Koeman vonast til að byrja jafnvel sem stjóri og hann gerði sem leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 16:30 Ronaldo Koman þjálfar nú Barcelona liðið en hann lék á sínum tíma 264 leiki fyrir félagið á sex ára tímabili. Getty/Alex Caparros Ronald Koeman stýrir Barcelona liðinu í fyrsta sinn í El Clásico á morgun þegar Real Madrid kemur í heimsókn á Nývang. Ronald Koeman hefur hrist upp í hlutunum í herbúðum Barcelona síðan hann tók við liðinu í sumar og Hollendingurinn hreinsaði til í leikmannahópnum í haust. Á morgun fær hann fyrsta risaprófið þegar hann stýrir Barca liðinu á móti Real Madrid. Ronald Koeman lék á sínum tíma í sex ár með Barcelona, frá 1989 til 1995, og skoraði 88 mörk fyrir félagið þrátt fyrir að spila sem varnarmaður eða varnartengiliður. Koeman vonast til að byrja jafnvel á morgun sem stjóri og hann gerði sem leikmaður fyrir 31 ári síðan. Ronald Koeman lék sinn fyrsta El Clásico leik með Barcelona 7. október 1989 en þjálfari Barcelona liðsins var þá Johan Cruyff. Barcelona þurfti virkilega á góðum úrslitum að halda í þessum leik eftir þrjú töp í fyrstu fimm deildarleikjum sínum. @RonaldKoeman s best #ElClásico goals N°4 ! pic.twitter.com/hj2e6AP5Ux— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 22, 2020 Barcelona vann leikinn 3-1 og Ronald Koeman skoraði tvö mörk, bæði reyndar úr vítaspyrnum. Barcelona hafði ekki byrjað 1988-89 tímabilið alltof vel en Ronald Koeman kom þarna inn eftir að hafa skotist á stjörnuhimininn sem tvöfaldur Evrópumeistari sumarið 1988, með bæði hollenska landsliðinu á EM í Þýskalandi 1988 og með PSV í Evrópukeppni meistaraliða 1987-88. Leikurinn byrjaði líka skelfilega fyrir Ronald Koeman sem fékk á sig vítaspyrnu eftir fimm mínútur eftir brot á Emilio Butragueno. Hugo Sánchez kom Real í 1-0 úr vítinu. Julio Salinas jafnaði metin fyrir Barcelona fimm mínútum síðar og Ronald Koeman tryggði sínu liði sigur með tveimur mörkum úr vítaspyrnum á síðustu sextán mínútunum. Koeman skoraði þrjú mörk til viðbótar í El Clásico leikjum áður en hann fór aftur heim til Feyenoord sex árum síðar. El Clásico leikur Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 14.00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 13.45. Spænski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Sjá meira
Ronald Koeman stýrir Barcelona liðinu í fyrsta sinn í El Clásico á morgun þegar Real Madrid kemur í heimsókn á Nývang. Ronald Koeman hefur hrist upp í hlutunum í herbúðum Barcelona síðan hann tók við liðinu í sumar og Hollendingurinn hreinsaði til í leikmannahópnum í haust. Á morgun fær hann fyrsta risaprófið þegar hann stýrir Barca liðinu á móti Real Madrid. Ronald Koeman lék á sínum tíma í sex ár með Barcelona, frá 1989 til 1995, og skoraði 88 mörk fyrir félagið þrátt fyrir að spila sem varnarmaður eða varnartengiliður. Koeman vonast til að byrja jafnvel á morgun sem stjóri og hann gerði sem leikmaður fyrir 31 ári síðan. Ronald Koeman lék sinn fyrsta El Clásico leik með Barcelona 7. október 1989 en þjálfari Barcelona liðsins var þá Johan Cruyff. Barcelona þurfti virkilega á góðum úrslitum að halda í þessum leik eftir þrjú töp í fyrstu fimm deildarleikjum sínum. @RonaldKoeman s best #ElClásico goals N°4 ! pic.twitter.com/hj2e6AP5Ux— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 22, 2020 Barcelona vann leikinn 3-1 og Ronald Koeman skoraði tvö mörk, bæði reyndar úr vítaspyrnum. Barcelona hafði ekki byrjað 1988-89 tímabilið alltof vel en Ronald Koeman kom þarna inn eftir að hafa skotist á stjörnuhimininn sem tvöfaldur Evrópumeistari sumarið 1988, með bæði hollenska landsliðinu á EM í Þýskalandi 1988 og með PSV í Evrópukeppni meistaraliða 1987-88. Leikurinn byrjaði líka skelfilega fyrir Ronald Koeman sem fékk á sig vítaspyrnu eftir fimm mínútur eftir brot á Emilio Butragueno. Hugo Sánchez kom Real í 1-0 úr vítinu. Julio Salinas jafnaði metin fyrir Barcelona fimm mínútum síðar og Ronald Koeman tryggði sínu liði sigur með tveimur mörkum úr vítaspyrnum á síðustu sextán mínútunum. Koeman skoraði þrjú mörk til viðbótar í El Clásico leikjum áður en hann fór aftur heim til Feyenoord sex árum síðar. El Clásico leikur Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 14.00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 13.45.
Spænski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn