Táningurinn Johan Cruyff skoraði tvívegis þegar Liverpool mætti Ajax síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2020 13:31 Johan Cruyff var frábær knattspyrnumaður og mikill áhrifavaldur í hollenskum fótbolta sem og hjá Barcelona. Getty/Mark Leech Nítján ára gamall Johan Cruyff var á skotskónum í báðum leikjunum þegar Ajax sló Liverpool út úr Evrópukeppni meistaraliða í desember 1966. Í kvöld mætast liðin í fyrsta sinn síðan þá eða í næstum því 54 ár. Leikurinn á Johan Cruyff Arena í Amsterdam í kvöld verður fyrsti leikur Ajax og Liverpool síðan í Evrópukeppni meistaraliða 1966-67. Ajax vann þá fyrri leikinn 5-1 á heimavelli sínum og tryggði sér síðan sæti í þriðju umferð með því að gera 2-2 jafntefli í seinni leiknum á Anfield í Liverpool. Leikurinn fór fram í mikilli þoku í Amsterdam. Á þessum árum var Johan Cruyff aðeins nítján ára gamall en hafði slegið í gegn á tímabilinu á undan. Johan Cruyff skoraði eitt af fimm mörkum Ajax í fyrri leiknum og skoraði síðan bæði mörkin í jafntefli á Anfield. Cruyff skoraði alls 41 mark í 41 leik í öllum keppnum á þessu tímabili. Stórsigurinn í fyrri leiknum kom Ajax á kortið í Evrópu en liðið átti síðan eftir að vinna Evrópukeppni meistaraliða þrjú ár í röð frá 1971 til 1973. Þá var Johan Cruyff orðinn besti knattspyrnumaður heims og um sumarið var hann seldur til Barcelona. Hér fyrir neðan má sjá hollenska heimildarmynd um þennan sögulega sigur Ajax á Liverpool. watch on YouTube Frá þessum tapleik í Amsterdam fyrir tæpum 54 árum síðan þá hefur Liverpool ekki tapað í þrettán leikjum á móti hollenskum liðum þar af hefur liðið unnið átta þeirra. Ajax hefur ekki gengið vel í síðustu heimaleikjum sínum í Meistaradeildinni en liðið er án sigurs í síðustu sex leikjum þar af hafa fjórir þeirra tapast og tveir á móti enskum liðum (2-3 á móti Tottenham í maí 2019 og 0-1 á móti Chelsra í október 2019). Leikur Ajax og Liverpool í kvöld hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en útsendingin hefst klukkan 18.50. Meistaradeildarmessan mun fylgjast með öllum leikjum kvöldins frá og með 18.30 á Stöð 2 Sport 2 en að auki verða sýndir beint leikur Real Madrid og Shakhtar Donetsk (S2 Sport 4 klukkan 16.45), leikur Bayern München og Atletico Madrid (S2 Sport klukkan 18.50) og leikur Manchester City og Porto (S2 Sport 5 klukkan 18.50). watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Nítján ára gamall Johan Cruyff var á skotskónum í báðum leikjunum þegar Ajax sló Liverpool út úr Evrópukeppni meistaraliða í desember 1966. Í kvöld mætast liðin í fyrsta sinn síðan þá eða í næstum því 54 ár. Leikurinn á Johan Cruyff Arena í Amsterdam í kvöld verður fyrsti leikur Ajax og Liverpool síðan í Evrópukeppni meistaraliða 1966-67. Ajax vann þá fyrri leikinn 5-1 á heimavelli sínum og tryggði sér síðan sæti í þriðju umferð með því að gera 2-2 jafntefli í seinni leiknum á Anfield í Liverpool. Leikurinn fór fram í mikilli þoku í Amsterdam. Á þessum árum var Johan Cruyff aðeins nítján ára gamall en hafði slegið í gegn á tímabilinu á undan. Johan Cruyff skoraði eitt af fimm mörkum Ajax í fyrri leiknum og skoraði síðan bæði mörkin í jafntefli á Anfield. Cruyff skoraði alls 41 mark í 41 leik í öllum keppnum á þessu tímabili. Stórsigurinn í fyrri leiknum kom Ajax á kortið í Evrópu en liðið átti síðan eftir að vinna Evrópukeppni meistaraliða þrjú ár í röð frá 1971 til 1973. Þá var Johan Cruyff orðinn besti knattspyrnumaður heims og um sumarið var hann seldur til Barcelona. Hér fyrir neðan má sjá hollenska heimildarmynd um þennan sögulega sigur Ajax á Liverpool. watch on YouTube Frá þessum tapleik í Amsterdam fyrir tæpum 54 árum síðan þá hefur Liverpool ekki tapað í þrettán leikjum á móti hollenskum liðum þar af hefur liðið unnið átta þeirra. Ajax hefur ekki gengið vel í síðustu heimaleikjum sínum í Meistaradeildinni en liðið er án sigurs í síðustu sex leikjum þar af hafa fjórir þeirra tapast og tveir á móti enskum liðum (2-3 á móti Tottenham í maí 2019 og 0-1 á móti Chelsra í október 2019). Leikur Ajax og Liverpool í kvöld hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en útsendingin hefst klukkan 18.50. Meistaradeildarmessan mun fylgjast með öllum leikjum kvöldins frá og með 18.30 á Stöð 2 Sport 2 en að auki verða sýndir beint leikur Real Madrid og Shakhtar Donetsk (S2 Sport 4 klukkan 16.45), leikur Bayern München og Atletico Madrid (S2 Sport klukkan 18.50) og leikur Manchester City og Porto (S2 Sport 5 klukkan 18.50). watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira