Rökuðu hárið af manni með hrossaklippum en brotið fyrnt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2020 20:47 Lýsingarnar í ákærunni þóttu hrottalegar. Getty Fimm manna hópur var í dag sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af því að hafa ruðst inn á heimili manns og rakað af honum mest allt hár á höfði hans og framan af augnabrúnum með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél. Héraðsdómur taldi sannað að minnst fjórir úr hópnum hafi ruðst inn á heimili mannsins og hárið hafi verið rakað af manninu. Dómurinn taldi brotin hins vegar fyrnd. Fimmenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa þann 11. ágúst 2016 ráðist inn á heimili mannsins, veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Fjórum var gefið að sök að hafa haldið honum nauðugum á meðan sá fimmti rakaði rakaði mest allt hárið af höfði hans og framan af augabrúnum, með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél sem ákærðu höfðu meðferðis. Hópurinn samanstóð af fjórum konum og einum karlmanni. Neituðu sök og könnuðust ekki við að hafa beitt manninn ofbeldi Þau voru einnig ákærð fyrir ólögmæta nauðung og kynferðislega áreitni gegn manninum. Var þremur af þeim gefið að sök að hafa haldið manninum niðri á meðan sá fjórði dró buxur hans niður fyrir rass og tróð rakvélinni á milli rasskinna mannsins, að endaþarmsopi hans, þar sem hún var skilin eftir í gangi. Maðurinn sem ráðist var á hlaut hrufl og nokkur grunn sár í hársverði á nokkrum stöðum, grunn sár og bólgu á enni, mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði, stirðleika í hálsi, eymsli við endaþarm auk þess sem að hann missti nærri allt hárið af höfði sér. Málið má rekja til ósættis sem varð eftir að maðurinn hafi eytt nóttinni með 18 ára gamalli stúlku, eins og það er orðað í dóminum. Var það sagt hafa lagst illa í vinkonur hennar og samtarfskonur. Hálfum mánuði síðar sagðist hann hafa vaknað við það að átta manns voru komnir inn í svefnherbergi til hans með umræddum afleiðingum. Taldi hann þá fimm sem ákærðir voru hafa verið að verki. Fimmenningarnir neituðu allir sök og könnuðust þeir ekki við að einhvers konar handalögmál hafi átt sér stað eða að hár hafi verið rakað af manninum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að telja verði sannað að minnst fjórir af þeim fimm sem voru ákærðir í málinu hafi ráðist inn til mannsins umrætt kvöld. Þá sé óumdeilanlegt að hárið hafi verið rakað af manninum og að telja verði að engum öðrum sé til að dreifa sem þar hafi getað átt hlut að máli nema fjórum af þeim fimm sem ákærðir voru. Brotin fyrnd og kynferðisleg áreitni ósönnuð Dómurinn taldi þessi brot þó vera fyrnd þar sem fjögur ár hafi liðið frá því að þau voru framin en ákæra var gefin út í fyrra. Þá þótti héraðsdómi ósannað að fimmenningarnir hafi gert sekir um kynferðsilega áreitni gegn manninum. Var hópurinn því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í málinu. Dómsmál Tengdar fréttir Hrottalegar lýsingar í sakamáli á Suðurlandi Fjórar konur og einn karlmaður hafa verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns og veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Grófu ofbeldi er lýst í ákærunni. 25. september 2020 09:56 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Fimm manna hópur var í dag sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af því að hafa ruðst inn á heimili manns og rakað af honum mest allt hár á höfði hans og framan af augnabrúnum með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél. Héraðsdómur taldi sannað að minnst fjórir úr hópnum hafi ruðst inn á heimili mannsins og hárið hafi verið rakað af manninu. Dómurinn taldi brotin hins vegar fyrnd. Fimmenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa þann 11. ágúst 2016 ráðist inn á heimili mannsins, veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Fjórum var gefið að sök að hafa haldið honum nauðugum á meðan sá fimmti rakaði rakaði mest allt hárið af höfði hans og framan af augabrúnum, með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél sem ákærðu höfðu meðferðis. Hópurinn samanstóð af fjórum konum og einum karlmanni. Neituðu sök og könnuðust ekki við að hafa beitt manninn ofbeldi Þau voru einnig ákærð fyrir ólögmæta nauðung og kynferðislega áreitni gegn manninum. Var þremur af þeim gefið að sök að hafa haldið manninum niðri á meðan sá fjórði dró buxur hans niður fyrir rass og tróð rakvélinni á milli rasskinna mannsins, að endaþarmsopi hans, þar sem hún var skilin eftir í gangi. Maðurinn sem ráðist var á hlaut hrufl og nokkur grunn sár í hársverði á nokkrum stöðum, grunn sár og bólgu á enni, mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði, stirðleika í hálsi, eymsli við endaþarm auk þess sem að hann missti nærri allt hárið af höfði sér. Málið má rekja til ósættis sem varð eftir að maðurinn hafi eytt nóttinni með 18 ára gamalli stúlku, eins og það er orðað í dóminum. Var það sagt hafa lagst illa í vinkonur hennar og samtarfskonur. Hálfum mánuði síðar sagðist hann hafa vaknað við það að átta manns voru komnir inn í svefnherbergi til hans með umræddum afleiðingum. Taldi hann þá fimm sem ákærðir voru hafa verið að verki. Fimmenningarnir neituðu allir sök og könnuðust þeir ekki við að einhvers konar handalögmál hafi átt sér stað eða að hár hafi verið rakað af manninum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að telja verði sannað að minnst fjórir af þeim fimm sem voru ákærðir í málinu hafi ráðist inn til mannsins umrætt kvöld. Þá sé óumdeilanlegt að hárið hafi verið rakað af manninum og að telja verði að engum öðrum sé til að dreifa sem þar hafi getað átt hlut að máli nema fjórum af þeim fimm sem ákærðir voru. Brotin fyrnd og kynferðisleg áreitni ósönnuð Dómurinn taldi þessi brot þó vera fyrnd þar sem fjögur ár hafi liðið frá því að þau voru framin en ákæra var gefin út í fyrra. Þá þótti héraðsdómi ósannað að fimmenningarnir hafi gert sekir um kynferðsilega áreitni gegn manninum. Var hópurinn því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í málinu.
Dómsmál Tengdar fréttir Hrottalegar lýsingar í sakamáli á Suðurlandi Fjórar konur og einn karlmaður hafa verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns og veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Grófu ofbeldi er lýst í ákærunni. 25. september 2020 09:56 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Hrottalegar lýsingar í sakamáli á Suðurlandi Fjórar konur og einn karlmaður hafa verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns og veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Grófu ofbeldi er lýst í ákærunni. 25. september 2020 09:56