Endaði ellefu ára bið í sigrinum á Man. United í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2020 13:31 Slóvakinn Martin Skrtel var búinn að bíða mjög lengi eftir því að fagna sigri í Meistaradeildinni. Samsett/Getty Slóvakinn Martin Skrtel vann langþráðan sigur í Meistaradeildinni í gær þegar Manchester United kom í heimsókn til Istanbul. Lið Basaksehir frá Istanbul kom mörgum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Manchester United í þriðju umferð riðlakeppninnar í gær en þetta er fyrsta tímabil tyrkneska liðsins í Meistaradeildinni og einnig í fyrsta sinn sem félagið fagnar sigri í Meistaradeildinni. Í miðri vörn Basaksehir spilar hinn gamalreyndi slóvakíski miðvörður Martin Skrtel. Martin Skrtel mun fagna 36 ára afmæli sínu í næsta mánuði en hann er á síðu öðru tímabili með Basaksehir liðinu. Skrtel er örugglega frægastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool en Slóvakinn spilað í átta ár með Liverpool liðinu eða frá 2008 til 2016. Frá þeim tíma hann spilað lengstum í Tyrklandi fyrir utan þriggja vikna tíma hjá ítalska félaginu Atalanta. Martin Skrtel náði vissulega að spila sigurleik með Liverpool í Meistaradeildinni en það var orðið langt síðan að hann kynntist þeirri sigurtilfinningu. 11y 49d - Martin Skrtel ended on the winning side in a Champions League game for the first time since September 2009 (Liverpool vs Debreceni), the second biggest gap between wins in the competition for a player after Denny Landzaat (14y 227d between 1996 and 2010). Overdue. pic.twitter.com/6u5ZN8cS9u— OptaJoe (@OptaJoe) November 4, 2020 Með sigrinum á Manchester United í gær þá endaði Martin Skrtel nefnlega meira en ellefu ára bið eftir því að vera í sigurliði í Meistaradeildinni. Síðasti sigurleikur hans í keppninni var með Liverpool á móti ungverska félaginu Debreceni 16. september 2009. Liverpool tapaði hinum þremur leikjunum sem hann spilaði í Meistaradeildinni 2009-10. Tímabilið á eftir var Liverpool einnig í Meistaradeildinni en vann þá bara einn leik í riðlakeppninni. Það var einmitt fyrsti leikurinn og um leið eini leikurinn sem Martin Skrtel missti af. Hann spilaði hina fimm en þrír þeirra töpuðust og tveir enduðu með jafntefli. Martin Skrtel var síðan búinn að spila tvo leiki með Basaksehir í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en þeir töpuðust báðir 2-0 á móti RB Leipzig og Paris Saint Germain. Í gær voru því liðin ellefu ár og 49 dagar frá síðasta sigurleik Skrtel í Meistaradeildinni. Þetta var þó ekki met því Hollendingurinn Denny Landzaat beið í næstum því fimmtán ár eftir sigurleik í Meistataradeildinni frá því að hann vann leik með Ajax árið 1996 þar til að hann fangaði sigri með Twente árið 2010. Denny Landzaat beið í 14 ár og 227 daga eftir sigri. Martin krtel: "It s our first win in the Champions League ever, we wish we could play Manchester United every week." #UCL #MUFC #LFC pic.twitter.com/UHEeVNYPLt— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 5, 2020 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Slóvakinn Martin Skrtel vann langþráðan sigur í Meistaradeildinni í gær þegar Manchester United kom í heimsókn til Istanbul. Lið Basaksehir frá Istanbul kom mörgum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Manchester United í þriðju umferð riðlakeppninnar í gær en þetta er fyrsta tímabil tyrkneska liðsins í Meistaradeildinni og einnig í fyrsta sinn sem félagið fagnar sigri í Meistaradeildinni. Í miðri vörn Basaksehir spilar hinn gamalreyndi slóvakíski miðvörður Martin Skrtel. Martin Skrtel mun fagna 36 ára afmæli sínu í næsta mánuði en hann er á síðu öðru tímabili með Basaksehir liðinu. Skrtel er örugglega frægastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool en Slóvakinn spilað í átta ár með Liverpool liðinu eða frá 2008 til 2016. Frá þeim tíma hann spilað lengstum í Tyrklandi fyrir utan þriggja vikna tíma hjá ítalska félaginu Atalanta. Martin Skrtel náði vissulega að spila sigurleik með Liverpool í Meistaradeildinni en það var orðið langt síðan að hann kynntist þeirri sigurtilfinningu. 11y 49d - Martin Skrtel ended on the winning side in a Champions League game for the first time since September 2009 (Liverpool vs Debreceni), the second biggest gap between wins in the competition for a player after Denny Landzaat (14y 227d between 1996 and 2010). Overdue. pic.twitter.com/6u5ZN8cS9u— OptaJoe (@OptaJoe) November 4, 2020 Með sigrinum á Manchester United í gær þá endaði Martin Skrtel nefnlega meira en ellefu ára bið eftir því að vera í sigurliði í Meistaradeildinni. Síðasti sigurleikur hans í keppninni var með Liverpool á móti ungverska félaginu Debreceni 16. september 2009. Liverpool tapaði hinum þremur leikjunum sem hann spilaði í Meistaradeildinni 2009-10. Tímabilið á eftir var Liverpool einnig í Meistaradeildinni en vann þá bara einn leik í riðlakeppninni. Það var einmitt fyrsti leikurinn og um leið eini leikurinn sem Martin Skrtel missti af. Hann spilaði hina fimm en þrír þeirra töpuðust og tveir enduðu með jafntefli. Martin Skrtel var síðan búinn að spila tvo leiki með Basaksehir í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en þeir töpuðust báðir 2-0 á móti RB Leipzig og Paris Saint Germain. Í gær voru því liðin ellefu ár og 49 dagar frá síðasta sigurleik Skrtel í Meistaradeildinni. Þetta var þó ekki met því Hollendingurinn Denny Landzaat beið í næstum því fimmtán ár eftir sigurleik í Meistataradeildinni frá því að hann vann leik með Ajax árið 1996 þar til að hann fangaði sigri með Twente árið 2010. Denny Landzaat beið í 14 ár og 227 daga eftir sigri. Martin krtel: "It s our first win in the Champions League ever, we wish we could play Manchester United every week." #UCL #MUFC #LFC pic.twitter.com/UHEeVNYPLt— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 5, 2020
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira