Ferguson sagði Arnóri að Eiður yrði að beita þrýstingi Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2020 11:00 Eiður Smári Guðjohnsen fór frá Chelsea til Barcelona og var hluti af einu albesta knattspyrnuliði allra tíma. Getty/Mike Egerton Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður, rifjaði upp þessa tíma í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar þar sem hann er nýjasti gesturinn. Eiður hafði verið í sex ár hjá Chelsea og unnið tvo Englandsmeistaratitla undir stjórn Jose Mourinho, þegar hann ákvað að leita annað, þá 27 ára gamall. „Mér fannst svona á liðinu og Mourinho, að núna væri „momentið“ þar sem að Eiður yrði seldur. Ég átti fund með framkvæmdastjóranum Peter Kenyon og hann tekur undir að nú sé rétta momentið bæði fyrir félagið og hann sjálfan til að færa sig um set. Nema, að „þú mátt ekki fara með hann til Manchester United og ekki til Arsenal“. Hann mátti fara allt annað. En svo segir hann við mig; „Real Madrid er búið að biðja okkur um að selja hann ekki áður en þeir fá að bjóða í hann“,“ sagði Arnór. Ástæðan fyrir því að Real Madrid þurfti frest var sú að ekki var búið að velja nýjan forseta hjá félaginu. „Í millitíðinni kemur Barcelona og það var ekkert aftur snúið,“ sagði Arnór, en ekki munaði miklu að Eiður færi á Old Trafford og spilaði undir stjórn sir Alex Ferguson: „Ég talaði meira að segja við Ferguson sem hafði mjög mikinn áhuga á að fá hann. Hann segir við mig; „ef að það á að selja strák eins og Eið þá er ég knúinn til að koma inn í dæmið. En, þú verður algjörlega að sjá um að sú sala geti farið fram. Það er að segja, Eiður verður að hafa þannig þrýsting að fá að fara frá Chelsea til Manchester“,“ sagði Arnór. Ekki fór þó svo að Eiður setti sérstakan þrýsting á Chelsea um að fara til United: „Barcelona kemur inn það skömmu eftir þetta, og það gekk tiltölulega fljótt fyrir sig að klára það,“ sagði Arnór við Sölva. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan: Þátturinn á Youtube Þátturinn á Spotify Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Sjá meira
Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður, rifjaði upp þessa tíma í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar þar sem hann er nýjasti gesturinn. Eiður hafði verið í sex ár hjá Chelsea og unnið tvo Englandsmeistaratitla undir stjórn Jose Mourinho, þegar hann ákvað að leita annað, þá 27 ára gamall. „Mér fannst svona á liðinu og Mourinho, að núna væri „momentið“ þar sem að Eiður yrði seldur. Ég átti fund með framkvæmdastjóranum Peter Kenyon og hann tekur undir að nú sé rétta momentið bæði fyrir félagið og hann sjálfan til að færa sig um set. Nema, að „þú mátt ekki fara með hann til Manchester United og ekki til Arsenal“. Hann mátti fara allt annað. En svo segir hann við mig; „Real Madrid er búið að biðja okkur um að selja hann ekki áður en þeir fá að bjóða í hann“,“ sagði Arnór. Ástæðan fyrir því að Real Madrid þurfti frest var sú að ekki var búið að velja nýjan forseta hjá félaginu. „Í millitíðinni kemur Barcelona og það var ekkert aftur snúið,“ sagði Arnór, en ekki munaði miklu að Eiður færi á Old Trafford og spilaði undir stjórn sir Alex Ferguson: „Ég talaði meira að segja við Ferguson sem hafði mjög mikinn áhuga á að fá hann. Hann segir við mig; „ef að það á að selja strák eins og Eið þá er ég knúinn til að koma inn í dæmið. En, þú verður algjörlega að sjá um að sú sala geti farið fram. Það er að segja, Eiður verður að hafa þannig þrýsting að fá að fara frá Chelsea til Manchester“,“ sagði Arnór. Ekki fór þó svo að Eiður setti sérstakan þrýsting á Chelsea um að fara til United: „Barcelona kemur inn það skömmu eftir þetta, og það gekk tiltölulega fljótt fyrir sig að klára það,“ sagði Arnór við Sölva. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan: Þátturinn á Youtube Þátturinn á Spotify
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn