Eins og hrekkjusvín sem stelur matarpeningum Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2020 13:30 Marcus Rashford átti magnaða innkomu á Old Trafford í gær. Getty/Matthew Peters Rio Ferdinand greip til athyglisverðrar myndlíkingar þegar hann tjáði sig um frammistöðu Marcus Rashford í 5-0 sigri Manchester United á RB Leipzig í Meistaradeildinni í gær. Rashford kom inn á sem varamaður og skoraði sína fyrstu þrennu á þeim hálftíma sem hann spilaði. Frammistaða hans utan vallar hefur ekki síður vakið athygli síðustu daga, þar sem hann hefur barist ötullega fyrir því að fátæk skólabörn fái fríar máltíðir. Ferdinand, sem lék með United á árunum 2002-2014, var ef til vill með félagsmálabaráttu Rashfords ofarlega í huga þegar hann fjallaði um frammistöðu hans gegn Leipzig, á BT Sport í gærkvöld: „Hann er sjóðandi heitur. Eina leiðin til að lýsa því hvernig hann kom inn og tók yfir leikinn er að þetta var eins og á skólaleikvelli þar sem að stóri strákurinn, úr sjötta bekk, kemur til að leika við krakkana í fyrsta bekk og lætur eins og hrekkjusvín við alla,“ sagði Ferdinand og bætti við: „Hann er of fljótur, of sterkur og tekur matarpeningana þeirra. Hann fór illa með alla og bar höfuð og herðar yfir aðra.“ Ferdinand hélt áfram og benti á hve illa Rashford hefði farið með Dayot Upamecano, miðvörð sem talinn var hafa spilað svo vel fyrir Leipzig á síðustu leiktíð og var í The Times orðaður við United. Leikmenn sem hafi verið dásamaðir fyrir leik og á síðustu leiktíð hafi litið út eins og skólastrákar á móti Rashford. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hélt upp á milljón undirskriftir með þrennu: Get ekki hætt að brosa Afmælisvika Marcus Rashford ætlar að verða ein sú minnisstæðasta á 23 ára ævi þessa snjalla knattspyrnumanns sem hefur unnið sér inn mikið lof bæði innan sem utan vallar. 29. október 2020 08:01 Solskjær hrósaði Rashford en sagði liðið hafa lagt grunninn að stórsigri kvöldsins Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 5-0 sigur liðsins á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 28. október 2020 23:01 Magnaður Rashford gerði þrennu er Man Utd gekk frá Leipzig Manchester United gekk einfaldlega frá RB Leipzig í uppgjöri toppliða H-riðils Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 5-0 á Old Trafford í kvöld. 28. október 2020 21:55 Klopp hrósar Rashford í hástert: Er stoltur af honum Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. 24. október 2020 10:30 Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Sjá meira
Rio Ferdinand greip til athyglisverðrar myndlíkingar þegar hann tjáði sig um frammistöðu Marcus Rashford í 5-0 sigri Manchester United á RB Leipzig í Meistaradeildinni í gær. Rashford kom inn á sem varamaður og skoraði sína fyrstu þrennu á þeim hálftíma sem hann spilaði. Frammistaða hans utan vallar hefur ekki síður vakið athygli síðustu daga, þar sem hann hefur barist ötullega fyrir því að fátæk skólabörn fái fríar máltíðir. Ferdinand, sem lék með United á árunum 2002-2014, var ef til vill með félagsmálabaráttu Rashfords ofarlega í huga þegar hann fjallaði um frammistöðu hans gegn Leipzig, á BT Sport í gærkvöld: „Hann er sjóðandi heitur. Eina leiðin til að lýsa því hvernig hann kom inn og tók yfir leikinn er að þetta var eins og á skólaleikvelli þar sem að stóri strákurinn, úr sjötta bekk, kemur til að leika við krakkana í fyrsta bekk og lætur eins og hrekkjusvín við alla,“ sagði Ferdinand og bætti við: „Hann er of fljótur, of sterkur og tekur matarpeningana þeirra. Hann fór illa með alla og bar höfuð og herðar yfir aðra.“ Ferdinand hélt áfram og benti á hve illa Rashford hefði farið með Dayot Upamecano, miðvörð sem talinn var hafa spilað svo vel fyrir Leipzig á síðustu leiktíð og var í The Times orðaður við United. Leikmenn sem hafi verið dásamaðir fyrir leik og á síðustu leiktíð hafi litið út eins og skólastrákar á móti Rashford.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hélt upp á milljón undirskriftir með þrennu: Get ekki hætt að brosa Afmælisvika Marcus Rashford ætlar að verða ein sú minnisstæðasta á 23 ára ævi þessa snjalla knattspyrnumanns sem hefur unnið sér inn mikið lof bæði innan sem utan vallar. 29. október 2020 08:01 Solskjær hrósaði Rashford en sagði liðið hafa lagt grunninn að stórsigri kvöldsins Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 5-0 sigur liðsins á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 28. október 2020 23:01 Magnaður Rashford gerði þrennu er Man Utd gekk frá Leipzig Manchester United gekk einfaldlega frá RB Leipzig í uppgjöri toppliða H-riðils Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 5-0 á Old Trafford í kvöld. 28. október 2020 21:55 Klopp hrósar Rashford í hástert: Er stoltur af honum Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. 24. október 2020 10:30 Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Sjá meira
Hélt upp á milljón undirskriftir með þrennu: Get ekki hætt að brosa Afmælisvika Marcus Rashford ætlar að verða ein sú minnisstæðasta á 23 ára ævi þessa snjalla knattspyrnumanns sem hefur unnið sér inn mikið lof bæði innan sem utan vallar. 29. október 2020 08:01
Solskjær hrósaði Rashford en sagði liðið hafa lagt grunninn að stórsigri kvöldsins Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 5-0 sigur liðsins á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 28. október 2020 23:01
Magnaður Rashford gerði þrennu er Man Utd gekk frá Leipzig Manchester United gekk einfaldlega frá RB Leipzig í uppgjöri toppliða H-riðils Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 5-0 á Old Trafford í kvöld. 28. október 2020 21:55
Klopp hrósar Rashford í hástert: Er stoltur af honum Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. 24. október 2020 10:30
Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31