Vaktin: Hertar aðgerðir kynntar í Hörpu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2020 10:05 Ráðherrabílar lagðir fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun. Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan níu, hálftíma fyrr en vanalega, þar sem minnisblað sóttvarnalæknis er á dagskrá. Vísir/vilhelm Áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar verða kynntar í dag en boðað hefur verið að þær verði hertar frá því sem nú er. Fylgst verður með framvindu dagsins í beinni útsendingu hér á Vísi. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku frá honum í heild sinni. Helstu aðgerðir sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti á blaðamannafundinum og taka munu gildi strax á miðnætti eru þessar: Þyngst vegur það að samkomutakmarkanir fara úr tuttugu manns í tíu. Áfram gildir tveggja metra regla og aukin áhersla verður á grímunotkun. Krár og skemmtistaðir verða lokaðir, sundlaugar verða lokaðar, íþróttastarf leggst af og börn fædd 2015 og seinna eru undanskilin tveggja metra reglu, fjöldatakmarkanir og grímuskyldu. Gert er ráð fyrir að fleiri en tíu megi koma saman í matvöruverslunum og apótekum en í öðrum verslunum eru tíu manna takmörk. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en þar verði einhverjar takmarkanir. Þær verði kynntar um helgina. Þá hafi ríkisstjórnin stóraukið fjárframlög til menntakerfisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki hafi verið erfitt að ná samstöðu um aðgerðirnar. Hún bendir á að á fundinum hafi verið ræddar frekari efnahagsaðgerðir vegna faraldursins, til dæmis útvíkkun á tekjufallsstyrkjum og styrki til íþróttahreyfingarinnar. Fundur ríkisstjórnarinnar hófst klukkan níu í morgun í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tillögu að aðgerðum er á dagskrá. Þórólfur sagðist eftir blaðamannafundinn í Hörpu bjartsýnn á að aðgerðirnar beri árangur eftir eina til tvær vikur, taki allir þátt. Fylgst var með helstu tíðindum dagsins í vaktinni hér fyrir neðan.
Áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar verða kynntar í dag en boðað hefur verið að þær verði hertar frá því sem nú er. Fylgst verður með framvindu dagsins í beinni útsendingu hér á Vísi. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku frá honum í heild sinni. Helstu aðgerðir sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti á blaðamannafundinum og taka munu gildi strax á miðnætti eru þessar: Þyngst vegur það að samkomutakmarkanir fara úr tuttugu manns í tíu. Áfram gildir tveggja metra regla og aukin áhersla verður á grímunotkun. Krár og skemmtistaðir verða lokaðir, sundlaugar verða lokaðar, íþróttastarf leggst af og börn fædd 2015 og seinna eru undanskilin tveggja metra reglu, fjöldatakmarkanir og grímuskyldu. Gert er ráð fyrir að fleiri en tíu megi koma saman í matvöruverslunum og apótekum en í öðrum verslunum eru tíu manna takmörk. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en þar verði einhverjar takmarkanir. Þær verði kynntar um helgina. Þá hafi ríkisstjórnin stóraukið fjárframlög til menntakerfisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki hafi verið erfitt að ná samstöðu um aðgerðirnar. Hún bendir á að á fundinum hafi verið ræddar frekari efnahagsaðgerðir vegna faraldursins, til dæmis útvíkkun á tekjufallsstyrkjum og styrki til íþróttahreyfingarinnar. Fundur ríkisstjórnarinnar hófst klukkan níu í morgun í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tillögu að aðgerðum er á dagskrá. Þórólfur sagðist eftir blaðamannafundinn í Hörpu bjartsýnn á að aðgerðirnar beri árangur eftir eina til tvær vikur, taki allir þátt. Fylgst var með helstu tíðindum dagsins í vaktinni hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira