Hátt í 10% íbúa Dalvíkurbyggðar í sóttkví: „Okkur tekst að sigrast á þessu eins og öðru“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 23:31 Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð, boðaði til rafræns íbúafundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Öll leikskólabörn og starfsfólk leikskólans Krílakots á Dalvík eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn leikskólans greindust með covid-19. Alls eru nú 178 í sóttkví í Dalvíkurbyggð sem nemur hátt í 10% íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjóri segir mikinn samhug í samfélaginu en um 500 manns tóku þátt í rafrænum upplýsingafundi sem sveitarstjóri boðaði til síðdegis í dag. „Það eru 178 í sóttkví, það eru 1900 í öllu sveitarfélaginu þannig að þetta er heilmikill fjöldi. Það skýrist nú mest af því að við lentum með leikskólann í sóttkví. Öll börn og starfsmenn leikskólans á Krílakoti,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri í samtali við Vísi. „Það er mjög hátt hlutfall af þeim sem eru í sóttkví. Það verður ekki skimun fyrr en á fimmtudag eða föstudag núna í vikunni. Það verður í fyrsta lagi hægt að opna hann aftur á mánudag.“ Ekki fyrsta áskorunin sem Dalvíkingar takast á við á þessu ári Katrín segir að ekki hafi verið gripið til neinna sérstakra ráðstafana umfram það sem ráðlagt hefur verið af hálfu aðgerðastjórnar almannavarna, sóttvarnayfirvalda og heilsugæslunnar á svæðinu. „En við höfum verið að leitast við að upplýsa íbúa um alvarleika málsins og hvetja fólk til þess að fara að fullu eftir öllum sóttvarnareglum og gæta að sér og halda sig bara alveg til hlés næstu dagana,“ segir Katrín Fundurinn í dag hafi verið boðaður til að upplýsa íbúa um stöðu mála og helstu ráðstafanir en fulltrúar almannavarna og aðgerðarstjórnar tóku þátt í fundinum. „Þetta var mjög vel sóttur fundur, það voru hátt í fimm hundruð manns sem hlustuðu þannig að vonandi höfum við náð til íbúanna sem mest,“ segir Katrín. „Fólk hefur svo sem áhyggjur af stöðunni en ég held að þessi upplýsingafundur hafi kannski náð að róa fólk aðeins og veita svör við því sem íbúunum brennur á hjarta. Það er mjög mikill samhugur og samkennd hérna í samfélaginu. Þannig okkur tekst að sigrast á þessu eins og öðru sem að okkur hefur verið rétt upp í hendurnar á þessu ári,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dalvíkurbyggð Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
Öll leikskólabörn og starfsfólk leikskólans Krílakots á Dalvík eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn leikskólans greindust með covid-19. Alls eru nú 178 í sóttkví í Dalvíkurbyggð sem nemur hátt í 10% íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjóri segir mikinn samhug í samfélaginu en um 500 manns tóku þátt í rafrænum upplýsingafundi sem sveitarstjóri boðaði til síðdegis í dag. „Það eru 178 í sóttkví, það eru 1900 í öllu sveitarfélaginu þannig að þetta er heilmikill fjöldi. Það skýrist nú mest af því að við lentum með leikskólann í sóttkví. Öll börn og starfsmenn leikskólans á Krílakoti,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri í samtali við Vísi. „Það er mjög hátt hlutfall af þeim sem eru í sóttkví. Það verður ekki skimun fyrr en á fimmtudag eða föstudag núna í vikunni. Það verður í fyrsta lagi hægt að opna hann aftur á mánudag.“ Ekki fyrsta áskorunin sem Dalvíkingar takast á við á þessu ári Katrín segir að ekki hafi verið gripið til neinna sérstakra ráðstafana umfram það sem ráðlagt hefur verið af hálfu aðgerðastjórnar almannavarna, sóttvarnayfirvalda og heilsugæslunnar á svæðinu. „En við höfum verið að leitast við að upplýsa íbúa um alvarleika málsins og hvetja fólk til þess að fara að fullu eftir öllum sóttvarnareglum og gæta að sér og halda sig bara alveg til hlés næstu dagana,“ segir Katrín Fundurinn í dag hafi verið boðaður til að upplýsa íbúa um stöðu mála og helstu ráðstafanir en fulltrúar almannavarna og aðgerðarstjórnar tóku þátt í fundinum. „Þetta var mjög vel sóttur fundur, það voru hátt í fimm hundruð manns sem hlustuðu þannig að vonandi höfum við náð til íbúanna sem mest,“ segir Katrín. „Fólk hefur svo sem áhyggjur af stöðunni en ég held að þessi upplýsingafundur hafi kannski náð að róa fólk aðeins og veita svör við því sem íbúunum brennur á hjarta. Það er mjög mikill samhugur og samkennd hérna í samfélaginu. Þannig okkur tekst að sigrast á þessu eins og öðru sem að okkur hefur verið rétt upp í hendurnar á þessu ári,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dalvíkurbyggð Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira