Sunna um Eyjar: Þetta er nett klikkaði hérna og það hentar mér bara ágætlega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2020 14:00 Sunna Jónsdóttir í viðtalinu við Henry Birgi Gunnarsson í Seinni bylgjunni. Skjámynd/S2 Sport Henry Birgir Gunnarsson fór með Seinni bylgjuna sína til Vestmannaeyja á dögunum og hitti þar á meðal Sunnu Jónsdóttur hjá kvennaliði ÍBV. Sunna Jónsdóttir hefur verið undanfarin ár í lykilhlutverki hjá kvennaliði ÍBV og hún fór á kostum í leikjum Eyjakvenna áður en Olís deild kvenna var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins. Viðtal Henrys Birgis við Sunnu birtist síðan í síðasta þætti af Seinni bylgjunni. Henry Birgir byrjaði á því að spyrja að því hvernig Sunnu líkar lífið í Vestmannaeyjum. „Alveg stórkostlega. Við erum búin að kaupa okkur hús hérna og Eyjafólkið losnar ekkert við okkur,“ sagði Sunna Jónsdóttir í léttum tón en maðurinn hennar er Björn Viðar Björnsson, markvörður karlaliðsins. Sunna Jónsdóttir og Þóra Hallgrímsdóttir fengu báðar verðlaun eftir sigurleik á HK.Mynd/ÍBV „Það er svo margt gott við að vera í Eyjum. Það er ótrúlega mikill tími sem gefst með fjölskyldunni sérstaklega ef maður er með barn. Stutt í alla þjónustu. Maður getur líka alltaf komið hingað og æft,“ sagði Sunna. Eyjaliðið lítur vel út og þykir líklegt til að fara að berjast um titla í vetur. „Sem íþróttamaður þá vill maður vera á toppnum og reyna að vinna titla. Þegar ég kom fyrst þá vorum við líka með mjög gott lið en svo þurftum við að taka aðeins til í þessu hjá okkur í fyrra og byrja á núlli. Það skilaði sér fullt. Við fengum svo tvo sterka pósta í viðbót fyrir veturinn,“ sagði Sunna og er þar að tala um landsliðskonurnar Birnu Berg Haraldsdóttur og Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur. „Við erum bara mjög spenntar fyrir tímabilinu,“ sagði Sunna sem hefur verið að spila sjálf mjög vel í upphafi tímabilsins. Sunna Jónsdóttir hefur skorað tuttugu mörk í fyrstu þremur leikjum ÍBV í Olís deild kvenna 2020-21.vísir/bára „Þetta er ógeðslega gaman og lengi lifir í gömlum glæðum skal ég segja. Ég kann mjög vel við þetta og maður spilar náttúrulega vel ef manni líður vel. Þetta er nett klikkaði hérna og það hentar mér bara ágætlega ,“ sagði Sunna. Birna Berg Haraldsdóttir sagði það vera geggjað að spila með Sunnu og það átti þátt í því að hún kom til í Eyja í haust. „Það er geggjað að spila með henni. Við spiluðum saman í Fram og svo bjuggum við á sama stað í Svíþjóð. Við vorum í sitthvoru liðinu þar. Birna var efins fyrst og ég ákvað að senda á Klaus manninn hennar og fá hann hingað,“ sagði Sunna en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Sunnu Jónsdóttir Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fór með Seinni bylgjuna sína til Vestmannaeyja á dögunum og hitti þar á meðal Sunnu Jónsdóttur hjá kvennaliði ÍBV. Sunna Jónsdóttir hefur verið undanfarin ár í lykilhlutverki hjá kvennaliði ÍBV og hún fór á kostum í leikjum Eyjakvenna áður en Olís deild kvenna var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins. Viðtal Henrys Birgis við Sunnu birtist síðan í síðasta þætti af Seinni bylgjunni. Henry Birgir byrjaði á því að spyrja að því hvernig Sunnu líkar lífið í Vestmannaeyjum. „Alveg stórkostlega. Við erum búin að kaupa okkur hús hérna og Eyjafólkið losnar ekkert við okkur,“ sagði Sunna Jónsdóttir í léttum tón en maðurinn hennar er Björn Viðar Björnsson, markvörður karlaliðsins. Sunna Jónsdóttir og Þóra Hallgrímsdóttir fengu báðar verðlaun eftir sigurleik á HK.Mynd/ÍBV „Það er svo margt gott við að vera í Eyjum. Það er ótrúlega mikill tími sem gefst með fjölskyldunni sérstaklega ef maður er með barn. Stutt í alla þjónustu. Maður getur líka alltaf komið hingað og æft,“ sagði Sunna. Eyjaliðið lítur vel út og þykir líklegt til að fara að berjast um titla í vetur. „Sem íþróttamaður þá vill maður vera á toppnum og reyna að vinna titla. Þegar ég kom fyrst þá vorum við líka með mjög gott lið en svo þurftum við að taka aðeins til í þessu hjá okkur í fyrra og byrja á núlli. Það skilaði sér fullt. Við fengum svo tvo sterka pósta í viðbót fyrir veturinn,“ sagði Sunna og er þar að tala um landsliðskonurnar Birnu Berg Haraldsdóttur og Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur. „Við erum bara mjög spenntar fyrir tímabilinu,“ sagði Sunna sem hefur verið að spila sjálf mjög vel í upphafi tímabilsins. Sunna Jónsdóttir hefur skorað tuttugu mörk í fyrstu þremur leikjum ÍBV í Olís deild kvenna 2020-21.vísir/bára „Þetta er ógeðslega gaman og lengi lifir í gömlum glæðum skal ég segja. Ég kann mjög vel við þetta og maður spilar náttúrulega vel ef manni líður vel. Þetta er nett klikkaði hérna og það hentar mér bara ágætlega ,“ sagði Sunna. Birna Berg Haraldsdóttir sagði það vera geggjað að spila með Sunnu og það átti þátt í því að hún kom til í Eyja í haust. „Það er geggjað að spila með henni. Við spiluðum saman í Fram og svo bjuggum við á sama stað í Svíþjóð. Við vorum í sitthvoru liðinu þar. Birna var efins fyrst og ég ákvað að senda á Klaus manninn hennar og fá hann hingað,“ sagði Sunna en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Sunnu Jónsdóttir
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira