„Þetta er harmleikur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2020 20:01 Guttormur er með búskap á bænum Grænumýri ásamt konu sinni og fjórum ungum börnum. Facebook/Guttormur Hrafn Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. Riðuveiki greindist í sauðfé á bænum Stóru Ökrum 1 í gær og er sterkur grunur um riðusmit á þremur bæjum til viðbótar, þar á meðal Grænumýri. Endanleg niðurstaða mun þó ekki liggja fyrir fyrr en seint á þriðjudag. Riða hefur greinst á bæjunum þremur í fé sem var annað hvort keypt eða gefið frá Stóru Ökrum. Útlit er fyrir að farga þurfi hátt í þrjú þúsund fjár. Guttormur Hrafn Stefánsson, bóndi á Grænumýri, segir samfélagið lamað vegna veikinnar. „Við erum öll mjög slegin og samfélagið er bara lamað hér í sveitinni. Við vonum að það séu bjartri tímar fram undan,“ segir Guttormur í samtali við fréttastofu. „Þetta er alveg ömurlegt, það er ekkert öðruvísi. Þetta eru bara hamfarir og alveg svakalegur skellur fyrir allt samfélagið hérna í heild,“ segir Guttormur. Hann segist ekki hafa séð að kindurnar á bænum séu orðnar veikar. Sýni var tekið úr hrúti sem kom frá Stóru Ökrum árið 2017 riða greindist. Hann segir að sýni úr fleiri kindum hafi verið tekin en niðurstöður liggi ekki fyrir. Hann segist ekki viss um hvort þau muni halda áfram búskap. Of snemmt sé að segja til um það. „Nú tekur við tveggja ára fjárleysi og hreinsun á útihúsum og umhverfi. Svo er bara að sjá til eftir þann tíma, ég hugsa að við getum ekki gert neitt annað,“ segir Guttormur. „Þetta er harmleikur, það stunda þetta allir með góðri trú að ekkert svona sé á svæðinu. En þetta gerðist ekkert í gær, það er greinilegt að það eru þónokkur ár síðan þetta smit fer af stað. Ég fæ hrútinn 2017 og ég hef ekki tekið eftir neinu sem bendir til þess að hann sé með þennan sjúkdóm.“ Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sjá meira
Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. Riðuveiki greindist í sauðfé á bænum Stóru Ökrum 1 í gær og er sterkur grunur um riðusmit á þremur bæjum til viðbótar, þar á meðal Grænumýri. Endanleg niðurstaða mun þó ekki liggja fyrir fyrr en seint á þriðjudag. Riða hefur greinst á bæjunum þremur í fé sem var annað hvort keypt eða gefið frá Stóru Ökrum. Útlit er fyrir að farga þurfi hátt í þrjú þúsund fjár. Guttormur Hrafn Stefánsson, bóndi á Grænumýri, segir samfélagið lamað vegna veikinnar. „Við erum öll mjög slegin og samfélagið er bara lamað hér í sveitinni. Við vonum að það séu bjartri tímar fram undan,“ segir Guttormur í samtali við fréttastofu. „Þetta er alveg ömurlegt, það er ekkert öðruvísi. Þetta eru bara hamfarir og alveg svakalegur skellur fyrir allt samfélagið hérna í heild,“ segir Guttormur. Hann segist ekki hafa séð að kindurnar á bænum séu orðnar veikar. Sýni var tekið úr hrúti sem kom frá Stóru Ökrum árið 2017 riða greindist. Hann segir að sýni úr fleiri kindum hafi verið tekin en niðurstöður liggi ekki fyrir. Hann segist ekki viss um hvort þau muni halda áfram búskap. Of snemmt sé að segja til um það. „Nú tekur við tveggja ára fjárleysi og hreinsun á útihúsum og umhverfi. Svo er bara að sjá til eftir þann tíma, ég hugsa að við getum ekki gert neitt annað,“ segir Guttormur. „Þetta er harmleikur, það stunda þetta allir með góðri trú að ekkert svona sé á svæðinu. En þetta gerðist ekkert í gær, það er greinilegt að það eru þónokkur ár síðan þetta smit fer af stað. Ég fæ hrútinn 2017 og ég hef ekki tekið eftir neinu sem bendir til þess að hann sé með þennan sjúkdóm.“
Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sjá meira
Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23
Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11