Mikil pressa á Solskjær í Everton leiknum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2020 15:01 Ole Gunnar Solskjær eftir tapleikinn á móti Istanbul Basaksehir í gær. EPA-EFE/Tolga Bozoglu Framtíð knattspyrnustjóra Manchester United var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi en Manchester United tapaði þá óvænt á móti tyrkneska liðinu Basaksehir í Istanbul. Spilamennska Manchester United olli miklum vonbrigðum og varnarleikur liðsins í mörkum Tyrkjana var hörmulegur. Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Reyni Leósson og Atla Viðar Björnsson með sér í gær og þeir fóru yfir þessi vonbrigðarúrslit hjá lærisveinum hins norska Ole Gunnar Solskjær. „Eins og staðan var góð eftir fyrstu tvo leikina, þessa frábæru sigra í París og heima á móti Lepzig, þá finnst manni pínulítið sorglegt að þeir hafi ekki sótt úrslit í kvöld,“ sagði Atli Viðar Björnsson. Manchester United vann 2-1 útisigur á Paris Saint Germain og 5-0 heimasigur á RB Leipzig í fyrstu tveimur Meistaradeildarleikjum tímabilsins. „Ég held að þessi úrslit, þótt staða liðsins sé ágæt í Meistaradeildinni, setji það mikla pressu á leikinn um helgina í ensku úrvalsdeildinni á móti Everton, að ef þeir tapa þeim leik þá held að það gæti verið tekið í gikkinn þarna og eitthvað gert. Þá væru þeir komnir í hræðilega stöðu í deildinni og ekki metta fulla hús í Meistaradeildinni,“ sagði Reynir Leósson. Manchester United hefur aðeins náð í sjö stig í fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er fyrir vikið aðeins í fimmtánda sæti deildarinnar. „Eftir leikinn um helgina þá er að koma landsleikjahlé og það er spurning hvort þeir nýti það til að gera mögulega einhverjar breytingar,“ sagði Atli Viðar. „Það er rosalega mikið undir um helgina, bæði fyrir liðið og held ég fyrir þjálfarann að ná úrslitum,“ sagði Reynir. Leikur Everton og Manchester United fer fram í hádeginu á laugardaginn. Það má sjá spjall þeirra um Manchester United hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin: Umfjöllun um Man Utd Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Framtíð knattspyrnustjóra Manchester United var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi en Manchester United tapaði þá óvænt á móti tyrkneska liðinu Basaksehir í Istanbul. Spilamennska Manchester United olli miklum vonbrigðum og varnarleikur liðsins í mörkum Tyrkjana var hörmulegur. Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Reyni Leósson og Atla Viðar Björnsson með sér í gær og þeir fóru yfir þessi vonbrigðarúrslit hjá lærisveinum hins norska Ole Gunnar Solskjær. „Eins og staðan var góð eftir fyrstu tvo leikina, þessa frábæru sigra í París og heima á móti Lepzig, þá finnst manni pínulítið sorglegt að þeir hafi ekki sótt úrslit í kvöld,“ sagði Atli Viðar Björnsson. Manchester United vann 2-1 útisigur á Paris Saint Germain og 5-0 heimasigur á RB Leipzig í fyrstu tveimur Meistaradeildarleikjum tímabilsins. „Ég held að þessi úrslit, þótt staða liðsins sé ágæt í Meistaradeildinni, setji það mikla pressu á leikinn um helgina í ensku úrvalsdeildinni á móti Everton, að ef þeir tapa þeim leik þá held að það gæti verið tekið í gikkinn þarna og eitthvað gert. Þá væru þeir komnir í hræðilega stöðu í deildinni og ekki metta fulla hús í Meistaradeildinni,“ sagði Reynir Leósson. Manchester United hefur aðeins náð í sjö stig í fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er fyrir vikið aðeins í fimmtánda sæti deildarinnar. „Eftir leikinn um helgina þá er að koma landsleikjahlé og það er spurning hvort þeir nýti það til að gera mögulega einhverjar breytingar,“ sagði Atli Viðar. „Það er rosalega mikið undir um helgina, bæði fyrir liðið og held ég fyrir þjálfarann að ná úrslitum,“ sagði Reynir. Leikur Everton og Manchester United fer fram í hádeginu á laugardaginn. Það má sjá spjall þeirra um Manchester United hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin: Umfjöllun um Man Utd
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira