Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. október 2020 11:49 Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segist sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hafi þróast. Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. Talsverð reiði hefur birts á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn segist sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hafi þróast. Honum blöskrar myndir og ummæli sem hann hafi séð á samfélagsmiðlum. „Undiraldan í málflutningi er að það sé útbreitt kynþáttahatur innan lögreglunnar sem lögreglumenn eru algjörlega ósammála að sé. Sumt af þessu sem maður hefur séð er afar sorglegt,“ segir Ásgeir Þór. Í gær hafi hann fengið sent til sín skjáskot af mynd af fimm lögreglukonum þar sem búið var að setja á þær hettu sem gefur til kynna að þær tilheyri samtökunum Ku klux klan. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en síðan Íslenskir meistarar deildi henni fyrst. Myndin var fljótlega tekin út af Pírataspjallinu. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en var fljótlega tekin út. Mikil reiði sé meðal lögreglumanna vegna myndarinnar og segir Ásgeir hana svo ljóta að erfitt sé að koma því í nógu sterk orð. „Að sjálfsögðu er reiði vegna þessarar myndar. Sumir myndu nú álíta að þessi afskræming á myndinni félli innan skilgreiningar hatursorðræðu. Svo ljót er þessi mynd,“ segir Ásgeir. Allir hefðu mátt vanda sig betur í viðbrögðum við málinu. Þá tekur hann fram að rasismi sé ekki úrbreiddur innan lögreglunnar. Lögreglumenn hafi fengið mikla menntun um rasisma og fjölmenningu í grunnnáminu og þá hafi ýmsilegt annað verið gert til að fræða lögreglumenn um þessi mál. Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum eftir að málið kom upp. „Ég treysti mer til að fullyrða það ef þú myndir renna niður vestinu hjá hverjum einasta lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu þá finnur þú ekkert merki,“ segir Ásgeir Þór. Lögreglan Tengdar fréttir Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. Talsverð reiði hefur birts á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn segist sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hafi þróast. Honum blöskrar myndir og ummæli sem hann hafi séð á samfélagsmiðlum. „Undiraldan í málflutningi er að það sé útbreitt kynþáttahatur innan lögreglunnar sem lögreglumenn eru algjörlega ósammála að sé. Sumt af þessu sem maður hefur séð er afar sorglegt,“ segir Ásgeir Þór. Í gær hafi hann fengið sent til sín skjáskot af mynd af fimm lögreglukonum þar sem búið var að setja á þær hettu sem gefur til kynna að þær tilheyri samtökunum Ku klux klan. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en síðan Íslenskir meistarar deildi henni fyrst. Myndin var fljótlega tekin út af Pírataspjallinu. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en var fljótlega tekin út. Mikil reiði sé meðal lögreglumanna vegna myndarinnar og segir Ásgeir hana svo ljóta að erfitt sé að koma því í nógu sterk orð. „Að sjálfsögðu er reiði vegna þessarar myndar. Sumir myndu nú álíta að þessi afskræming á myndinni félli innan skilgreiningar hatursorðræðu. Svo ljót er þessi mynd,“ segir Ásgeir. Allir hefðu mátt vanda sig betur í viðbrögðum við málinu. Þá tekur hann fram að rasismi sé ekki úrbreiddur innan lögreglunnar. Lögreglumenn hafi fengið mikla menntun um rasisma og fjölmenningu í grunnnáminu og þá hafi ýmsilegt annað verið gert til að fræða lögreglumenn um þessi mál. Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum eftir að málið kom upp. „Ég treysti mer til að fullyrða það ef þú myndir renna niður vestinu hjá hverjum einasta lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu þá finnur þú ekkert merki,“ segir Ásgeir Þór.
Lögreglan Tengdar fréttir Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35
Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16
Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30