Hafna því að arðsemi sé yfir löglegum mörkum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2020 13:53 Landsnet segir niðurstöðu minnisblað sem umrædd frétt var byggð á vera byggða á misskilningi. vísir/vilhelm Landsnet hafnar því að arðsemi fyrirtækisins sé yfir löglegum mörkum, eins og haldið var fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðs um viðskipta- og efnahagsmál í vikunni. Þar kom fram að yfirfærsla á eignastofni Landsnets yfir í Bandaríkjadali úr krónum árið 2011, hafi gert það að verkum að eignagrunnur tekjumarka fyrirtækisins, mælt í dölum hafi nærri tvöfaldaðist og þar af leiðandi reiknaður arður. Þetta hafi leitt til þess að arðsemi eigin fjár Landsnets hafi á árunum 2011 til 2018 verið yfir tuttugu prósent, sem sé yfir þeirri hámarksávöxtun sem Orkustofnun leyfir. Í yfirlýsingu frá Landsneti vegna fréttar Markaðarins segir að fá fyrirtæki sæti jafn ströngu eftirliti og Landsnet. Reksturinn sé yfirfarinn árlega og staðfestur af Orkustofnun. Leyfð arðsemi á hverju ári sé ákveðin af Orkustofnun. „Í ákvörðun um veginn fjármagnskostnað er sett viðmið um 45 prósent eiginfjárhlutfall en eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var á þessu tímabili mun lægra en ofangreint viðmið. Í þessu fólst ákvörðun um að heimila félaginu að byggja upp eigið fé til að tryggja rekstur þess og hagkvæmari fjármögnun til framtíðar. Landsnet hafnar því, eins og gefið er í skyn, að arðsemi Landsnets sé ekki innan löglegra marka,“ segir í yfirlýsingu Landsnets. Þá eru spurningamerki sett við vinnubrögð Summu rekstarfélags sem tók saman minnisblaðið sem frétt Markaðarins byggði á. Þar sé því haldið fram að tiltekið gengi bandaríkjadollars, 61 króna, sé notað til að umbreyta öllum eignum á árinu 2011. Þetta sé rangt að mati Landsnets því umrætt gengi hafi eingöngu verið notað til að umbreyta eignum sem til hafi verið í eignarstofni félagsins þann 31. júlí 2007 og eingöngu þeim eignum sem tilheyrt hafi gjaldskrá stórnotenda. Eftir það sé notað raungengi fjárfestinga við eignfærslu hvers árs samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og raforkulögum. „Yfirfærsla hluta eignastofns yfir í bandaríkjadollar leiddi því alls ekki til tvöföldunar á eignarstofni eins og haldið er fram í minnisblaði Summu og niðurstaða þeirra byggð á misskilningi og órökstuddum forsendum. Ákvörðun um yfirfærslu þessara eigna yfir í bandaríkjadollar var mikið rædd á sínum tíma. Hagaðilar komu að þeirri umræðu með mismunandi hagsmuni að leiðarljósi og lágu þær skoðanir fyrir áður en niðurstaðan var fest í lög af Alþingi.“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets. Orkumál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Landsnet hafnar því að arðsemi fyrirtækisins sé yfir löglegum mörkum, eins og haldið var fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðs um viðskipta- og efnahagsmál í vikunni. Þar kom fram að yfirfærsla á eignastofni Landsnets yfir í Bandaríkjadali úr krónum árið 2011, hafi gert það að verkum að eignagrunnur tekjumarka fyrirtækisins, mælt í dölum hafi nærri tvöfaldaðist og þar af leiðandi reiknaður arður. Þetta hafi leitt til þess að arðsemi eigin fjár Landsnets hafi á árunum 2011 til 2018 verið yfir tuttugu prósent, sem sé yfir þeirri hámarksávöxtun sem Orkustofnun leyfir. Í yfirlýsingu frá Landsneti vegna fréttar Markaðarins segir að fá fyrirtæki sæti jafn ströngu eftirliti og Landsnet. Reksturinn sé yfirfarinn árlega og staðfestur af Orkustofnun. Leyfð arðsemi á hverju ári sé ákveðin af Orkustofnun. „Í ákvörðun um veginn fjármagnskostnað er sett viðmið um 45 prósent eiginfjárhlutfall en eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var á þessu tímabili mun lægra en ofangreint viðmið. Í þessu fólst ákvörðun um að heimila félaginu að byggja upp eigið fé til að tryggja rekstur þess og hagkvæmari fjármögnun til framtíðar. Landsnet hafnar því, eins og gefið er í skyn, að arðsemi Landsnets sé ekki innan löglegra marka,“ segir í yfirlýsingu Landsnets. Þá eru spurningamerki sett við vinnubrögð Summu rekstarfélags sem tók saman minnisblaðið sem frétt Markaðarins byggði á. Þar sé því haldið fram að tiltekið gengi bandaríkjadollars, 61 króna, sé notað til að umbreyta öllum eignum á árinu 2011. Þetta sé rangt að mati Landsnets því umrætt gengi hafi eingöngu verið notað til að umbreyta eignum sem til hafi verið í eignarstofni félagsins þann 31. júlí 2007 og eingöngu þeim eignum sem tilheyrt hafi gjaldskrá stórnotenda. Eftir það sé notað raungengi fjárfestinga við eignfærslu hvers árs samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og raforkulögum. „Yfirfærsla hluta eignastofns yfir í bandaríkjadollar leiddi því alls ekki til tvöföldunar á eignarstofni eins og haldið er fram í minnisblaði Summu og niðurstaða þeirra byggð á misskilningi og órökstuddum forsendum. Ákvörðun um yfirfærslu þessara eigna yfir í bandaríkjadollar var mikið rædd á sínum tíma. Hagaðilar komu að þeirri umræðu með mismunandi hagsmuni að leiðarljósi og lágu þær skoðanir fyrir áður en niðurstaðan var fest í lög af Alþingi.“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets.
Orkumál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira