Kristmann Eiðsson látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2020 16:55 Kristmann Eiðsson Kristmann Eiðsson, kennari og þýðandi, er látinn 84 ára gamall. Kristmann lést á Landakoti þriðjudaginn 27. október en kórónuveiran var banamein hans. Kristmann fæddist á Fáskrúðsfirði þann 27. maí árið 1936. Tveimur áratugum síðar lauk hann stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík. Um svipað leyti giftist hann Kristínu Þorsteinsdóttur, eiginkonu sinni til rúmlega sextíu ára. Kristín var ræstingastjóri á Landspítalanum. Hún féll frá árið 2017. Kristmann hóf starfsferil sinn sem blaðamaður hjá Frjálsri þjóð á sjötta áratugnum. Hann vann við blaðamennsku af og til eftir það. Þá starfaði Kristmann í á fjórða áratug sem kennari við Réttarholtsskóla í Reykjavík. Þar var enskukennsla í aðalhlutverki auk þess sem hann kenndi bæði íslensku og dönsku. Má ætla að þúsundir Íslendinga hafi hlotið leiðsögn Kristmanns í skólanum. Margir kannast við Kristmann fyrir þýðingar hans í Ríkissjónvarpinu. Þar þýddi hann marga af vinsælustu þáttum á dagskrá og má nefna Húsbændur og hjú sem dæmi. Þá hugkvæmdist honum að nefna erlendu þættina Holocaust Helförina. Fann hann þar gömlu íslensku orði nýja merkingu sem hefur síðan orðið virkt í tungumálinu. Kristmann hóf störf við þýðingar hjá Ríkisútvarpinu árið 1967 og starfaði fram á tíunda áratuginn. Kristmann lætur eftir sig fjögur börn, barnabörn og barnabarnabörn. Andlát Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Hópsýking á Landakoti Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kristmann Eiðsson, kennari og þýðandi, er látinn 84 ára gamall. Kristmann lést á Landakoti þriðjudaginn 27. október en kórónuveiran var banamein hans. Kristmann fæddist á Fáskrúðsfirði þann 27. maí árið 1936. Tveimur áratugum síðar lauk hann stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík. Um svipað leyti giftist hann Kristínu Þorsteinsdóttur, eiginkonu sinni til rúmlega sextíu ára. Kristín var ræstingastjóri á Landspítalanum. Hún féll frá árið 2017. Kristmann hóf starfsferil sinn sem blaðamaður hjá Frjálsri þjóð á sjötta áratugnum. Hann vann við blaðamennsku af og til eftir það. Þá starfaði Kristmann í á fjórða áratug sem kennari við Réttarholtsskóla í Reykjavík. Þar var enskukennsla í aðalhlutverki auk þess sem hann kenndi bæði íslensku og dönsku. Má ætla að þúsundir Íslendinga hafi hlotið leiðsögn Kristmanns í skólanum. Margir kannast við Kristmann fyrir þýðingar hans í Ríkissjónvarpinu. Þar þýddi hann marga af vinsælustu þáttum á dagskrá og má nefna Húsbændur og hjú sem dæmi. Þá hugkvæmdist honum að nefna erlendu þættina Holocaust Helförina. Fann hann þar gömlu íslensku orði nýja merkingu sem hefur síðan orðið virkt í tungumálinu. Kristmann hóf störf við þýðingar hjá Ríkisútvarpinu árið 1967 og starfaði fram á tíunda áratuginn. Kristmann lætur eftir sig fjögur börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Andlát Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Hópsýking á Landakoti Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira