Fótbolti

Havertz með kórónuveiruna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kai Havertz með boltann í leiknum gegn Burnley um síðustu helgi.
Kai Havertz með boltann í leiknum gegn Burnley um síðustu helgi. Tim Markland/MI News/NurPhoto

Kai Havertz er ekki í leikmannahópi Chelsea sem mætir Rennes í Meistaradeildinni í kvöld. Hann hefur greinst með kórónueviruna.

Frank Lampard, stjóri Chelsea, staðfesti að Havertz hafi greinst með veiruna fyrir leik kvöldsins og því er hann kominn í einangrun.

„Hann yfirgaf hópinn og er núna í einangrun að fylgja fyrirmælum lækna. Við höldum áfram. Við óskum honum alls hins besta heima,“ sagði Lampard fyrir leik kvöldsins.

„Allir aðrir hafa farið í skimanir og eru neikvæðir.“

Þessi 21 árs Þjóðverji gekk í raðir Chelsea frá Leverkusen í september og hefur byrjað alla leiki Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni það sem af er tímabili.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×