Kærðu hvort annað eftir uppákomu á árshátíð á Vestfjörðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 19:11 Ákærða var yfirheyrð 2. júní síðastliðinn og sagði kæruna ranga. Á mynd sést húsnæði lögreglustjórans á Vestfjörðum. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað konu af líkamsárás gegn mági sínum á árshátíð sem þau sóttu bæði í fyrra. Í dómi eru rakin mikil illindi á milli þeirra en þau kærðu hvort annað fyrir líkamsárás á umræddri árshátíð. Ákæra á hendur manninum fyrir árás á konuna bíður dóms. Ákærða og mágur hennar voru á meðal gesta á árshátíð í félagsheimili á Vestfjörðum að kvöldi 6. apríl í fyrra. Tveimur dögum eftir árshátíðina lagði ákærða fram kæru á hendur mági sínum fyrir meinta líkamsárás á dansgólfinu á árshátíðinni. Gefin var út ákæra í kjölfarið og bíður hún dóms. Í lok apríl þessa árs kærði mágurinn hins vegar ákærðu fyrir líkamsárás á sömu árshátíð. Í kærunni segir að mágurinn hafi staðið við barinn í félagsheimilinu og verið að ræða við móðursystur sína þegar ákærðu hafi borið að „og hún umsvifalaust og án tilefnis slegið hann í hálsinn.“ Ákæra var gefin út í kjölfarið, líkt og í hinu málinu, sem hér er til umfjöllunar. Viðurkenndi „fokk merki“ en þvertók fyrir árás Ákærða sagði í yfirheyrslu í júní síðastliðnum að kæra mágs hennar væri röng og hún hefði aðeins hitt hann á dansgólfinu þetta kvöld. Þar hafi hún ekki gert annað en að halla sér upp að honum „og segja honum að drulla sér í burtu“. Mágurinn hafi þá brugðist við með því að kýla hana í andlitið. Ákærða neitaði jafnframt sök fyrir dómi og þvertók áfram fyrir að hafa hitt mág sinn á barnum í félagsheimilinu. Hún kannaðist þó við að hafa hitt hann nokkrum sinnum umrætt kvöld og gefið honum „fokk merki“. Frásögn mágsins og móðursystur hans, sem staðfesti árás ákærðu í yfirheyrslu, stæðist ekki. Ákærða gat þess jafnframt að mágurinn og móðursystir hans væri afar náin og sú síðarnefnda myndi „vaða eld og brennistein fyrir náfrænda sinn“. „Hjólað í“ núverandi konu hans Mágurinn sagði fyrir dómi að ákærða hefði lengi verið með „þráhyggju gagnvart honum og láti hann ekki í friði“. Hún hefði „hjólað í“ núverandi konu hans og nær alla aðra hans nákomnustu. Þá kvaðst hann ekki nánari móðursystur sinni en almennt tíðkaðist innan fjölskyldu. Í niðurstöðu dómsins segir að af framburði ákærðu og mágs hennar fyrir dómi sé ljóst að „litlir kærleikar“ séu með þeim, allt frá árinu 2017. Í ljósi þess að greinileg óvild ríki milli þeirra, auk þess sem að eina vitnið sem studdi frásögn mágsins væri tengt honum fjölskylduböndum, þykir ekki sannað að hún hafi framið þá háttsemi sem henni er gefið að sök í ákæru. Konan var því sýknuð og allur sakarkostnaður, um 700 þúsund krónur, dæmdur til að greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað konu af líkamsárás gegn mági sínum á árshátíð sem þau sóttu bæði í fyrra. Í dómi eru rakin mikil illindi á milli þeirra en þau kærðu hvort annað fyrir líkamsárás á umræddri árshátíð. Ákæra á hendur manninum fyrir árás á konuna bíður dóms. Ákærða og mágur hennar voru á meðal gesta á árshátíð í félagsheimili á Vestfjörðum að kvöldi 6. apríl í fyrra. Tveimur dögum eftir árshátíðina lagði ákærða fram kæru á hendur mági sínum fyrir meinta líkamsárás á dansgólfinu á árshátíðinni. Gefin var út ákæra í kjölfarið og bíður hún dóms. Í lok apríl þessa árs kærði mágurinn hins vegar ákærðu fyrir líkamsárás á sömu árshátíð. Í kærunni segir að mágurinn hafi staðið við barinn í félagsheimilinu og verið að ræða við móðursystur sína þegar ákærðu hafi borið að „og hún umsvifalaust og án tilefnis slegið hann í hálsinn.“ Ákæra var gefin út í kjölfarið, líkt og í hinu málinu, sem hér er til umfjöllunar. Viðurkenndi „fokk merki“ en þvertók fyrir árás Ákærða sagði í yfirheyrslu í júní síðastliðnum að kæra mágs hennar væri röng og hún hefði aðeins hitt hann á dansgólfinu þetta kvöld. Þar hafi hún ekki gert annað en að halla sér upp að honum „og segja honum að drulla sér í burtu“. Mágurinn hafi þá brugðist við með því að kýla hana í andlitið. Ákærða neitaði jafnframt sök fyrir dómi og þvertók áfram fyrir að hafa hitt mág sinn á barnum í félagsheimilinu. Hún kannaðist þó við að hafa hitt hann nokkrum sinnum umrætt kvöld og gefið honum „fokk merki“. Frásögn mágsins og móðursystur hans, sem staðfesti árás ákærðu í yfirheyrslu, stæðist ekki. Ákærða gat þess jafnframt að mágurinn og móðursystir hans væri afar náin og sú síðarnefnda myndi „vaða eld og brennistein fyrir náfrænda sinn“. „Hjólað í“ núverandi konu hans Mágurinn sagði fyrir dómi að ákærða hefði lengi verið með „þráhyggju gagnvart honum og láti hann ekki í friði“. Hún hefði „hjólað í“ núverandi konu hans og nær alla aðra hans nákomnustu. Þá kvaðst hann ekki nánari móðursystur sinni en almennt tíðkaðist innan fjölskyldu. Í niðurstöðu dómsins segir að af framburði ákærðu og mágs hennar fyrir dómi sé ljóst að „litlir kærleikar“ séu með þeim, allt frá árinu 2017. Í ljósi þess að greinileg óvild ríki milli þeirra, auk þess sem að eina vitnið sem studdi frásögn mágsins væri tengt honum fjölskylduböndum, þykir ekki sannað að hún hafi framið þá háttsemi sem henni er gefið að sök í ákæru. Konan var því sýknuð og allur sakarkostnaður, um 700 þúsund krónur, dæmdur til að greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira