„Við erum dottin inn í aðeins rólegra tímabil í hrinunni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2020 07:37 Upptök skjálftans á þriðjudag, sem mældist 5,6, voru á Núphlíðarhálsi, skammt frá Krýsuvík. Vísir/Vilhelm Um 2.300 eftirskjálftar hafa mælst í kjölfar stórs jarðskjálfta sem varð á Núphlíðarhálsi á Reykjanesskaga á þriðjudag. Þar hafa um þrjátíu skjálftar verið yfir þrír að stærð en töluvert hefur nú dregið úr skjálftavirkninni á svæðinu. Þannig mældust í nótt um sextíu jarðskjálftar um land allt og var um helmingurinn úti á Reykjanesi að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Það eru mun færri skjálftar en mældust á svæðinu í fyrrinótt og nóttina þar á undan. „Við erum dottin inn í aðeins rólegra tímabil í hrinunni,“ segir Einar Bessi. Hann bendir þó á að virknin geti hæglega tekið sig upp aftur, eins og sést hafi til dæmis á Tjörnesbrotabeltinu í sumar og á Reykjanesskaganum nánast allt þetta ár. „Þannig að það eru ennþá allar viðvaranir og tilmæli í gildi sem við höfum gefið út,“ segir Einar Bessi. Óstöðugleiki sé á Reykjanesskaganum eftir þessa hrinu. „Þótt það hafi róast núna í nótt og svolítið í gær miðað við dagana á undan þá er ekkert útilokað að það byrji aftur svona meiri virkni, að hún taki sig aftur upp. Svo getur þetta líka dáið út en það er bara miklu betra að fólk hafi varann á heldur en ekki.“ Þannig er enn varað við aukinni hættu á grjóthruni úr bröttum hlíðum á Reykjanesskaga og er ferðafólk beðið að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Um 2.300 eftirskjálftar hafa mælst í kjölfar stórs jarðskjálfta sem varð á Núphlíðarhálsi á Reykjanesskaga á þriðjudag. Þar hafa um þrjátíu skjálftar verið yfir þrír að stærð en töluvert hefur nú dregið úr skjálftavirkninni á svæðinu. Þannig mældust í nótt um sextíu jarðskjálftar um land allt og var um helmingurinn úti á Reykjanesi að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Það eru mun færri skjálftar en mældust á svæðinu í fyrrinótt og nóttina þar á undan. „Við erum dottin inn í aðeins rólegra tímabil í hrinunni,“ segir Einar Bessi. Hann bendir þó á að virknin geti hæglega tekið sig upp aftur, eins og sést hafi til dæmis á Tjörnesbrotabeltinu í sumar og á Reykjanesskaganum nánast allt þetta ár. „Þannig að það eru ennþá allar viðvaranir og tilmæli í gildi sem við höfum gefið út,“ segir Einar Bessi. Óstöðugleiki sé á Reykjanesskaganum eftir þessa hrinu. „Þótt það hafi róast núna í nótt og svolítið í gær miðað við dagana á undan þá er ekkert útilokað að það byrji aftur svona meiri virkni, að hún taki sig aftur upp. Svo getur þetta líka dáið út en það er bara miklu betra að fólk hafi varann á heldur en ekki.“ Þannig er enn varað við aukinni hættu á grjóthruni úr bröttum hlíðum á Reykjanesskaga og er ferðafólk beðið að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira