Sjáðu tíu þúsundasta markið í sögu Liverpool og mörk úr fleiri leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 09:00 Diogo Jota fagnar marki sínu á móti Midtjylland í gær. EPA-EFE/Michael Regan Það var að venju mikið fjör í Meistaradeildinni í fótbolta í gær þar sem ensku liðin Liverpool og Manchester City fögnuðu bæði sigri. Vísir er með mörkin úr fjórum leikjum. Diogo Jota tryggði Liverpool sigur á Sheffield United um síðustu helgi og í gær skoraði hann sögulegt mark fyrir félagið. Liverpool vann 2-0 sigur á danska félaginu Midtjylland á Anfield og er því með fullt hús eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni. Jota skoraði tíu þúsundasta markið í sögu Liverpool þegar hann kom Liverpool í 1-0 á móti Midtjylland í gær. Liverpool keypti portúgalska framherjann frá Úlfunum í haust og hann er farinn að láta til sín taka hjá nýju félagi. Mohamed Salah innsiglaði síðan sigurinn í blálokin með marki úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur. Manchester City byrjar líka mjög vel í Meistaradeildinni því liðið vann 3-0 útisigur á franska félaginu Marseille í gær. Ferran Torres, Oleksandr Zinchenko og Raheem Sterling skoruðu mörkin. Kevin de Bruyne var með fyrirliðabandið og lagði upp bæði fyrsta og þriðja markið fyrir félaga sína. Líkt og Jota, þá er Ferran Torres einnig nýr hjá Manchester City en hann spilaði í nýrri stöðu sem fremsti maður í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City í Meistaradeildinni. Það var mikið fjör í leikjum spænsku félaganna Real Madrid og Atletico Madrid í gær. Real Madrid bjargaði stigi á móti þýska félaginu Borussia Mönchengladbach með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins eftir að hafa verið 2-0 undir á 86. mínútu. Atletico Madrid vann á sama tíma 3-2 sigur á Red Bull Salzburg þar sem austuríska félagið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks. Tvö mörk frá Portúgalanum Joao Félix tryggðu Atletico aftur á móti sigurinn. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr þessum fjórum leikjum í gær. Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Midtjylland Klippa: Mörkin úr leik Marseille og Man City Klippa: Mörkin úr leik Gladbach og Real Madrid Klippa: Mörkin úr leik Atletico Madrid og RB Salzburg Meistaradeild Evrópu Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Sjá meira
Það var að venju mikið fjör í Meistaradeildinni í fótbolta í gær þar sem ensku liðin Liverpool og Manchester City fögnuðu bæði sigri. Vísir er með mörkin úr fjórum leikjum. Diogo Jota tryggði Liverpool sigur á Sheffield United um síðustu helgi og í gær skoraði hann sögulegt mark fyrir félagið. Liverpool vann 2-0 sigur á danska félaginu Midtjylland á Anfield og er því með fullt hús eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni. Jota skoraði tíu þúsundasta markið í sögu Liverpool þegar hann kom Liverpool í 1-0 á móti Midtjylland í gær. Liverpool keypti portúgalska framherjann frá Úlfunum í haust og hann er farinn að láta til sín taka hjá nýju félagi. Mohamed Salah innsiglaði síðan sigurinn í blálokin með marki úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur. Manchester City byrjar líka mjög vel í Meistaradeildinni því liðið vann 3-0 útisigur á franska félaginu Marseille í gær. Ferran Torres, Oleksandr Zinchenko og Raheem Sterling skoruðu mörkin. Kevin de Bruyne var með fyrirliðabandið og lagði upp bæði fyrsta og þriðja markið fyrir félaga sína. Líkt og Jota, þá er Ferran Torres einnig nýr hjá Manchester City en hann spilaði í nýrri stöðu sem fremsti maður í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City í Meistaradeildinni. Það var mikið fjör í leikjum spænsku félaganna Real Madrid og Atletico Madrid í gær. Real Madrid bjargaði stigi á móti þýska félaginu Borussia Mönchengladbach með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins eftir að hafa verið 2-0 undir á 86. mínútu. Atletico Madrid vann á sama tíma 3-2 sigur á Red Bull Salzburg þar sem austuríska félagið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks. Tvö mörk frá Portúgalanum Joao Félix tryggðu Atletico aftur á móti sigurinn. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr þessum fjórum leikjum í gær. Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Midtjylland Klippa: Mörkin úr leik Marseille og Man City Klippa: Mörkin úr leik Gladbach og Real Madrid Klippa: Mörkin úr leik Atletico Madrid og RB Salzburg
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Sjá meira