Hamilton segir ekkert öruggt með framtíð sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. nóvember 2020 07:00 Gæti Lewis Hamilton kallað þetta gott þegar þessu keppnistímabili lýkur? Bryn Lennon/Getty Images Lewis Hamilton, einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, segir ekki endilega öruggt að hann verði áfram hjá bílaframleiðandanum Mercedes er samningu hans rennur út eftir yfirstandandi keppnistímabil. Hamilton vann í gær enn einn sigurinn í Formúlu 1. Hann er nú við það að jafna met Michael Schumacher yfir fjölda heimsmeistaratitla. Allt stefnir í sjöunda titil Hamilton sem væri jöfnun á meti þýsku goðsagnarinnar. Þrátt fyrir það segist Hamilton ekki viss um að hann verði enn í Formúlu 1 árið 2021. Mercedes have taken another record away from Ferrari by winning a seventh F1 constructors' championship in a row at Sunday's Emilia-Romagna GP.— Sky Sports (@SkySports) November 1, 2020 Hamilton var spurður út í mögulegt brotthvarf Toto Wolff, sá er mikilvægur hlekkur í Mercedes-keðjunni og óvíst hvað gerist fari svo að hann stígi til hliðar. „Ég veit ekki einu sinni hvort ég verði hérna á næsta ári svo það er ekki beint áhyggjuefni fyrir mig að svo stöddu,“ svaraði Hamilton. „Ég myndi vilja vera hérna áfram á næsta ári en það er ekkert öruggt hvað það varðar. Það er mikið sem heillar mig við eftir lífið. Svo tíminn mun leiða í ljós hvað gerðist,“ sagði heimspekilegur Hamilton eftir kappakstur gærdagsins. Hann á eflaust við lífið eftir Formúlu 1 – það er er hann hættir keppni – frekar en lífið eftir lífið sjálft. Formúla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton, einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, segir ekki endilega öruggt að hann verði áfram hjá bílaframleiðandanum Mercedes er samningu hans rennur út eftir yfirstandandi keppnistímabil. Hamilton vann í gær enn einn sigurinn í Formúlu 1. Hann er nú við það að jafna met Michael Schumacher yfir fjölda heimsmeistaratitla. Allt stefnir í sjöunda titil Hamilton sem væri jöfnun á meti þýsku goðsagnarinnar. Þrátt fyrir það segist Hamilton ekki viss um að hann verði enn í Formúlu 1 árið 2021. Mercedes have taken another record away from Ferrari by winning a seventh F1 constructors' championship in a row at Sunday's Emilia-Romagna GP.— Sky Sports (@SkySports) November 1, 2020 Hamilton var spurður út í mögulegt brotthvarf Toto Wolff, sá er mikilvægur hlekkur í Mercedes-keðjunni og óvíst hvað gerist fari svo að hann stígi til hliðar. „Ég veit ekki einu sinni hvort ég verði hérna á næsta ári svo það er ekki beint áhyggjuefni fyrir mig að svo stöddu,“ svaraði Hamilton. „Ég myndi vilja vera hérna áfram á næsta ári en það er ekkert öruggt hvað það varðar. Það er mikið sem heillar mig við eftir lífið. Svo tíminn mun leiða í ljós hvað gerðist,“ sagði heimspekilegur Hamilton eftir kappakstur gærdagsins. Hann á eflaust við lífið eftir Formúlu 1 – það er er hann hættir keppni – frekar en lífið eftir lífið sjálft.
Formúla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira