Breyta þurfi reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. október 2020 19:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að allir lögreglustjórar landsins hafi komið því skýrt á framfæri við lögregluliðin að persónuleg merki á einkennisbúningnum verði ekki liðinn. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ríkislögreglustjóri telur að breyta þurfi reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna eftir að fánamálið svokallaða kom upp. Allir lögreglustjórar landsins hafi komið því skýrt á framfæri við lögregluliðin að persónuleg merki á einkennisbúningnum verði ekki liðinn. Talsverð reiði hefur birts á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. „Okkur þykir mjög leiðinlegt að þetta skyldi hafa komið upp og það má sjá það á viðbrögðum yfirstjórnar og lögreglumanna að það taka þetta allir nærri sér,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Er þetta mál áfall fyrir lögregluna að þínu mati? „Nei, ég tel svo ekki vera. Þetta kemur upp og það er strax tekið á málunum hjá viðkomandi lögregluliði.“ Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Sigríður segist hafa rætt við alla lögreglustjóra landsins vegna málsins sem margir hafi brugðist við með svipuðum hætti. „Þá hafa þeir allir komið því skýrt til skila að þetta verður ekki liðið,“ segir Sigríður. Lögreglustjórar séu sammála um að breyta þurfi á reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna. „Það má skerpa á henni. Þarna er verið að tala um hvaða merki eru leyfileg en það þarf líka að tala um það hvað er bannað en það hefur ekki verið gert. Það þarf að aðlaga reglugerðina að nútímanum,“ segir Sigríður og bætir við að málið verði tekið fyrir á næsta fundi lögregluráðs í nóvember. Þá séu allir sammála um að auka á fræðslu um hatursorðræðu meðal lögreglumanna. „Það eru margir málaflokkar sem við viljum skerpa á hjá lögreglu og haturglæpir eru klárlega einn af þeim,“ segir Sigríður Björk. Lögreglan Tengdar fréttir Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. 23. október 2020 11:49 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ríkislögreglustjóri telur að breyta þurfi reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna eftir að fánamálið svokallaða kom upp. Allir lögreglustjórar landsins hafi komið því skýrt á framfæri við lögregluliðin að persónuleg merki á einkennisbúningnum verði ekki liðinn. Talsverð reiði hefur birts á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. „Okkur þykir mjög leiðinlegt að þetta skyldi hafa komið upp og það má sjá það á viðbrögðum yfirstjórnar og lögreglumanna að það taka þetta allir nærri sér,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Er þetta mál áfall fyrir lögregluna að þínu mati? „Nei, ég tel svo ekki vera. Þetta kemur upp og það er strax tekið á málunum hjá viðkomandi lögregluliði.“ Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Sigríður segist hafa rætt við alla lögreglustjóra landsins vegna málsins sem margir hafi brugðist við með svipuðum hætti. „Þá hafa þeir allir komið því skýrt til skila að þetta verður ekki liðið,“ segir Sigríður. Lögreglustjórar séu sammála um að breyta þurfi á reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna. „Það má skerpa á henni. Þarna er verið að tala um hvaða merki eru leyfileg en það þarf líka að tala um það hvað er bannað en það hefur ekki verið gert. Það þarf að aðlaga reglugerðina að nútímanum,“ segir Sigríður og bætir við að málið verði tekið fyrir á næsta fundi lögregluráðs í nóvember. Þá séu allir sammála um að auka á fræðslu um hatursorðræðu meðal lögreglumanna. „Það eru margir málaflokkar sem við viljum skerpa á hjá lögreglu og haturglæpir eru klárlega einn af þeim,“ segir Sigríður Björk.
Lögreglan Tengdar fréttir Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. 23. október 2020 11:49 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. 23. október 2020 11:49
Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16
Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35