Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær og heldur áfram í dag. Flokkurinn vonast til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar.“
Hægt er að horfa á beina útsendingu frá fundinum í dag á milli 10 og 14 en nú um hálf ellefu verða niðurstöður úr atkvæðagreiðslu um varaformannskjör kynntar. Helga Vala Helgadóttir þingmaður og Heiða Björg Hilmisdóttir núverandi varaformaður flokksins eru í framboði til embættisins.
Logi Einarsson var í gær endurkjörinn formaður fylkingarinnar.
Dagskráin:
- 10:00 Útsending frá Hilton hefst
- 10:05 Guðrún Johnsen - hagfræðingur - leiðin út úr COVID-19 kreppunni
- 10:20 Kjöri varaformanns lýkur
- 10:25 Kjöri varaformanns lýst úrslit kynnt
- 10:30 Kosning ritara hefst
- 10:35 Ræða formanns
- 10:50 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB - vinna og velferð
- 11:00 Samtal um sveitarstjórnarmálin - þátttakendur geta sent inn spurningar í gegnum slido
- 11:20 úrsllit úr kosningu ritara kynnt og kjör til gjaldkera hefst
- 11:45 Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisaktívisti, umhverfisverkfræðingur og aktívisti - Græn framtíð
- 11:55 Samtal við framsögumenn Vinna, velferð og græn framtíð - þátttakendur geta sent inn spurningar í gegnum slido
- 11:35 Úrslit úr kosningu í kjör ritara kynnt og kosning gjaldkera hefst
- 12:20 Úrslit úr kosningu í kjör gjaldkera kynnt og kosning til formanns framkvæmdarstjórnar hefst
- 12:40 Þingflokkur Samfylkingarinnar ræðir við landsfundargesti
- 13:05 Úrslit úr kosningu í kjör til formanns framkvæmdastjórnar kynnt og kosning framkvæmdastjórnar hefst
- 13:40 Úrslit úr kosningu í framkvæmdastjórn kynnt og kosning til flokksstjórnar, verkalýðmálaráðs og formanns laganefndar hefst. Niðurstöður kosninga verða birtar á heimasíðu flokksins
- 14:00 Dagskrá lýkur