Ronald Koeman um VAR: Bara notað til að dæma gegn Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 10:31 Ronald Koeman á hliðarlínunni í leik Barcelona og Real Madrid um helgina. AP/Joan Monfort Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, var mjög ósáttur með vítið sem Varsjáin gaf Real Madrid í El Clasico um helgina. Real Madrid vann leikinn 3-1. Lykilatriði í leiknum var þegar Sergio Ramos fékk og skoraði úr vítaspyrnu sem kom Real Madrid yfir í 2-1. Dómarinn sá ekki brotið en það var tekið fyrir af myndbandadómurum. Þeir dæmdu að Clement Lenglet hefði togað í treyju Sergio Ramos og Real Madrid fékk víti sem Ramos skoraði úr sjálfur af öryggi. Barcelona vildi tvisvar sinnum fá vítaspyrnu en ekkert var dæmdi, hvorki af dómara leiksins eða Varsjánni. „Ég skil ekki VAR. Ég held að það sé bara notað til að dæma gegn Barcelona,“ sagði Ronald Koeman fúll eftir leikinn en BBC segir frá. Hér fyrir neðan má sjá það sem Barcelona setti inn á Twitter síðu sína þar sem Koeman var að tala um dómarann. Ronald Koeman speaks about the VAR pic.twitter.com/TThcUzzsGD— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 24, 2020 Barcelona liðið hefur aðeins náð í sjö stig úr fyrstu fimm leikjum sínum sem þykir ekki gott á þeim bænum en Ronald Koeman er á sínu fyrsta tímabili með liðið. „Það er alltaf svona peysutog í gangi í teignum og mér fannst Ramos brjóta fyrst á Lenglet. Það var vissulega peysutog en ekki svo mikið að hann þyrfti að falla í jörðina eins og hann gerði. Að mínu mati þá var þetta ekki vítaspyrna,“ sagði Koeman. „Við erum búnir að spila fimm leiki og VAR hefur bara verið notað gegn okkur. Það hefur aldrei neitt fallið með okkur,“ sagði Koeman. „Þessi ákvörðun hefur risa áhrif á niðurstöðu leiksins því við vorum að spila vel fram að vítaspyrnudómnum,“ sagði Koeman. Sergio Ramos gaf lítið fyrir þá skoðun hollenska knattspyrnustjórans. „Þetta var augljós vítaspyrna. Hann hélt í treyjuna mína þegar ég var að hoppa upp í boltann. Þetta gæti ekki verið augljósara. Það er ósanngjarnt að gagnrýna dómarann fyrir svona pottþétta ákvörðun,“ sagði Sergio Ramos. Real Madrid náði sex stiga forystu á Barcelona með þessum sigri en Real liðið er í öðru sæti deildarinnar einu stigi á eftir Real Sociedad. Spænski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Sjá meira
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, var mjög ósáttur með vítið sem Varsjáin gaf Real Madrid í El Clasico um helgina. Real Madrid vann leikinn 3-1. Lykilatriði í leiknum var þegar Sergio Ramos fékk og skoraði úr vítaspyrnu sem kom Real Madrid yfir í 2-1. Dómarinn sá ekki brotið en það var tekið fyrir af myndbandadómurum. Þeir dæmdu að Clement Lenglet hefði togað í treyju Sergio Ramos og Real Madrid fékk víti sem Ramos skoraði úr sjálfur af öryggi. Barcelona vildi tvisvar sinnum fá vítaspyrnu en ekkert var dæmdi, hvorki af dómara leiksins eða Varsjánni. „Ég skil ekki VAR. Ég held að það sé bara notað til að dæma gegn Barcelona,“ sagði Ronald Koeman fúll eftir leikinn en BBC segir frá. Hér fyrir neðan má sjá það sem Barcelona setti inn á Twitter síðu sína þar sem Koeman var að tala um dómarann. Ronald Koeman speaks about the VAR pic.twitter.com/TThcUzzsGD— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 24, 2020 Barcelona liðið hefur aðeins náð í sjö stig úr fyrstu fimm leikjum sínum sem þykir ekki gott á þeim bænum en Ronald Koeman er á sínu fyrsta tímabili með liðið. „Það er alltaf svona peysutog í gangi í teignum og mér fannst Ramos brjóta fyrst á Lenglet. Það var vissulega peysutog en ekki svo mikið að hann þyrfti að falla í jörðina eins og hann gerði. Að mínu mati þá var þetta ekki vítaspyrna,“ sagði Koeman. „Við erum búnir að spila fimm leiki og VAR hefur bara verið notað gegn okkur. Það hefur aldrei neitt fallið með okkur,“ sagði Koeman. „Þessi ákvörðun hefur risa áhrif á niðurstöðu leiksins því við vorum að spila vel fram að vítaspyrnudómnum,“ sagði Koeman. Sergio Ramos gaf lítið fyrir þá skoðun hollenska knattspyrnustjórans. „Þetta var augljós vítaspyrna. Hann hélt í treyjuna mína þegar ég var að hoppa upp í boltann. Þetta gæti ekki verið augljósara. Það er ósanngjarnt að gagnrýna dómarann fyrir svona pottþétta ákvörðun,“ sagði Sergio Ramos. Real Madrid náði sex stiga forystu á Barcelona með þessum sigri en Real liðið er í öðru sæti deildarinnar einu stigi á eftir Real Sociedad.
Spænski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn