Diogo Jota með þriðju Evrópuþrennu sína á innan við einu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2020 11:30 Liverpool maðurinn Diogo Jota innsiglar hér þrennu sína á móti Atalanta í Meistaradeildinni í gærkvöldi. EPA-EFE/PAOLO MAGNI Diogo Jota var að skora sína fyrstu þrennu fyrir Liverpool í gærkvöldi en þetta var langt frá því að vera fyrsta Evrópuþrenna Portúgalans. Diogo Jota hefur spilað afar vel í Evrópukeppnunum undanfarið ár og við sáum enn eitt dæmið um það með glæsilegri þrennu hans á móti ítalska liðinu Atalanta í gær. Þetta var þriðja Evrópuþrennan hans á innan við einu ári því hann skoraði tvær þrennur með Úlfunum í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Diogo Jota hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum með Liverpool í Meistaradeildinni því hann skoraði einnig fyrra markið í 2-0 sigri á danska liðinu Midtjylland í leiknum á undan. Það var þó glæsileg þrenna hans á Ítalíu í gærkvöldi sem heldur betur stal fyrirsögnunum í öllum blöðum heimsins. Hana má sjá hér fyrir neðan. Diogo Jota var aðeins fimmti Liverpool maðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni og er Mohamed Salah sem dæmi ekki einn af þeim eins og sjá má hér fyrir neðan. Only five players have scored a Champions League hat-trick for Liverpool in the #UCL era: Michael Owen (2002) Yossi Benayoun (2007) Philippe Coutinho (2017) Sadio Mané (2018) Diogo Jota (2020)DioGOAL has beaten Roberto Firmino *and* Mohamed Salah. pic.twitter.com/PVeaRbR5af— Squawka Football (@Squawka) November 3, 2020 Enginn annar leikmaður í Evrópukeppnunum tveimur hefur náð að skora fleiri en eina þrennu frá því að keppni hófst haustið 2019. 3 - Since the start of last season, Diogo Jota has scored three hat-tricks in the @ChampionsLeague and @EuropaLeague combined - the only player to have done so more than once. Stage. #UCL pic.twitter.com/Q7EmFSeJSn— OptaJoe (@OptaJoe) November 3, 2020 Diogo Jota skoraði báðar þrennur sína fyrir Wolverhampton Wanderers í Evrópudeildinni á heimavelli. Sú fyrri kom í 4-0 sigri á tyrkneska félaginu Besiktas um miðjan desember 2019 og sú síðari í 4-0 sigri á Espanyol í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitunum í febrúar. Öll mörkin hans á móti Besiktas komu í síðari hálfleiknum eftir að hann kom inn á sem varamaður á 56. mínútu en hann kom Wolves í 1-0 á móti Espanyol með marki á fimmtándu mínútu og innsiglaði svo sigurinn með tveimur síðustu mörkum liðsins í seinni hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af þrennum Jota í þessum tveimur leikjum. watch on YouTube watch on YouTube Diogo Jota hefur nú skorað 10 mörk í síðustu átta Evrópuleikjum sínum í Evrópudeild (5 leikir, 6 mörk) og Meistaradeild (3 leikir, 4 mörk). Jota hefur komið inn á sem varamaður í fjórum af þessum átta leikjum og þessi tíu Evrópumörk hans hafa því aðeins komið á 427 mínútum. Jota hefur því skorað á 43 mínútna fresti í síðustu átta Evrópuleikjum sínum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira
Diogo Jota var að skora sína fyrstu þrennu fyrir Liverpool í gærkvöldi en þetta var langt frá því að vera fyrsta Evrópuþrenna Portúgalans. Diogo Jota hefur spilað afar vel í Evrópukeppnunum undanfarið ár og við sáum enn eitt dæmið um það með glæsilegri þrennu hans á móti ítalska liðinu Atalanta í gær. Þetta var þriðja Evrópuþrennan hans á innan við einu ári því hann skoraði tvær þrennur með Úlfunum í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Diogo Jota hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum með Liverpool í Meistaradeildinni því hann skoraði einnig fyrra markið í 2-0 sigri á danska liðinu Midtjylland í leiknum á undan. Það var þó glæsileg þrenna hans á Ítalíu í gærkvöldi sem heldur betur stal fyrirsögnunum í öllum blöðum heimsins. Hana má sjá hér fyrir neðan. Diogo Jota var aðeins fimmti Liverpool maðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni og er Mohamed Salah sem dæmi ekki einn af þeim eins og sjá má hér fyrir neðan. Only five players have scored a Champions League hat-trick for Liverpool in the #UCL era: Michael Owen (2002) Yossi Benayoun (2007) Philippe Coutinho (2017) Sadio Mané (2018) Diogo Jota (2020)DioGOAL has beaten Roberto Firmino *and* Mohamed Salah. pic.twitter.com/PVeaRbR5af— Squawka Football (@Squawka) November 3, 2020 Enginn annar leikmaður í Evrópukeppnunum tveimur hefur náð að skora fleiri en eina þrennu frá því að keppni hófst haustið 2019. 3 - Since the start of last season, Diogo Jota has scored three hat-tricks in the @ChampionsLeague and @EuropaLeague combined - the only player to have done so more than once. Stage. #UCL pic.twitter.com/Q7EmFSeJSn— OptaJoe (@OptaJoe) November 3, 2020 Diogo Jota skoraði báðar þrennur sína fyrir Wolverhampton Wanderers í Evrópudeildinni á heimavelli. Sú fyrri kom í 4-0 sigri á tyrkneska félaginu Besiktas um miðjan desember 2019 og sú síðari í 4-0 sigri á Espanyol í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitunum í febrúar. Öll mörkin hans á móti Besiktas komu í síðari hálfleiknum eftir að hann kom inn á sem varamaður á 56. mínútu en hann kom Wolves í 1-0 á móti Espanyol með marki á fimmtándu mínútu og innsiglaði svo sigurinn með tveimur síðustu mörkum liðsins í seinni hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af þrennum Jota í þessum tveimur leikjum. watch on YouTube watch on YouTube Diogo Jota hefur nú skorað 10 mörk í síðustu átta Evrópuleikjum sínum í Evrópudeild (5 leikir, 6 mörk) og Meistaradeild (3 leikir, 4 mörk). Jota hefur komið inn á sem varamaður í fjórum af þessum átta leikjum og þessi tíu Evrópumörk hans hafa því aðeins komið á 427 mínútum. Jota hefur því skorað á 43 mínútna fresti í síðustu átta Evrópuleikjum sínum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira