Hefur ekki undan við að skila þýfi kattarins Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 21. október 2020 19:39 Þjófóttur köttur í Kópavogi virðist taka mið af árstíðum við val á þýfinu. Eigandi segist eiga fullt í fangi með að reyna skila því sem hann stelur af nágrönnunum. Fjölskylda í Kópavogi tók mömmu hans að sér frá Kattholti fyrir einu og hálfu ári en hún var kettlingafull. „Hann var eini kettlingurinn sem kom eiginlega öfugur út og það voru pínu vandræði með fæðinguna, þannig við ákváðum að eiga hann. Hann er mjög óvenjulegur karakter,“ segir Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, eigandi Leós. Fljótlega eftir að Leo varð fullvaxta fór að bera á undarlegri hegðun hans. Í sumar kom Leó nánast á hverjum degi heim með leikföng og sundgleraugu sem hann hafði rænt úr heitum pottum í hverfinu. Í haust tók annað tímabil við. „Hann fór að koma inn með gluggalista,“ segir Theodóra. „Sumir hverjir voru bara mjög langir. Þetta voru bara tveggja metra langir listar sem hann var að draga hérna inn til okkar.“ Og nú virðist Leó vera kominn með annað þema. „Þetta er jólasería. Þannig þetta er nýjasta þemað hjá honum. Ég bara vona að hann fari ekki að draga jólaseríur frá nágrönnunum inn til mín,“ segir Theodóra. „Þannig að hann er svona „seasonal“ safnari.“ Theodóra hefur brugðið á það ráð að auglýsa athæfi kattarins á Facebooksíðu hverfisins þar sem hún lýsir eftir eiganda þýfisins. Þá er hún búin að kaupa GPStæki sem hún festir á köttinn til að geta fylgst með ferðum hans. „Ég á eftir að fara í nokkur hús og skila þessu dóti sem hann hefur verið að taka. Ég vona bara að fólk hafi gaman að þessu, þetta er skemmtileg kista og hún er ægilega góð og við komum þessu til skila sem hann er að taka til.“ Kópavogur Dýr Gæludýr Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Þjófóttur köttur í Kópavogi virðist taka mið af árstíðum við val á þýfinu. Eigandi segist eiga fullt í fangi með að reyna skila því sem hann stelur af nágrönnunum. Fjölskylda í Kópavogi tók mömmu hans að sér frá Kattholti fyrir einu og hálfu ári en hún var kettlingafull. „Hann var eini kettlingurinn sem kom eiginlega öfugur út og það voru pínu vandræði með fæðinguna, þannig við ákváðum að eiga hann. Hann er mjög óvenjulegur karakter,“ segir Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, eigandi Leós. Fljótlega eftir að Leo varð fullvaxta fór að bera á undarlegri hegðun hans. Í sumar kom Leó nánast á hverjum degi heim með leikföng og sundgleraugu sem hann hafði rænt úr heitum pottum í hverfinu. Í haust tók annað tímabil við. „Hann fór að koma inn með gluggalista,“ segir Theodóra. „Sumir hverjir voru bara mjög langir. Þetta voru bara tveggja metra langir listar sem hann var að draga hérna inn til okkar.“ Og nú virðist Leó vera kominn með annað þema. „Þetta er jólasería. Þannig þetta er nýjasta þemað hjá honum. Ég bara vona að hann fari ekki að draga jólaseríur frá nágrönnunum inn til mín,“ segir Theodóra. „Þannig að hann er svona „seasonal“ safnari.“ Theodóra hefur brugðið á það ráð að auglýsa athæfi kattarins á Facebooksíðu hverfisins þar sem hún lýsir eftir eiganda þýfisins. Þá er hún búin að kaupa GPStæki sem hún festir á köttinn til að geta fylgst með ferðum hans. „Ég á eftir að fara í nokkur hús og skila þessu dóti sem hann hefur verið að taka. Ég vona bara að fólk hafi gaman að þessu, þetta er skemmtileg kista og hún er ægilega góð og við komum þessu til skila sem hann er að taka til.“
Kópavogur Dýr Gæludýr Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira