10 dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 12:31 Guðni Bergsson sem formaður KSÍ og svo sem fyrirliði íslenska landsliðsins fyrir sigurleik á móti Ungverjum. Samsett mynd Í dag eru tíu dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Vísir ætlar næstu daga að telja niður í þennan mikilvæga leik með fróðleiksmolum eða upprifjunum um viðureignir Íslendinga og Ungverja inn á knattspyrnuvellinum. Ungverjaland og Ísland hafa mæst ellefu sinnum hjá A-landsliði karla og íslenska landsliðið hefur aðeins unnið þrjá af þessum leikjunum. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands hefur spilað alla þessa þrjá sigurleiki íslenska landsliðsins á Ungverjum og er einn af fimm landsliðsmönnum sem unnu Ungverja þrisvar sinnum á árunum 1992 til 1995. Íslenska liðið vann 2-1 sigur í Búdapest í undankeppni HM í júní 1992, 2-0 sigur á Laugardalsvelli í sömu keppni ári síðar og loks 2-1 á Laugardalsvellinum í undankeppni EM í júnímánuði 1995. Fyrirsögnin í Tímanum eftir sigurleik á Ungverjum í júní 1993.Skjámynd/Úrklippa úr Tímanum 17. júní 1993 Hinir sem tóku þátt í öllum þessum þremur sigurleikjum voru þeir Birkir Kristinsson, Kristján Jónsson, Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson. Arnar Grétarsson kom inn á sem varamaður í einum leikjanna en annars voru þeir allir fimm alltaf í byrjunarliðinu. Guðni Bergsson lék við hlið Kristjáns Jónssonar í miðri vörn íslenska liðsins í öllum þremur leikjunum en Kristján spilaði lykilhlutverk í Framliðinu á þessum tíma. Ólafur Þórðarson, Eyjólfur Sverrisson og Arnór Guðjohnsen voru fastamenn í landsliðinu á þessu árum en misstu allir af 1992 leiknum vegna meiðsla en mikil forföll voru í íslenska liðinu í leiknum. Guðni var leikmaður Tottenham í fyrstu tveimur sigurleikjunum en var orðinn leikmaður Bolton í þeim síðasta. Guðni var ekki með fyrirliðabandið í fyrsta sigurleiknum en þá var Sigurður Grétarsson fyrirliði íslenska liðsins. Guðni var aftur á móti fyrirliði íslenska liðsins í sigurleikjunum á Laugardalsvellinum 3. júní 1993 og 11. júní 1995. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira
Í dag eru tíu dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Vísir ætlar næstu daga að telja niður í þennan mikilvæga leik með fróðleiksmolum eða upprifjunum um viðureignir Íslendinga og Ungverja inn á knattspyrnuvellinum. Ungverjaland og Ísland hafa mæst ellefu sinnum hjá A-landsliði karla og íslenska landsliðið hefur aðeins unnið þrjá af þessum leikjunum. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands hefur spilað alla þessa þrjá sigurleiki íslenska landsliðsins á Ungverjum og er einn af fimm landsliðsmönnum sem unnu Ungverja þrisvar sinnum á árunum 1992 til 1995. Íslenska liðið vann 2-1 sigur í Búdapest í undankeppni HM í júní 1992, 2-0 sigur á Laugardalsvelli í sömu keppni ári síðar og loks 2-1 á Laugardalsvellinum í undankeppni EM í júnímánuði 1995. Fyrirsögnin í Tímanum eftir sigurleik á Ungverjum í júní 1993.Skjámynd/Úrklippa úr Tímanum 17. júní 1993 Hinir sem tóku þátt í öllum þessum þremur sigurleikjum voru þeir Birkir Kristinsson, Kristján Jónsson, Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson. Arnar Grétarsson kom inn á sem varamaður í einum leikjanna en annars voru þeir allir fimm alltaf í byrjunarliðinu. Guðni Bergsson lék við hlið Kristjáns Jónssonar í miðri vörn íslenska liðsins í öllum þremur leikjunum en Kristján spilaði lykilhlutverk í Framliðinu á þessum tíma. Ólafur Þórðarson, Eyjólfur Sverrisson og Arnór Guðjohnsen voru fastamenn í landsliðinu á þessu árum en misstu allir af 1992 leiknum vegna meiðsla en mikil forföll voru í íslenska liðinu í leiknum. Guðni var leikmaður Tottenham í fyrstu tveimur sigurleikjunum en var orðinn leikmaður Bolton í þeim síðasta. Guðni var ekki með fyrirliðabandið í fyrsta sigurleiknum en þá var Sigurður Grétarsson fyrirliði íslenska liðsins. Guðni var aftur á móti fyrirliði íslenska liðsins í sigurleikjunum á Laugardalsvellinum 3. júní 1993 og 11. júní 1995. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira