Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2020 16:52 Frá smábátahöfninni í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Veita á innsýn í pólska menningu með skemmtilegum hætti á Pólskri menningarhátíð í Reykjanesbæ sem hófst í gær og stendur til sunnudag. Hátíðin er haldin í þriðja sinn í ár en fimmtungur allra íbúa Reykjanesbæjar er af pólskum uppruna. Reykjanesbær er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega tuttugu þúsund íbúa. Hátíðin í ár fer fram rafrænt, eins og gildir um svo margt á kórónuveirutímum. Viðburðurinn á þó að gleðja augu, eyru og maga að því er fram kemur á vefsíðu Reykjanesbæjar. „Ávallt hefur verið lögð rík áhersla á sjónlist, tónlist og matarupplifun. Sú áhersla heldur sér þó hátíðin sé með breyttu sniði í ár, eins og annað. Hún teygir sig yfir heila viku og verða allir viðburðir hátíðarinnar aðgengilegir á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins og vefsíðu viðburðarins.“ „Saman í krafti fjölbreytileikans“ er yfirskrift hátíðarinnar í ár enda sjaldan mikilvægara að standa saman. Íbúar eru hvattir til þess að ganga um sveitarfélagið og njóta útiverunnar um leið og þeir skoða listsýningar sem verða í verslunargluggum á Hafnargötunni og sérstakt veggjalistarverk verður sett á vegginn aftan við gömlu sundhöllina. Á föstudagskvöldið verður hægt er að skella sér í bílabíó og njóta pólskrar kvikmyndamenningar. Fólk fær tækifæri til að læra að elda framandi mat og sérstök barnadagskrá verður á Facebook síðu Bókasafnsins. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér. Reykjanesbær Innflytjendamál Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Veita á innsýn í pólska menningu með skemmtilegum hætti á Pólskri menningarhátíð í Reykjanesbæ sem hófst í gær og stendur til sunnudag. Hátíðin er haldin í þriðja sinn í ár en fimmtungur allra íbúa Reykjanesbæjar er af pólskum uppruna. Reykjanesbær er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega tuttugu þúsund íbúa. Hátíðin í ár fer fram rafrænt, eins og gildir um svo margt á kórónuveirutímum. Viðburðurinn á þó að gleðja augu, eyru og maga að því er fram kemur á vefsíðu Reykjanesbæjar. „Ávallt hefur verið lögð rík áhersla á sjónlist, tónlist og matarupplifun. Sú áhersla heldur sér þó hátíðin sé með breyttu sniði í ár, eins og annað. Hún teygir sig yfir heila viku og verða allir viðburðir hátíðarinnar aðgengilegir á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins og vefsíðu viðburðarins.“ „Saman í krafti fjölbreytileikans“ er yfirskrift hátíðarinnar í ár enda sjaldan mikilvægara að standa saman. Íbúar eru hvattir til þess að ganga um sveitarfélagið og njóta útiverunnar um leið og þeir skoða listsýningar sem verða í verslunargluggum á Hafnargötunni og sérstakt veggjalistarverk verður sett á vegginn aftan við gömlu sundhöllina. Á föstudagskvöldið verður hægt er að skella sér í bílabíó og njóta pólskrar kvikmyndamenningar. Fólk fær tækifæri til að læra að elda framandi mat og sérstök barnadagskrá verður á Facebook síðu Bókasafnsins. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér.
Reykjanesbær Innflytjendamál Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira