Gærdagurinn ekki alslæmur fyrir Solskjær-fjölskylduna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2020 15:31 Ole Gunnar Solskjær ásamt sonum sínum, Noah og Elijah, eftir æfingaleik Manchester United og Kristiansund í fyrra. Noah Solskjær kom inn á fyrir Kristiansund gegn liði föðursins. getty/Trond Tandberg Þótt strákarnir hans Ole Gunnars Solskjær í Manchester United hafi tapað fyrir Arsenal, 0-1, í ensku úrvalsdeildinni var gærdagurinn ekki alslæmur fyrir Solskjær-fjölskylduna. Elsti sonur Solskjærs, Noah, lék nefnilega sinn fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni í gær. Hann kom inn á sem varamaður þegar Kristiansund tapaði fyrir toppliði Bodø/Glimt, 2-3, á heimavelli. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt og lagði upp sigurmark liðsins. Noah kom inn á undir lokin og var næstum því búinn að leggja upp mark á þeim stutta tíma sem hann var inni á vellinum. Noah hefur verið hjá Kristiansund síðan 2014. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins þegar Kristiansund mætti United í æfingaleik síðasta sumar. Lið föður hans hafði betur, 0-1, með marki Juans Mata. Ole Gunnar er frá Kristiansund og hóf ferilinn með Clausenengen þar í borg. Kristiansund BK, felagið sem Noah leikur með, varð til við samruna Kristiansund FK og Clausenengen 2003. Kristiansund er í 6. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Noah fæddist 8. júní 2000 og er því tvítugur að aldri. Hann er elsta barn Ole Gunnars og Silje Solskjær. Hann á yngri bróður, Elijah, og systur, Karna, sem er í unglingaliði United. Noah er örvfættur miðjumaður sem þykir búa yfir góðri tækni og lesa leikinn vel. Norski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Pogba fengið á sig þrjú víti í síðustu sex leikjum í byrjunarliði Í síðustu sex leikjum sínum í byrjunarliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni hefur Paul Pogba fengið á sig þrjár vítaspyrnur. Hann hefur hins vegar ekki komið með beinum hætti að marki í þessum sex deildarleikjum. 2. nóvember 2020 11:01 „Kannski var ég þreyttur og þess vegna gerði ég þessi heimskulegu mistök“ Paul Pogba viðurkenndi mistök sín eftir leik Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. 2. nóvember 2020 08:31 Keane reiddi hátt til höggs: „Sá enga leiðtoga hjá United“ Roy Keane dró hvergi af í gagnrýni sinni á sitt gamla lið eftir tap þess fyrir Arsenal í gær. 2. nóvember 2020 07:31 Arsenal sótti loks sigur á Old Trafford Arsenal gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Pierre-Emerick Aubameyang úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. 1. nóvember 2020 18:30 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Þótt strákarnir hans Ole Gunnars Solskjær í Manchester United hafi tapað fyrir Arsenal, 0-1, í ensku úrvalsdeildinni var gærdagurinn ekki alslæmur fyrir Solskjær-fjölskylduna. Elsti sonur Solskjærs, Noah, lék nefnilega sinn fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni í gær. Hann kom inn á sem varamaður þegar Kristiansund tapaði fyrir toppliði Bodø/Glimt, 2-3, á heimavelli. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt og lagði upp sigurmark liðsins. Noah kom inn á undir lokin og var næstum því búinn að leggja upp mark á þeim stutta tíma sem hann var inni á vellinum. Noah hefur verið hjá Kristiansund síðan 2014. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins þegar Kristiansund mætti United í æfingaleik síðasta sumar. Lið föður hans hafði betur, 0-1, með marki Juans Mata. Ole Gunnar er frá Kristiansund og hóf ferilinn með Clausenengen þar í borg. Kristiansund BK, felagið sem Noah leikur með, varð til við samruna Kristiansund FK og Clausenengen 2003. Kristiansund er í 6. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Noah fæddist 8. júní 2000 og er því tvítugur að aldri. Hann er elsta barn Ole Gunnars og Silje Solskjær. Hann á yngri bróður, Elijah, og systur, Karna, sem er í unglingaliði United. Noah er örvfættur miðjumaður sem þykir búa yfir góðri tækni og lesa leikinn vel.
Norski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Pogba fengið á sig þrjú víti í síðustu sex leikjum í byrjunarliði Í síðustu sex leikjum sínum í byrjunarliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni hefur Paul Pogba fengið á sig þrjár vítaspyrnur. Hann hefur hins vegar ekki komið með beinum hætti að marki í þessum sex deildarleikjum. 2. nóvember 2020 11:01 „Kannski var ég þreyttur og þess vegna gerði ég þessi heimskulegu mistök“ Paul Pogba viðurkenndi mistök sín eftir leik Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. 2. nóvember 2020 08:31 Keane reiddi hátt til höggs: „Sá enga leiðtoga hjá United“ Roy Keane dró hvergi af í gagnrýni sinni á sitt gamla lið eftir tap þess fyrir Arsenal í gær. 2. nóvember 2020 07:31 Arsenal sótti loks sigur á Old Trafford Arsenal gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Pierre-Emerick Aubameyang úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. 1. nóvember 2020 18:30 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Pogba fengið á sig þrjú víti í síðustu sex leikjum í byrjunarliði Í síðustu sex leikjum sínum í byrjunarliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni hefur Paul Pogba fengið á sig þrjár vítaspyrnur. Hann hefur hins vegar ekki komið með beinum hætti að marki í þessum sex deildarleikjum. 2. nóvember 2020 11:01
„Kannski var ég þreyttur og þess vegna gerði ég þessi heimskulegu mistök“ Paul Pogba viðurkenndi mistök sín eftir leik Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. 2. nóvember 2020 08:31
Keane reiddi hátt til höggs: „Sá enga leiðtoga hjá United“ Roy Keane dró hvergi af í gagnrýni sinni á sitt gamla lið eftir tap þess fyrir Arsenal í gær. 2. nóvember 2020 07:31
Arsenal sótti loks sigur á Old Trafford Arsenal gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Pierre-Emerick Aubameyang úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. 1. nóvember 2020 18:30