Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2020 12:05 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Vísir/Vilhelm BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. BSRB gerir alvarlegar athugasemdir við þetta og kallar eftir því að ráðist verði í uppbyggingu innviða á borð við umönnun og þjónustu við börn, fatlað fólk og aldraða. Þetta kemur fram í umsögn BSRB um fjárlagafrumvarpið og tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir næstu fimm ár, sem send hefur verið Alþingi. Þar segir að um 85 prósent þeirra starfa sem verði til með átakinu verði hefðbundin karlastörf. „Niðurstaðan er að fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkisstjórnarinnar fær falleinkun út frá jafnréttissjónarmiðum,“ segir í umsögninni. Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.Vísir/Vilhelm BSRB bendir á að á sama tíma og ráðast eigi í átak þar sem mikill meirihluti þeirra starfa sem skapast séu hefðbundin karlastörf sæti ýmsir málaflokkar hins opinbera þar sem konur starfa í meirihluta aðhaldskröfu. Þetta þýði að álagið á konur sem starfa í opinberri þjónustu muni aukast samhliða aukinni ólaunaðri vinnu kvenna vegna skertrar þjónustu við börn, aldraða og sjúka vegna sóttvarnaraðgerða. „Fljótlegasta leiðin til atvinnusköpunar fyrir konur er að auka framlög til opinberrar þjónustu,“ segir einnig í umsögninni. „Þetta er líka skynsamleg leið. Nýleg rannsókn sem gerð var í sjö aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sýnir að fjárfestingar í umönnun og velferð, svo sem öldrunarþjónustu, heilbrigðiskerfi og leikskólum, séu ekki síður árangursríkar og jafnvel vænlegri til árangurs en fjárfesting í starfsgreinum þar sem meirihluti starfsfólks eru karlar svo sem í opinberum framkvæmdum eða byggingariðnaði. Ávinningurinn er meiri þar sem fleiri störf skapast því nánast allur kostnaður umönnunar felst í launakostnaði öfugt við framkvæmdir þar sem mikið fjármagn fer í aðföng. Fjárfesting í umönnun og velferð leiðir til hærra atvinnustigs og eykur eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækja sem aftur eykur tekjur ríkissjóðs.“ Ófjármögnuðum skattalækkunum mótmælt Í umsögn BSRB er einnig gagnrýnt að stjórnvöld ráðist í ófjármagnaðar skattalækkanir sem ekki tengjast heimsfaraldrinum og ítrekar bandalagið mótmæli sín við þessari stefnu. Þá hafnar BSRB alfarið þeirri stefnu sem endurspeglast í fjármálaáætluninni, þar sem gert er ráð fyrir því að umfang ríkisrekstrar í hagkerfinu verði minnkað frá árinu 2025 miðað 2019 með niðurskurði á útgjöldum og veikingu tekjustofna. BSRB kallar einnig eftir því að tekjustofnar sveitarfélaga verði efldir. Þá er því fagnað í umsögn bandalagsins að áfram eigi að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðisþjónustunni og draga úr greiðsluþátttöku almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Sérlega ánægjulegt er að til standi að fara í átak til heilsueflingar í heimabyggð vegna heimsfaraldursins. Brúa þarf umönnunarbilið Í umsögn BSRB er því fagnað að fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og kallað eftir því að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að brúa umönnunarbilið, bilið frá því fæðingarorlofi lýkur þar til barn kemst í dagvistunarúrræði. BSRB gerir einnig alvarlegar athugasemdir við það í umsögn sinni að ekki sé lögð ríkari áhersla á aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. BSRB gerir alvarlegar athugasemdir við þetta og kallar eftir því að ráðist verði í uppbyggingu innviða á borð við umönnun og þjónustu við börn, fatlað fólk og aldraða. Þetta kemur fram í umsögn BSRB um fjárlagafrumvarpið og tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir næstu fimm ár, sem send hefur verið Alþingi. Þar segir að um 85 prósent þeirra starfa sem verði til með átakinu verði hefðbundin karlastörf. „Niðurstaðan er að fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkisstjórnarinnar fær falleinkun út frá jafnréttissjónarmiðum,“ segir í umsögninni. Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.Vísir/Vilhelm BSRB bendir á að á sama tíma og ráðast eigi í átak þar sem mikill meirihluti þeirra starfa sem skapast séu hefðbundin karlastörf sæti ýmsir málaflokkar hins opinbera þar sem konur starfa í meirihluta aðhaldskröfu. Þetta þýði að álagið á konur sem starfa í opinberri þjónustu muni aukast samhliða aukinni ólaunaðri vinnu kvenna vegna skertrar þjónustu við börn, aldraða og sjúka vegna sóttvarnaraðgerða. „Fljótlegasta leiðin til atvinnusköpunar fyrir konur er að auka framlög til opinberrar þjónustu,“ segir einnig í umsögninni. „Þetta er líka skynsamleg leið. Nýleg rannsókn sem gerð var í sjö aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sýnir að fjárfestingar í umönnun og velferð, svo sem öldrunarþjónustu, heilbrigðiskerfi og leikskólum, séu ekki síður árangursríkar og jafnvel vænlegri til árangurs en fjárfesting í starfsgreinum þar sem meirihluti starfsfólks eru karlar svo sem í opinberum framkvæmdum eða byggingariðnaði. Ávinningurinn er meiri þar sem fleiri störf skapast því nánast allur kostnaður umönnunar felst í launakostnaði öfugt við framkvæmdir þar sem mikið fjármagn fer í aðföng. Fjárfesting í umönnun og velferð leiðir til hærra atvinnustigs og eykur eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækja sem aftur eykur tekjur ríkissjóðs.“ Ófjármögnuðum skattalækkunum mótmælt Í umsögn BSRB er einnig gagnrýnt að stjórnvöld ráðist í ófjármagnaðar skattalækkanir sem ekki tengjast heimsfaraldrinum og ítrekar bandalagið mótmæli sín við þessari stefnu. Þá hafnar BSRB alfarið þeirri stefnu sem endurspeglast í fjármálaáætluninni, þar sem gert er ráð fyrir því að umfang ríkisrekstrar í hagkerfinu verði minnkað frá árinu 2025 miðað 2019 með niðurskurði á útgjöldum og veikingu tekjustofna. BSRB kallar einnig eftir því að tekjustofnar sveitarfélaga verði efldir. Þá er því fagnað í umsögn bandalagsins að áfram eigi að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðisþjónustunni og draga úr greiðsluþátttöku almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Sérlega ánægjulegt er að til standi að fara í átak til heilsueflingar í heimabyggð vegna heimsfaraldursins. Brúa þarf umönnunarbilið Í umsögn BSRB er því fagnað að fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og kallað eftir því að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að brúa umönnunarbilið, bilið frá því fæðingarorlofi lýkur þar til barn kemst í dagvistunarúrræði. BSRB gerir einnig alvarlegar athugasemdir við það í umsögn sinni að ekki sé lögð ríkari áhersla á aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira