Klippa af Messi sem vekur undrun Anton Ingi Leifsson skrifar 5. nóvember 2020 23:01 Messi með svipbrigði í sigrinum nauma á Dynamo Kiev í gær. Urbanandsport/NurPhoto via Getty Images Lionel Messi skoraði fyrra mark Barcelona í 2-1 sigrinum á Dynamo Kiev í gær. Það var hins vegar annað atvik úr leiknum sem var meira rætt eftir leikinn og það gerðist í uppbótartíma leiksins. Messi skoraði úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu sem hann fiskaði sjálfur og á 65. mínútu skoraði Gerard Pique eftir stoðsendingu Ansu Fati. Gestirnir minnkuðu muninn stundarfjórðungi fyrir leikslok og pressuðu Börsunga en náðu ekki að skora. Marc-André ter Stegen var mættur aftur í markið hjá Barcelona og hann átti afar góðan leik. Hann bjargaði Börsungum trekk í trekk en Úkraínumennirnir pressuðu vel á þá spænsku í lokin. Lionel Messi virtist hafa lítinn áhuga á að taka þátt í varnarleiknum ef marka má klippu sem fer nú eins og eldur í sinu um netið. Couldn t believe what I was seeing a few weeks ago when I saw Messi walking on the edge of his box in the El Clasico and Modric effortlessly going past him. Messi treating this season like a training session. pic.twitter.com/4GrpS9dGeT— Socanalysis (@SocanalysisHQ) November 5, 2020 @elchiringuitotv reports that Messi walking around and not helping in defence is a lack of respect to his teammates. #JUGONES#fcblive #UCL #BarçaDynamo pic.twitter.com/6CtOhSVKpf— BarçaLive24/7 (@BarcaLive24_7) November 5, 2020 Þá er komið fram á 93. mínútu leiksins og Úkraínumennirnir voru að byggja upp sókn. Þegar varnarmaður Dynamo tók boltann í átt að Messi virtist Argentínumaðurinn ekki hafa mikla orku eftir en skömmu síðar var sem betur fer, Börsunga vegna, leikurinn flautaður af. Þeir eru með níu stig eftir fyrstu þrjá leikina í riðlinum en klippuna má sjá hér að neðan. Klippa: Messi röltandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Fleiri fréttir Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Sjá meira
Lionel Messi skoraði fyrra mark Barcelona í 2-1 sigrinum á Dynamo Kiev í gær. Það var hins vegar annað atvik úr leiknum sem var meira rætt eftir leikinn og það gerðist í uppbótartíma leiksins. Messi skoraði úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu sem hann fiskaði sjálfur og á 65. mínútu skoraði Gerard Pique eftir stoðsendingu Ansu Fati. Gestirnir minnkuðu muninn stundarfjórðungi fyrir leikslok og pressuðu Börsunga en náðu ekki að skora. Marc-André ter Stegen var mættur aftur í markið hjá Barcelona og hann átti afar góðan leik. Hann bjargaði Börsungum trekk í trekk en Úkraínumennirnir pressuðu vel á þá spænsku í lokin. Lionel Messi virtist hafa lítinn áhuga á að taka þátt í varnarleiknum ef marka má klippu sem fer nú eins og eldur í sinu um netið. Couldn t believe what I was seeing a few weeks ago when I saw Messi walking on the edge of his box in the El Clasico and Modric effortlessly going past him. Messi treating this season like a training session. pic.twitter.com/4GrpS9dGeT— Socanalysis (@SocanalysisHQ) November 5, 2020 @elchiringuitotv reports that Messi walking around and not helping in defence is a lack of respect to his teammates. #JUGONES#fcblive #UCL #BarçaDynamo pic.twitter.com/6CtOhSVKpf— BarçaLive24/7 (@BarcaLive24_7) November 5, 2020 Þá er komið fram á 93. mínútu leiksins og Úkraínumennirnir voru að byggja upp sókn. Þegar varnarmaður Dynamo tók boltann í átt að Messi virtist Argentínumaðurinn ekki hafa mikla orku eftir en skömmu síðar var sem betur fer, Börsunga vegna, leikurinn flautaður af. Þeir eru með níu stig eftir fyrstu þrjá leikina í riðlinum en klippuna má sjá hér að neðan. Klippa: Messi röltandi
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Fleiri fréttir Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Sjá meira