Nagelsmann: Ég er knattspyrnuþjálfari, ekki fyrirsæta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2020 19:00 Nagelsmann er ekki mikið fyrir að vera í þjálfaraúlpunni á hliðarlínunni. Vincent Mignott/Getty Images Topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, RB Leipzig, heimsótti Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Leipzig mætti þar Manchester United sem hefur átt erfitt uppdráttar á heimavelli til þessa á leiktíðinni en það var ekki raunin í gær. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær voru með tögl og haldir nær allan leikinn en það var varamaðurinn Marcus Rashford sem sökkti Þjóðverjunum með þremur mörkum á aðeins sextán mínútum. Þrátt fyrir 5-0 sigur Man United þá var klæðaburður Julian Nagelsmann – þjálfara Leipzig – til umræðu að leik loknum. Hinn 33 ára gamli Nagelsmann er talinn nokkurskonar undrabarn í þjálfun enda á þeim aldri að hann ætti frekar að vera spila heldur en að þjálfa. Nagelsmann hefur oftar en ekki vakið athygli fyrir „áhugaverðan“ klæðaburð á hliðarlínunni og gerði það svo sannarlega í gær. Honum til mikils ama. Julian Nagelsmann did not want to discuss his suit pic.twitter.com/0tQ5IKbnaZ— ESPN FC (@ESPNFC) October 29, 2020 „Ekki tala svona mikið um klæðaburð minn, ég klæðist því sem mér sýnist. Ég er knattspyrnuþjálfari, ekki fyrirsæta,“ sagði Nagelsmann í viðtali eftir leik er gefið var til kynna að engin heppni fylgdi jakkanum sem hann klæddist á Old Trafford. Klæðaburður Nagelsmann hefur ekki mikil áhrif á getu hans á hliðarlínunni enda er hann eins og áður sagði mikilsmetinn þjálfari í Evrópuboltanum. Fór Leipzig í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð undir hans stjórn og tróna sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Hér að neðan má til að mynda sjá klæðaburð Nagelsmann í undanúrslitaleiknum gegn Paris Saint-Germain á síðustu leiktíð. Nagelsmann á hliðarlínunni í leiknum gegn PSG á síðustu leiktíð.EPA-EFE/David Ramos Það verður því gaman að sjá hverju Nagelsmann klæðist er liðin mætast í síðari leik sínum í H-riðli Meistaradeildarinnar þann 8. desember næstkomandi. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, RB Leipzig, heimsótti Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Leipzig mætti þar Manchester United sem hefur átt erfitt uppdráttar á heimavelli til þessa á leiktíðinni en það var ekki raunin í gær. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær voru með tögl og haldir nær allan leikinn en það var varamaðurinn Marcus Rashford sem sökkti Þjóðverjunum með þremur mörkum á aðeins sextán mínútum. Þrátt fyrir 5-0 sigur Man United þá var klæðaburður Julian Nagelsmann – þjálfara Leipzig – til umræðu að leik loknum. Hinn 33 ára gamli Nagelsmann er talinn nokkurskonar undrabarn í þjálfun enda á þeim aldri að hann ætti frekar að vera spila heldur en að þjálfa. Nagelsmann hefur oftar en ekki vakið athygli fyrir „áhugaverðan“ klæðaburð á hliðarlínunni og gerði það svo sannarlega í gær. Honum til mikils ama. Julian Nagelsmann did not want to discuss his suit pic.twitter.com/0tQ5IKbnaZ— ESPN FC (@ESPNFC) October 29, 2020 „Ekki tala svona mikið um klæðaburð minn, ég klæðist því sem mér sýnist. Ég er knattspyrnuþjálfari, ekki fyrirsæta,“ sagði Nagelsmann í viðtali eftir leik er gefið var til kynna að engin heppni fylgdi jakkanum sem hann klæddist á Old Trafford. Klæðaburður Nagelsmann hefur ekki mikil áhrif á getu hans á hliðarlínunni enda er hann eins og áður sagði mikilsmetinn þjálfari í Evrópuboltanum. Fór Leipzig í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð undir hans stjórn og tróna sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Hér að neðan má til að mynda sjá klæðaburð Nagelsmann í undanúrslitaleiknum gegn Paris Saint-Germain á síðustu leiktíð. Nagelsmann á hliðarlínunni í leiknum gegn PSG á síðustu leiktíð.EPA-EFE/David Ramos Það verður því gaman að sjá hverju Nagelsmann klæðist er liðin mætast í síðari leik sínum í H-riðli Meistaradeildarinnar þann 8. desember næstkomandi.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira