Pique sendir stjórn Barcelona pillu nokkrum dögum eftir nýjan samning Arnar Geir Halldórsson skrifar 24. október 2020 12:31 Gerard Pique, Lionel Messi. vísir/Getty Eldfimt ástand ríkir innan herbúða spænska stórveldisins Barcelona og einn reynslumesti leikmaður félagsins, Gerard Pique, gagnrýnir stjórn félagsins harkalega fyrir samskipti sín við aðalstjörnu félagsins, Lionel Messi í sumar. Messi hefur látið í sér heyra og gagnrýnt stjórnarhætti í félaginu. Hann fékk algjörlega nóg í sumar og óskaði eftir því að fá að yfirgefa félagið. Þessi 33 ára gamli Argentínumaður, sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar, fékk þá ósk sína ekki uppfyllta og er enn leikmaður Barcelona í dag. Pique, einnig 33 ára, gerði á dögunum nýjan þriggja ára samning við félagið en hann segir engu að síður skömm að því hvernig komið hafi verið fram við Messi í sumar. „Ég spyr mig að því hvernig stendur á því að besti leikmaður til að spila leikinn og við höfum verið svo heppnir að njóta krafta hans, að hann vakni upp einn daginn og þurfi að senda fax af því að honum líður eins og það sé ekki hlustað á hann,“ segir Pique. „Þetta er fáranlegt. Hvað er í gangi? Messi á allt skilið. Nýi völlurinn ætti að vera skírður eftir honum. Hann er táknmynd félagsins og við eigum að virða hann eftir því. Þetta fer virkilega í taugarnar á mér,“ segir Pique. Þeir félagar verða í eldlínunni á Nývangi í dag þegar Barcelona fær Real Madrid í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni. Leikurinn í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 13:45. Spænski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Eldfimt ástand ríkir innan herbúða spænska stórveldisins Barcelona og einn reynslumesti leikmaður félagsins, Gerard Pique, gagnrýnir stjórn félagsins harkalega fyrir samskipti sín við aðalstjörnu félagsins, Lionel Messi í sumar. Messi hefur látið í sér heyra og gagnrýnt stjórnarhætti í félaginu. Hann fékk algjörlega nóg í sumar og óskaði eftir því að fá að yfirgefa félagið. Þessi 33 ára gamli Argentínumaður, sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar, fékk þá ósk sína ekki uppfyllta og er enn leikmaður Barcelona í dag. Pique, einnig 33 ára, gerði á dögunum nýjan þriggja ára samning við félagið en hann segir engu að síður skömm að því hvernig komið hafi verið fram við Messi í sumar. „Ég spyr mig að því hvernig stendur á því að besti leikmaður til að spila leikinn og við höfum verið svo heppnir að njóta krafta hans, að hann vakni upp einn daginn og þurfi að senda fax af því að honum líður eins og það sé ekki hlustað á hann,“ segir Pique. „Þetta er fáranlegt. Hvað er í gangi? Messi á allt skilið. Nýi völlurinn ætti að vera skírður eftir honum. Hann er táknmynd félagsins og við eigum að virða hann eftir því. Þetta fer virkilega í taugarnar á mér,“ segir Pique. Þeir félagar verða í eldlínunni á Nývangi í dag þegar Barcelona fær Real Madrid í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni. Leikurinn í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 13:45.
Spænski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira