„Við viljum bara að veitingastaðir lifi þetta ástand af“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2020 13:51 Eyþór á og rekur Duck & Rose í miðborginni. vísir/vilhelm Forsvarsmenn veitingastaðarins Duck and Rose settu af stað bylgju á meðal íslenskra veitingastaða í gær og það til að vekja athygli á stöðu þeirra á þessum erfiðu tímum. Hugmyndin kom þegar eigendur Laundromat Café vöktu athygli á skilaboðum Burger King sem sneru að því að styrkja stöðu veitingastaða um heim allan í miðjum heimsfaraldri. Eyþór Mar Halldórsson er einn af eigendum og framkvæmdastjóri Duck and Rose, ásamt því að vera eigandi veitingastaðanna Public House og BrewDog. Hann segir að ástæðan fyrir stöðuuppfærslu Duck and Rose á Facebook sé sett inn í þeim tilgangi að vekja athygli á því hversu mikilvæg samstaða er í veitingabransanum. „Ég er gríðarlega stoltur af fjölbreytninni og gæðunum í veitingabransanum á Íslandi, það hefur verið mikil uppbygging síðustu árin sem væri synd að sjá á eftir, það er því mikilvægt að við höldumst í hendur og vinnum sem ein liðsheild, til að standa af okkur þennan heimsfaraldur,” segir Eyþór en í færslunni bendir staðurinn á aðra ellefu veitingastaði og hvetur hann Íslendinga til að sækja staðina. „Það eru gríðarlega margir veitingastaðir sem bjóða nú upp á take-away þjónustu. Það eru margir veitingastaðir að bjóða upp á frábæra þjónustu og viljum við hvetja fólk til að nýta sér hana, hvort sem um er að ræða þjónustu samkeppnisaðila okkar eða þjónustu okkar. Við viljum bara að veitingastaðir lifi þetta ástand af.“ Eyþór segir að á hans veitingastöðum taki menn sóttvörnum alvarlega. „Það er mikilvægt að við virðum settar reglur og gerum það sem ein heild. Þessar takmarkanir gera auðvitað mörgum fyrirtækjum erfitt fyrir, þar á meðal veitingastöðum, en þá er mikilvægt að vekja athygli á því sem ég nefndi áðan, að flestir veitingastaðir eru að bjóða upp á aðrar þjónustur og taka enn á móti gestum sem vilja borða á staðnum, innan takmarkana. Ég hef ekki orðið var við annað en að flestir veitingastaðir taki ástandinu og sóttvörnum alvarlega. Við teljum að hægt sé að yfirfæra þessa bylgju á fleiri bransa en veitingabransann og hvetjum fyrirtæki til að láta boltann rúlla og sýna samstöðu, allir græða á því.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Forsvarsmenn veitingastaðarins Duck and Rose settu af stað bylgju á meðal íslenskra veitingastaða í gær og það til að vekja athygli á stöðu þeirra á þessum erfiðu tímum. Hugmyndin kom þegar eigendur Laundromat Café vöktu athygli á skilaboðum Burger King sem sneru að því að styrkja stöðu veitingastaða um heim allan í miðjum heimsfaraldri. Eyþór Mar Halldórsson er einn af eigendum og framkvæmdastjóri Duck and Rose, ásamt því að vera eigandi veitingastaðanna Public House og BrewDog. Hann segir að ástæðan fyrir stöðuuppfærslu Duck and Rose á Facebook sé sett inn í þeim tilgangi að vekja athygli á því hversu mikilvæg samstaða er í veitingabransanum. „Ég er gríðarlega stoltur af fjölbreytninni og gæðunum í veitingabransanum á Íslandi, það hefur verið mikil uppbygging síðustu árin sem væri synd að sjá á eftir, það er því mikilvægt að við höldumst í hendur og vinnum sem ein liðsheild, til að standa af okkur þennan heimsfaraldur,” segir Eyþór en í færslunni bendir staðurinn á aðra ellefu veitingastaði og hvetur hann Íslendinga til að sækja staðina. „Það eru gríðarlega margir veitingastaðir sem bjóða nú upp á take-away þjónustu. Það eru margir veitingastaðir að bjóða upp á frábæra þjónustu og viljum við hvetja fólk til að nýta sér hana, hvort sem um er að ræða þjónustu samkeppnisaðila okkar eða þjónustu okkar. Við viljum bara að veitingastaðir lifi þetta ástand af.“ Eyþór segir að á hans veitingastöðum taki menn sóttvörnum alvarlega. „Það er mikilvægt að við virðum settar reglur og gerum það sem ein heild. Þessar takmarkanir gera auðvitað mörgum fyrirtækjum erfitt fyrir, þar á meðal veitingastöðum, en þá er mikilvægt að vekja athygli á því sem ég nefndi áðan, að flestir veitingastaðir eru að bjóða upp á aðrar þjónustur og taka enn á móti gestum sem vilja borða á staðnum, innan takmarkana. Ég hef ekki orðið var við annað en að flestir veitingastaðir taki ástandinu og sóttvörnum alvarlega. Við teljum að hægt sé að yfirfæra þessa bylgju á fleiri bransa en veitingabransann og hvetjum fyrirtæki til að láta boltann rúlla og sýna samstöðu, allir græða á því.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira