Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 5. nóvember 2020 16:43 Umfangsmikil skimun í minkabúum landsins framundan. Vísir/Getty Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. „Staðan er sú að það hefur ekki verið neinn grunur,“ segir Sigríður Gísladóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. „Við höfum fylgst vel með fréttum að utan frá því þær bárust fyrst um smit á minkabúum,“ segir Sigríður. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Þau hafi sent tilmæli um hertar sóttvarnir og brýnt fyrir loðdýrabændum að viðhafa þær eins og hægt sé. Þá var óskað eftir tilkynningum ef minnsti grunur um veikindi vaknaði. Sömuleiðis ef grunur væri á að dýr væri útsett fyrir smiti frá einstaklingi sem síðar hefði greinst. Engar tilkynningar hafi borist en upplýsingaflæðið við bændur sé gott. Hins vegar sé svo að þau tíðindi að vart hafi orðið við stökkbreytingu á veirunni sem tengist smitum í minkabúum á Norður-Jótlandi breyti áhættumati Matvælastofnunar. Sú stökkbreyting, sem er þess eðlis að bóluefni sem eru í þróun virki ekki gegn henni. „Það breytir okkkar áhættumati. Þó við höfum engan grun um að það séu smit hjá íslenskum minkum þá verðum við aðeins að breyta okkar mati og höfum ákveðið að fara út í skimun á minkabúum. Til að kanna hvort það sé smit.“ Framundan er pelsun að sögn Sigríðar, þegar dýr eru aflífuð til að taka af þeim skinnið. Það veiti gott tækifæri til að ná miklum fjölda af sýnum og það ferli er að fara í gang þessa dagana. Haft verði samráð við sérfræðinga á rannsóknarstofunni á Keldum um hvernig staðið verði að því. Á vef MAST kemur fram að litlar líkur séu á smiti yfir í villta minkastofninn þar sem umgengni við menn er í lágmarki. Á Íslandi eru starfrækt 9 minkabú á Norðlandi vestra og Suðurlandi með alls 15.000 eldislæðum. Sigríður ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Tengdar fréttir Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. „Staðan er sú að það hefur ekki verið neinn grunur,“ segir Sigríður Gísladóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. „Við höfum fylgst vel með fréttum að utan frá því þær bárust fyrst um smit á minkabúum,“ segir Sigríður. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Þau hafi sent tilmæli um hertar sóttvarnir og brýnt fyrir loðdýrabændum að viðhafa þær eins og hægt sé. Þá var óskað eftir tilkynningum ef minnsti grunur um veikindi vaknaði. Sömuleiðis ef grunur væri á að dýr væri útsett fyrir smiti frá einstaklingi sem síðar hefði greinst. Engar tilkynningar hafi borist en upplýsingaflæðið við bændur sé gott. Hins vegar sé svo að þau tíðindi að vart hafi orðið við stökkbreytingu á veirunni sem tengist smitum í minkabúum á Norður-Jótlandi breyti áhættumati Matvælastofnunar. Sú stökkbreyting, sem er þess eðlis að bóluefni sem eru í þróun virki ekki gegn henni. „Það breytir okkkar áhættumati. Þó við höfum engan grun um að það séu smit hjá íslenskum minkum þá verðum við aðeins að breyta okkar mati og höfum ákveðið að fara út í skimun á minkabúum. Til að kanna hvort það sé smit.“ Framundan er pelsun að sögn Sigríðar, þegar dýr eru aflífuð til að taka af þeim skinnið. Það veiti gott tækifæri til að ná miklum fjölda af sýnum og það ferli er að fara í gang þessa dagana. Haft verði samráð við sérfræðinga á rannsóknarstofunni á Keldum um hvernig staðið verði að því. Á vef MAST kemur fram að litlar líkur séu á smiti yfir í villta minkastofninn þar sem umgengni við menn er í lágmarki. Á Íslandi eru starfrækt 9 minkabú á Norðlandi vestra og Suðurlandi með alls 15.000 eldislæðum. Sigríður ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Tengdar fréttir Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00
Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32