200 smit rakin beint eða óbeint til Landakots Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2020 12:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Rekja má 200 smit beint eða óbeint til smita á Landakoti. Hertar sóttvarnareglur hafa tekið gildi. 56 greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn. Af þeim 56 sem greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn voru 17 utan sóttkvíar. Enn eru 64 á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að rekja megi 200 smit beint eða óbeint til Landakots. „Ég gæti trúað því. Sú tala fer kannski eitthvað vaxandi en svo fara menn kannski að missa töluna á henni en hún er af þessari stærðargráðu,“ sagði Þórólfur. Fimmtíu litlar hópsýkingar á síðustu dögum Hann segir að um fimmtíu hópsýkingar hafi komið upp á síðustu dögum. „Á undanförnum dögum og vikum hafa verið i kringum fimmtíu litlar hópsýkingar með kannski fimm eða fleirum. Þannig að þetta eru mismunandi stórar sýkingar. Svo teygja þær sig í minni sýkingar. Þetta er eðli svona faraldrar að hegða sér þannig,“ sagði Þórólfur. Enn erum við að glíma við franska afbrigði veirunnar. „Það var spurning um einn einstakling sem virtist hafa annað afbrigði en það virtist ekkert hafa komið meira úr því enn sem komið er. Sem betur fer. Það eru smit í kringum þá sem hafa greinst á landamærunum. Það er nánasta fjölskylda og nánasti hópur. En það eru einstaka einstaklingar og það hefur ekki teygt sig neitt viðar.“ Þórólfur hefur haft áhyggjur af því að ástandið versni. „Ég held að til þess að koma í veg fyrir að við fáum hópsýkingar og reynum að ná þessari kúrfu niður - sérstaklega í ljósi erfiðrar stöðu á Landspítalanum sem gæti farið að hafa veruleg áhrif á aðra sjúklingahópa. Þá held ég að það sé nauðsynlegt að grípa til þessara harðari aðgerða núna,“ sagði Þórólfur. Kórónuveiran á bráðamótökunni í FossvogiVÍSIR Aðspurður hvaða úrræði séu eftir, versni staðan - segir Þórólfur margt í boði. „Við getum gripið til harðari úrræða en ég held að það sé ekki tímabært að spekúlera í því núna. Það borgar sig að einbeita sér vel að því sem við erum að gera og reyna að gera það vel,“ sagði Þórólfur. „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. Hertar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti í nótt og munu gilda til 17 nóvember. 10 manns mega koma saman að undanskildum útförum þar sem heimild er fyrir 30 manns. 50 manna hámarksfjöldi er í lyfja- og matvöruverslanir. Íþróttir og sviðslistir eru óheimilar og krám, skemmtistöðum og sundlaugum hefur verið skellt í lás. Börn 6 ára og eldri þurfa nú að lúta grímuskyldu og tveggja metra fjarlægðarreglu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36 56 innanlandssmit greindust í gær Alls greindust 56 með kórónuveiruna innanlands í gær. 39 af þessum 56 voru í sóttkví, eða 70 prósent. 31. október 2020 11:02 Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Rekja má 200 smit beint eða óbeint til smita á Landakoti. Hertar sóttvarnareglur hafa tekið gildi. 56 greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn. Af þeim 56 sem greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn voru 17 utan sóttkvíar. Enn eru 64 á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að rekja megi 200 smit beint eða óbeint til Landakots. „Ég gæti trúað því. Sú tala fer kannski eitthvað vaxandi en svo fara menn kannski að missa töluna á henni en hún er af þessari stærðargráðu,“ sagði Þórólfur. Fimmtíu litlar hópsýkingar á síðustu dögum Hann segir að um fimmtíu hópsýkingar hafi komið upp á síðustu dögum. „Á undanförnum dögum og vikum hafa verið i kringum fimmtíu litlar hópsýkingar með kannski fimm eða fleirum. Þannig að þetta eru mismunandi stórar sýkingar. Svo teygja þær sig í minni sýkingar. Þetta er eðli svona faraldrar að hegða sér þannig,“ sagði Þórólfur. Enn erum við að glíma við franska afbrigði veirunnar. „Það var spurning um einn einstakling sem virtist hafa annað afbrigði en það virtist ekkert hafa komið meira úr því enn sem komið er. Sem betur fer. Það eru smit í kringum þá sem hafa greinst á landamærunum. Það er nánasta fjölskylda og nánasti hópur. En það eru einstaka einstaklingar og það hefur ekki teygt sig neitt viðar.“ Þórólfur hefur haft áhyggjur af því að ástandið versni. „Ég held að til þess að koma í veg fyrir að við fáum hópsýkingar og reynum að ná þessari kúrfu niður - sérstaklega í ljósi erfiðrar stöðu á Landspítalanum sem gæti farið að hafa veruleg áhrif á aðra sjúklingahópa. Þá held ég að það sé nauðsynlegt að grípa til þessara harðari aðgerða núna,“ sagði Þórólfur. Kórónuveiran á bráðamótökunni í FossvogiVÍSIR Aðspurður hvaða úrræði séu eftir, versni staðan - segir Þórólfur margt í boði. „Við getum gripið til harðari úrræða en ég held að það sé ekki tímabært að spekúlera í því núna. Það borgar sig að einbeita sér vel að því sem við erum að gera og reyna að gera það vel,“ sagði Þórólfur. „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. Hertar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti í nótt og munu gilda til 17 nóvember. 10 manns mega koma saman að undanskildum útförum þar sem heimild er fyrir 30 manns. 50 manna hámarksfjöldi er í lyfja- og matvöruverslanir. Íþróttir og sviðslistir eru óheimilar og krám, skemmtistöðum og sundlaugum hefur verið skellt í lás. Börn 6 ára og eldri þurfa nú að lúta grímuskyldu og tveggja metra fjarlægðarreglu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36 56 innanlandssmit greindust í gær Alls greindust 56 með kórónuveiruna innanlands í gær. 39 af þessum 56 voru í sóttkví, eða 70 prósent. 31. október 2020 11:02 Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36
56 innanlandssmit greindust í gær Alls greindust 56 með kórónuveiruna innanlands í gær. 39 af þessum 56 voru í sóttkví, eða 70 prósent. 31. október 2020 11:02
Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37