „Þá eru gestir búnir upp í hlífðarbúnað og fá sérstaka aðstoð við það og leiðbeiningar. Þá hefur einnig komið til þess að COVID-19 smitaðir einstaklingar hafa komið á spítalann til að kveðja ástvini og eru þá sömuleiðis sérstakar og strangar sóttvarnir viðhafðar. Það er sjúklingum og ástvinum mikilvægt að njóta samveru á erfiðum stundum og Landspítali hefur lagt sig fram við að mæta þeim þörfum, eftir því sem frekast er unnt,“ segir í svari Landspítalans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Tugir starfsmanna Landakots og sjúklingar smituðust í hópsýkingunni sem talið er að hafi komið inn með starfsmönnum þann 12. október. Alls hafa 23 látist vegna Covid-19 hér á landi síðan faraldurinn hófst í lok febrúar. Tíu létust í fyrstu bylgjunni og þrettán í bylgjunni sem nú gengur yfir eins og áður segir. Í fyrirspurn fréttastofu til spítalans var einnig spurt út í reglur og verkferla varðandi það að leyfa aðstandendum sjúklinga að vera við dánarbeðið. Þá var spurt hvernig það hefði gengið og hvort allir hafi getað kvatt ástvin sinn. Í svari spítalans segir að heimsóknir séu almennt heimilar á Landspítala að uppfylltum hefðbundnum takmörkunum vegna sóttvarna. Það er til að mynda grímuskylda, virða þarf fjarlægðarmörk, passa upp á handhreinsun og/eða sprittun og gestir verða að vera án einkenna sem geta samsvarað Covid-19. Heimsóknir á Covid-19-deildir eru hins vegar ekki heimilar nema í undantekningartilvikum, þá meðal annars þegar ástvina er vitjað á dánarbeð eða ef sérstakar aðstæður skapstæður skapast hjá sjúklingi eða fjölskyldu, að því er segir í svari spítalans. „Þá eru gestir búnir upp í hlífðarbúnað og fá sérstaka aðstoð við það og leiðbeiningar. Þá hefur einnig komið til þess að COVID-19 smitaðir einstaklingar hafa komið á spítalann til að kveðja ástvini og eru þá sömuleiðis sérstakar og strangar sóttvarnir viðhafðar. Það er sjúklingum og ástvinum mikilvægt að njóta samveru á erfiðum stundum og Landspítali hefur lagt sig fram við að mæta þeim þörfum, eftir því sem frekast er unnt,“ segir í svari Landspítalans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira