Samstarfi um Straumfjarðará slitið Karl Lúðvíksson skrifar 9. nóvember 2020 08:37 Veiðifélag Straumfjarðarár og Stangaveiðifélag Reykjavíkur hafa sammælst um að slíta samstarfi sínu, sem hófst með undirritun samnings árið 2017 um leiguréttt SVFR að ánni. Samstarfið hefur gengið vel, en vegna krefjandi aðstæðna undanfarin tvö ár eru aðilar sammála um að slíta samningi. SVFR mun því ekki selja leyfi í Straumfjarðará fyrir sumarið 2021, en veiðifélag árinnar mun kynna breytt sölufyrirkomulag á næstu vikum. Straumfjarðará er falleg 4ja stanga laxveiðiá á Snæfellsnesi, með fullri þjónustu í glæsilegu veiðihúsi. Félagsmenn SVFR og aðrir veiðimenn hafa notið þar góðrar þjónustu, sem áfram verður í boði fyrir áhugasama veiðimenn. Jón Þór Ólason, formaður SVFR: “Ég þakka Veiðifélagi Straumfjarðarár fyrir samstarfið undanfarin ár, sem hefur einkennst af góðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu. Það er ekkert launungamál að undanfarin tvö sumur hafa verið erfið á íslenskum veiðileyfamarkaði og almennt séð eru miklir óvissutímar framundan í íslensku samfélagi. Í því samhengi var samstarfið tekið til skoðunar og ákveðið í sameiningu að leiðir skyldu skilja, að svo stöddu. Héðan fer SVFR með góðar minningar og ég óska Veiðifélagi Straumfjarðará velfarnaðar á komandi árum.” Páll Ingólfsson, formaður Veiðifélags Straumfjarðarár: “Fyrir hönd Veiðifélags Straumfjarðarár vil ég þakka Stangaveiðifélagi Reykjavíkur fyrir samstarfið á síðastliðnum þremur árum. Samstarfið var lærdómsríkt, á margan hátt nýstárlegt fyrir okkur og samskipti við stjórn, starfsmenn og árnefnd SVFR var ánægjulegt og gott. Veiðifélag Straumfjarðarár óskar SVFR alls hins besta og velfarnaðar um ókomin ár.” Stangveiði Mest lesið Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiði Ný mið á haglabyssur auðvelda veiðar Veiði
Veiðifélag Straumfjarðarár og Stangaveiðifélag Reykjavíkur hafa sammælst um að slíta samstarfi sínu, sem hófst með undirritun samnings árið 2017 um leiguréttt SVFR að ánni. Samstarfið hefur gengið vel, en vegna krefjandi aðstæðna undanfarin tvö ár eru aðilar sammála um að slíta samningi. SVFR mun því ekki selja leyfi í Straumfjarðará fyrir sumarið 2021, en veiðifélag árinnar mun kynna breytt sölufyrirkomulag á næstu vikum. Straumfjarðará er falleg 4ja stanga laxveiðiá á Snæfellsnesi, með fullri þjónustu í glæsilegu veiðihúsi. Félagsmenn SVFR og aðrir veiðimenn hafa notið þar góðrar þjónustu, sem áfram verður í boði fyrir áhugasama veiðimenn. Jón Þór Ólason, formaður SVFR: “Ég þakka Veiðifélagi Straumfjarðarár fyrir samstarfið undanfarin ár, sem hefur einkennst af góðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu. Það er ekkert launungamál að undanfarin tvö sumur hafa verið erfið á íslenskum veiðileyfamarkaði og almennt séð eru miklir óvissutímar framundan í íslensku samfélagi. Í því samhengi var samstarfið tekið til skoðunar og ákveðið í sameiningu að leiðir skyldu skilja, að svo stöddu. Héðan fer SVFR með góðar minningar og ég óska Veiðifélagi Straumfjarðará velfarnaðar á komandi árum.” Páll Ingólfsson, formaður Veiðifélags Straumfjarðarár: “Fyrir hönd Veiðifélags Straumfjarðarár vil ég þakka Stangaveiðifélagi Reykjavíkur fyrir samstarfið á síðastliðnum þremur árum. Samstarfið var lærdómsríkt, á margan hátt nýstárlegt fyrir okkur og samskipti við stjórn, starfsmenn og árnefnd SVFR var ánægjulegt og gott. Veiðifélag Straumfjarðarár óskar SVFR alls hins besta og velfarnaðar um ókomin ár.”
Stangveiði Mest lesið Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiði Ný mið á haglabyssur auðvelda veiðar Veiði