Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. nóvember 2020 07:01 Tesla Model 3 á hleðslubás við Staðarskála. Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins við Staðarskála í gærmorgun. Stöðin er samkvæmt fréttatilkynningu frá Tesla sú lang öflugasta á landinu. Hún verður jafnframt sú fyrsta á landinu sem notast við þriðju kynslóðar ofurhleðslutæknina. Stöðin er á planinu við N1 Staðarskála og er með átta ofurhleðslu bása. Hver þeirra getur boðið upp á allt að 250 kW. Staðarskáli er vinsæll áningarstaður á leiðinni á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Tesla ætlar sér með þessu að tengja saman norður- og suðurhluta landsins. Stöðin á að gera ferðir rafbíla mögulegar um áður ótroðnar slóðir. Nýja hleðslustöðin við Staðarskála. Frekari áætlanir um ofurhleðslustöðvar Tesla hefur metnaðarfullar áætlanir um uppbyggingu hleðslustöðva á Íslandi. Samkvæmt korti frá Tesla eru uppi áætlanir um að setja upp stöðvar á Akureyri og Egilsstöðum á þessu ári. Enn er ekki komin dagsetning á hvenær slík stöð opnar á Kirkjubæjarklaustri, en það er í kortunum, bókstaflega. Hleðslubásarnir átta. Þriðju kynslóðar hleðslutækni Ofurhleðslan er fyrst og fremst hugsuð til notkunar á ferðalögum. Stöðvarnar sem eru af þriðju kynslóð geta eins og áður segir hlaðið af miklu afli, eða allt að 250kW. Dagleg hleðsla ætti alla jafna að fara fram í hefðbundnum hleðslustöðum. Hægt er að setja af stað ferli í bílnum þegar stefnan er tekin á ofurhleðslustöð sem tryggir að bíllinn komi á stöðina með rafhlöðurnar í sem ákjósanlegustu hitastigi. Þetta getur dregið úr hleðslutíma um allt að 25%. Vistvænir bílar Tesla Húnaþing vestra Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent
Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins við Staðarskála í gærmorgun. Stöðin er samkvæmt fréttatilkynningu frá Tesla sú lang öflugasta á landinu. Hún verður jafnframt sú fyrsta á landinu sem notast við þriðju kynslóðar ofurhleðslutæknina. Stöðin er á planinu við N1 Staðarskála og er með átta ofurhleðslu bása. Hver þeirra getur boðið upp á allt að 250 kW. Staðarskáli er vinsæll áningarstaður á leiðinni á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Tesla ætlar sér með þessu að tengja saman norður- og suðurhluta landsins. Stöðin á að gera ferðir rafbíla mögulegar um áður ótroðnar slóðir. Nýja hleðslustöðin við Staðarskála. Frekari áætlanir um ofurhleðslustöðvar Tesla hefur metnaðarfullar áætlanir um uppbyggingu hleðslustöðva á Íslandi. Samkvæmt korti frá Tesla eru uppi áætlanir um að setja upp stöðvar á Akureyri og Egilsstöðum á þessu ári. Enn er ekki komin dagsetning á hvenær slík stöð opnar á Kirkjubæjarklaustri, en það er í kortunum, bókstaflega. Hleðslubásarnir átta. Þriðju kynslóðar hleðslutækni Ofurhleðslan er fyrst og fremst hugsuð til notkunar á ferðalögum. Stöðvarnar sem eru af þriðju kynslóð geta eins og áður segir hlaðið af miklu afli, eða allt að 250kW. Dagleg hleðsla ætti alla jafna að fara fram í hefðbundnum hleðslustöðum. Hægt er að setja af stað ferli í bílnum þegar stefnan er tekin á ofurhleðslustöð sem tryggir að bíllinn komi á stöðina með rafhlöðurnar í sem ákjósanlegustu hitastigi. Þetta getur dregið úr hleðslutíma um allt að 25%.
Vistvænir bílar Tesla Húnaþing vestra Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent