Útilokar ekki harðari aðgerðir til að bjarga jólunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2020 13:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að hlutabótaleiðin verði framlengd fram á vor. Hún boðar jafnframt frekari efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. Þá útilokar hún ekki að grípið verði til enn hertari aðgerða fyrir jól. Þetta sagði Katrín í viðtali við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um hertar veiruaðgerðir í Hörpu í dag. Innt eftir því hvaða efnahagsaðgerðir væru væntanlegar vegna faraldursins benti Katrín á að þingið væri nú með til meðferðar frumvarp um lokunarstyrki sem skipti miklu máli fyrir þá sem loka hafa þurft rekstri sínum vegna veirunnar. Þá hefði verið lögð til ákveðin útvíkkun á tekjufallsstyrkjafrumvarpi sem er til meðferðar á þingi á ríkisstjórnarfundi í dag. Útvíkkunin geri ráð fyrir að styrkirnir nýtist fleirum en nú er. Félags- og barnamálaráðherra hafi jafnframt kynnt frumvarp sem miði að því að stilla betur af tekjutengdar atvinnuleysisbætur. „Það verður verkefni á meðan þessi faraldur er, að bregðast við,“ sagði Katrín. Hún væntir þess jafnframt að hlutabótaleiðin svokallaða, sem í gildi er til áramóta, verði framlengd fram á vor. Innt eftir því hvort einhugur hafi verið í ríkisstjórn um aðgerðirnar sem taka gildi nú á miðnætti sagði Katrín svo hafa verið. „Algjörlega. Það er búið að vera einhugur í ríkisstjórn í gegnum allt þetta ferli.“ Eftir því sem faraldrinum vindur fram væri þó eðlilegt að umræða og gagnrýni á aðgerðir aukist. Það var talað um það á fundinum að við gætum mögulega upplifað gleðileg jól og aðventu. Ef þetta tekst ekki, munuð þið herða frekar aðgerðir til að reyna að bjarga jólunum ef svo má segja? „Ég get auðvitað ekki alveg sagt til um það en ég held við getum ekki útilokað neitt í því sambandi. Við erum bara búin að læra það á þessum mánuðum sem liðnir eru að lofa ekki of miklu og útiloka ekkert.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að hlutabótaleiðin verði framlengd fram á vor. Hún boðar jafnframt frekari efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. Þá útilokar hún ekki að grípið verði til enn hertari aðgerða fyrir jól. Þetta sagði Katrín í viðtali við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um hertar veiruaðgerðir í Hörpu í dag. Innt eftir því hvaða efnahagsaðgerðir væru væntanlegar vegna faraldursins benti Katrín á að þingið væri nú með til meðferðar frumvarp um lokunarstyrki sem skipti miklu máli fyrir þá sem loka hafa þurft rekstri sínum vegna veirunnar. Þá hefði verið lögð til ákveðin útvíkkun á tekjufallsstyrkjafrumvarpi sem er til meðferðar á þingi á ríkisstjórnarfundi í dag. Útvíkkunin geri ráð fyrir að styrkirnir nýtist fleirum en nú er. Félags- og barnamálaráðherra hafi jafnframt kynnt frumvarp sem miði að því að stilla betur af tekjutengdar atvinnuleysisbætur. „Það verður verkefni á meðan þessi faraldur er, að bregðast við,“ sagði Katrín. Hún væntir þess jafnframt að hlutabótaleiðin svokallaða, sem í gildi er til áramóta, verði framlengd fram á vor. Innt eftir því hvort einhugur hafi verið í ríkisstjórn um aðgerðirnar sem taka gildi nú á miðnætti sagði Katrín svo hafa verið. „Algjörlega. Það er búið að vera einhugur í ríkisstjórn í gegnum allt þetta ferli.“ Eftir því sem faraldrinum vindur fram væri þó eðlilegt að umræða og gagnrýni á aðgerðir aukist. Það var talað um það á fundinum að við gætum mögulega upplifað gleðileg jól og aðventu. Ef þetta tekst ekki, munuð þið herða frekar aðgerðir til að reyna að bjarga jólunum ef svo má segja? „Ég get auðvitað ekki alveg sagt til um það en ég held við getum ekki útilokað neitt í því sambandi. Við erum bara búin að læra það á þessum mánuðum sem liðnir eru að lofa ekki of miklu og útiloka ekkert.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30
Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26
Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13