Mælt fyrir nýrri stjórnarskrá á Alþingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2020 18:31 Mælt var fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga á Alþingi nú síðdegis. Það byggir á tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og er þetta í þriðja sinn sem það er flutt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mælti fyrir frumvarpinu en auk Pírata eru flutningsmenn úr Samfylkingunni og Flokki fólksins. Þá standa Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem eru utan flokka, einnig að því. „Ísland er lýðræðisríki, eða ætti að vera lýðræðisríki,“ sagði Þórhildur Sunna. En hvers konar lýðræðisríki virðir að vettugi þjóðaratkvæðagreiðslu?“ sagði hún og vísaði til ráðgefandi atkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs sem fór fram í október 2012 Kjörsókn í atkvæðagreiðslunni fyrir um átta árum var um 49 prósent og töldu tæp 67 prósent þeirra sem tóku afstöðu að leggja ætti tillögurnar til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Dapurlegt Þórhildur Sunna sagði andstæðinga málsins gjarnan minnast á að atkvæðagreiðslan hafi einungis verið ráðgefandi. „Ég vill minna á að Brexit var líka ráðgefandi atkvæðagreiðsla, en ekki datt breskum ráðamönnum að virða hana að vettugi.“ Frumvarpinu fylgir löng greinargerð þar sem allur aðdragandi málsins er rakinn og sagði Þórhildur Sunna að því mætti lýsa sem nokkurs konar stöðuskýrslu. Þórhildur Sunna sagði dapurt að á átta árum tímabili hafi vilji þjóðarinnar ekki verið virtur og að samþykkt málsins væri grundvallarþáttur í því að auka traust á stjórnmálum. „Hvers vegna ætti þjóðin að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu ef niðurstaðan er hundsuð?“ Undirskriftalisti með nöfnum um 43.500 Íslendinga, sem krefjast þess að Alþingi samþykki nýja stjórnarskrá, sem byggir á tillögum stjórlagaráðs, var afhentur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í gær. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Mælt var fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga á Alþingi nú síðdegis. Það byggir á tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og er þetta í þriðja sinn sem það er flutt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mælti fyrir frumvarpinu en auk Pírata eru flutningsmenn úr Samfylkingunni og Flokki fólksins. Þá standa Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem eru utan flokka, einnig að því. „Ísland er lýðræðisríki, eða ætti að vera lýðræðisríki,“ sagði Þórhildur Sunna. En hvers konar lýðræðisríki virðir að vettugi þjóðaratkvæðagreiðslu?“ sagði hún og vísaði til ráðgefandi atkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs sem fór fram í október 2012 Kjörsókn í atkvæðagreiðslunni fyrir um átta árum var um 49 prósent og töldu tæp 67 prósent þeirra sem tóku afstöðu að leggja ætti tillögurnar til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Dapurlegt Þórhildur Sunna sagði andstæðinga málsins gjarnan minnast á að atkvæðagreiðslan hafi einungis verið ráðgefandi. „Ég vill minna á að Brexit var líka ráðgefandi atkvæðagreiðsla, en ekki datt breskum ráðamönnum að virða hana að vettugi.“ Frumvarpinu fylgir löng greinargerð þar sem allur aðdragandi málsins er rakinn og sagði Þórhildur Sunna að því mætti lýsa sem nokkurs konar stöðuskýrslu. Þórhildur Sunna sagði dapurt að á átta árum tímabili hafi vilji þjóðarinnar ekki verið virtur og að samþykkt málsins væri grundvallarþáttur í því að auka traust á stjórnmálum. „Hvers vegna ætti þjóðin að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu ef niðurstaðan er hundsuð?“ Undirskriftalisti með nöfnum um 43.500 Íslendinga, sem krefjast þess að Alþingi samþykki nýja stjórnarskrá, sem byggir á tillögum stjórlagaráðs, var afhentur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í gær.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira