Landssamband lögreglumanna íhugar málsókn vegna meiðyrða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2020 18:00 Snorri segir mikið ósætti meðal lögreglumanna vegna umræðunnar um fánana. Eggert Jóhannesson - Vísir/Baldur Formaður Landssambands lögreglumanna segir það koma til greina að einstaklingar sem hafi látið gróf ummæli falla á netinu um fánamálið svokallaða verði lögsóttir. Hann segir lögreglumenn ósátta með það hvernig málið hefur þróast. Talsverð reiði hefur birst á samfélagsmiðlum undanfarna daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn afar ósátta með umræðuna. Fólk hafi verið kallað öllum illum nöfnum, rasista, fasista og nasista jafnvel og svo lengi mætti telja. Hann segist hafa heyrt af því að umræðan hafi verið einkar svæsin á Pírataspjallinu svokallaða, sem er Facebook-hópur Pírata. „Ég hef ekki séð það sem þar fer fram en heyrt af ýmsu sem þar hefur verið skrifar og það nær ekki nokkurri átt að fólk skuli leifa sér að skrifa sumt af því sem það setur þarna inn og fella þarna undir heila starfsstétt fólks sem fer út hvern einasta dag og vinnur sína vinnu eins og hver annar,“ segir Snorri í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segist sannfærður um að margir myndu ekki segja þá hluti sem þeir hafa birt á netinu við lögreglumenn augliti til auglits. „Það er svo margt sem fólk leifir sér í skjóli nafnleyndar á svona samfélagsmiðlum, því miður, og illa ígrundað og illa hugsað. Það liggur fyrir varðandi þetta tiltekna mál að lögreglukonan sem á þarna hlut að máli hefur nú þegar beðist afsökunar á þessu og gerði sér enga grein fyrir því hvað þessi neðsti fáni, sem mesti virðist hafa farið fyrir brjóstið á fólki, mögulega táknar,“ segir Snorri. Segir fánann koma frá norska hernum Hann segir það koma til greina að fólk verði lögsótt vegna ummæla sem það hefur látið falla. „Það verður að koma í ljós eftir því hvernig málið þróast. Það er augljóslega uppi á borði, það er alveg klárt mál,“ segir Snorri. „Ég er búinn að funda um þetta með okkar lögmönnum til að sjá hvernig hægt er að nálgast þessa vinnu í framhaldinu.“ Þá sé fáninn sem hafi verið mest til umræðu, svokallaður Vínlandsfáni, norskur að uppruna. „Þessi tiltekni fáni sem þarna virðist birtast mynd af hann er norskur, kemur frá norska hernum, er notaður þar sem hluti af felulitabúningum sem norskir hermenn eru í starfandi á erlendri grundu,“ segir Snorri. „Það er hins vegar þannig líka með mörg svona merki að þau fá á sig slyðruorð því miður vegna þess að hópar einstaklinga taka þetta upp og nota þetta í svona negatívum tilgangi. Það var ekki það sem þarna var á bak við, alls ekki. Og það er þegar búið að biðjast afsökunar á þessu og útskýra þetta meðal annars með því að viðkomandi hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað þetta væri. Ég hafði sjálfur ekki hugmynd um þennan fána fyrr en ég sá þessa mynd í fjölmiðlum og fór að leita mér upplýsinga um hann.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Snorra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Lögreglan Reykjavík síðdegis Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. 23. október 2020 11:49 Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Formaður Landssambands lögreglumanna segir það koma til greina að einstaklingar sem hafi látið gróf ummæli falla á netinu um fánamálið svokallaða verði lögsóttir. Hann segir lögreglumenn ósátta með það hvernig málið hefur þróast. Talsverð reiði hefur birst á samfélagsmiðlum undanfarna daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn afar ósátta með umræðuna. Fólk hafi verið kallað öllum illum nöfnum, rasista, fasista og nasista jafnvel og svo lengi mætti telja. Hann segist hafa heyrt af því að umræðan hafi verið einkar svæsin á Pírataspjallinu svokallaða, sem er Facebook-hópur Pírata. „Ég hef ekki séð það sem þar fer fram en heyrt af ýmsu sem þar hefur verið skrifar og það nær ekki nokkurri átt að fólk skuli leifa sér að skrifa sumt af því sem það setur þarna inn og fella þarna undir heila starfsstétt fólks sem fer út hvern einasta dag og vinnur sína vinnu eins og hver annar,“ segir Snorri í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segist sannfærður um að margir myndu ekki segja þá hluti sem þeir hafa birt á netinu við lögreglumenn augliti til auglits. „Það er svo margt sem fólk leifir sér í skjóli nafnleyndar á svona samfélagsmiðlum, því miður, og illa ígrundað og illa hugsað. Það liggur fyrir varðandi þetta tiltekna mál að lögreglukonan sem á þarna hlut að máli hefur nú þegar beðist afsökunar á þessu og gerði sér enga grein fyrir því hvað þessi neðsti fáni, sem mesti virðist hafa farið fyrir brjóstið á fólki, mögulega táknar,“ segir Snorri. Segir fánann koma frá norska hernum Hann segir það koma til greina að fólk verði lögsótt vegna ummæla sem það hefur látið falla. „Það verður að koma í ljós eftir því hvernig málið þróast. Það er augljóslega uppi á borði, það er alveg klárt mál,“ segir Snorri. „Ég er búinn að funda um þetta með okkar lögmönnum til að sjá hvernig hægt er að nálgast þessa vinnu í framhaldinu.“ Þá sé fáninn sem hafi verið mest til umræðu, svokallaður Vínlandsfáni, norskur að uppruna. „Þessi tiltekni fáni sem þarna virðist birtast mynd af hann er norskur, kemur frá norska hernum, er notaður þar sem hluti af felulitabúningum sem norskir hermenn eru í starfandi á erlendri grundu,“ segir Snorri. „Það er hins vegar þannig líka með mörg svona merki að þau fá á sig slyðruorð því miður vegna þess að hópar einstaklinga taka þetta upp og nota þetta í svona negatívum tilgangi. Það var ekki það sem þarna var á bak við, alls ekki. Og það er þegar búið að biðjast afsökunar á þessu og útskýra þetta meðal annars með því að viðkomandi hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað þetta væri. Ég hafði sjálfur ekki hugmynd um þennan fána fyrr en ég sá þessa mynd í fjölmiðlum og fór að leita mér upplýsinga um hann.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Snorra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Lögreglan Reykjavík síðdegis Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. 23. október 2020 11:49 Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. 23. október 2020 11:49
Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35
Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16