Norskur FIFA-dómari kom út úr skápnum og á alla forsíðuna hjá VG í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 09:30 Tom Harald Hagen að dæma Evrópudeildarleik á milli Newcastle United og FC Metalist Kharkiv á St James' Park. Getty/Stu Forster Stærsta blað Norðmanna fagnar því að einn fremsti FIFA-dómari Norðmanna hafi kom út úr skápnum í gær. Norski FIFA-dómarinn Tom Harald Hagen sagði frá því í viðtali við staðablaðið sitt Glåmdalen í gær að hann sé samkynhneigður. Norska stórblaðið Verdens Gang gerir mikið úr því í gær og dag að einn besti knattspyrnudómari landsins hafi komið út úr skápnum. Hingað til hefur enginn knattspyrnumaður eða knattspyrnuþjálfari í Noregi komið út út skápnum sem hommi og þykir ákvörðun Tom Harald Hagen vera bæði hugrökk og mikil himnasending í baráttunni við fordóma gagnvart samkynhneigð í norskum fótbolta. Tom Harald Hagen á þannig alla forsíðuna á íþróttakálfi Verdens Gang í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má sjá risastóra mynd af Hagen og um leið er titill blaðsins í öllum regnbogans litum. Vår forside i morgen pic.twitter.com/BLla2tEPGu— VG Sporten (@vgsporten) October 26, 2020 „Ég hef hægt og rólega fengið meira sjálfstraust og lífið mitt er gott í dag. Mér finnst það mikilvægt að fela ekkert og þar á meðal það að ég sé samkynhneigður. Ég hef lifað þannig allt mitt líf og það er ekki eitthvað sem ég að hugsa um. Það er mitt daglegt líf, mín sambönd, mín fjölskylda og mín fótboltafjölskylda. Ég get farið út með höfuðið hátt nema þegar ég klúðra einhverjum ákvörðunum á fótboltavellinum,“ sagði Tom Harald Hagen í viðtalinu úr Glåmdalen sem Verdens Gang fékk að endurbirta. Hagen segir að það sé örlítið ógnvekjandi að koma fram með þetta í fjölmiðlum en er á því að tímasetningin sé góð. Tom Harald Hagen er 42 ára gamall, hefur dæmt í norsku úrvalsdeildinni í fjórtán ár og hefur verið alþjóðlegur dómari frá árinu 2009. Toppdommer Tom Harald Hagen står frem som homofil https://t.co/tkf24aXUEx— VG Sporten (@vgsporten) October 26, 2020 Norski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Stærsta blað Norðmanna fagnar því að einn fremsti FIFA-dómari Norðmanna hafi kom út úr skápnum í gær. Norski FIFA-dómarinn Tom Harald Hagen sagði frá því í viðtali við staðablaðið sitt Glåmdalen í gær að hann sé samkynhneigður. Norska stórblaðið Verdens Gang gerir mikið úr því í gær og dag að einn besti knattspyrnudómari landsins hafi komið út úr skápnum. Hingað til hefur enginn knattspyrnumaður eða knattspyrnuþjálfari í Noregi komið út út skápnum sem hommi og þykir ákvörðun Tom Harald Hagen vera bæði hugrökk og mikil himnasending í baráttunni við fordóma gagnvart samkynhneigð í norskum fótbolta. Tom Harald Hagen á þannig alla forsíðuna á íþróttakálfi Verdens Gang í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má sjá risastóra mynd af Hagen og um leið er titill blaðsins í öllum regnbogans litum. Vår forside i morgen pic.twitter.com/BLla2tEPGu— VG Sporten (@vgsporten) October 26, 2020 „Ég hef hægt og rólega fengið meira sjálfstraust og lífið mitt er gott í dag. Mér finnst það mikilvægt að fela ekkert og þar á meðal það að ég sé samkynhneigður. Ég hef lifað þannig allt mitt líf og það er ekki eitthvað sem ég að hugsa um. Það er mitt daglegt líf, mín sambönd, mín fjölskylda og mín fótboltafjölskylda. Ég get farið út með höfuðið hátt nema þegar ég klúðra einhverjum ákvörðunum á fótboltavellinum,“ sagði Tom Harald Hagen í viðtalinu úr Glåmdalen sem Verdens Gang fékk að endurbirta. Hagen segir að það sé örlítið ógnvekjandi að koma fram með þetta í fjölmiðlum en er á því að tímasetningin sé góð. Tom Harald Hagen er 42 ára gamall, hefur dæmt í norsku úrvalsdeildinni í fjórtán ár og hefur verið alþjóðlegur dómari frá árinu 2009. Toppdommer Tom Harald Hagen står frem som homofil https://t.co/tkf24aXUEx— VG Sporten (@vgsporten) October 26, 2020
Norski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira