Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 15:56 Heiðrún Helga Bjarnadóttir segir að sér hafi ekki liðið vel á meðan skjálftinn gekk yfir. Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. Þó nokkur tími líður frá því að Heiðrún tók eftir því að eitthvað væri á seyði, þangað til mesta höggið kom. Heiðrún deilir myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, á Facebook. Á því má sjá hana vera að syngja jólalag en nokkrum sekúndum síðar verður hún fyrst vör við skjálftann. Athygli vekur að myndbandið er tekið í Borgarnesi, um 70 kílómetrum frá upptökum skjálftans við Kleifarvatn, en hann var 5,6 að stærð, og einn sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesinu í þrjá áratugi. Í samtali við Vísi segir Heiðrún að hún hafi orðið logandi hrædd á meðan jarðskjálftinn reið yfir. Hún sat við píanóið og var í miðju lagi þegar einhvers konar öldugangur gerði vart við sig. Myndbandið telur 32 sekúndur og skjálftabylgjurnar bárust í Borgarnes þegar um sjö sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Þá lítur Heiðrún upp og heyra má hljóðið í skjálftanum. Sjö sekúndum síðar hefst hristingurinn fyrir alvöru og nokkrum sekúndum síðar koma að því er virðist tvær stórar höggbylgjur. „Þó að þetta séu bara örfáar sekúndur þá virkar þetta eins og margar mínútur. Ég skalf alveg á höndunum á eftir. Ég var hrædd. Það er ekki vanalegt að menn finni svona í Borgarnesi,“ segir Heiðrún. Sjálf vekur hún athygli á því að hún sé að syngja jólalag, þrátt fyrir að enn sé um tveir mánuðir til jóla. Biður hún vini sína á Facebook og lesendur Vísis vinsamlegt að horfa framhjá því. Aðspurð um af hverju hún hafi verið að syngja jólalag í október tekur hún skýrt fram að hún sé ekki eitthvað „klikkað jólabarn.“ Heiðrún Helga Bjarnadóttir hafði aldrei fundið jarðskjálfta fyrr en í dag.Gunnhildur Lind photography Hún hafi einfaldlega verið beðin um að syngja á jólatónleikum í aðdraganda jólana og að hún hafi verið að taka upp prufu, þegar jarðskjálftinn reið yfir. „Það eru komnar upp að þær kenningar á samfélagsmiðlunum að það hafi verið móðir náttúra grípa í taumana, segir hún,“ nokkuð létt í bragði. Þrátt fyrir að jarðskjálftinn hafi verið stór virðist lítið sem ekkert tjón hafa orðið á mannfólki eða munum. Almannavarnir minna einnig almenning á það geti verið mjög gagnlegt ef þeir sem finni fyrir skjálftum tilkynni það, það hjálpi við mat á skjálftunum og við áætlanagerð til framtíðar. Hér má einnig kynna sér leiðbeiningar um það hvernig bregðast eigi við þegar jörð skelfur. Borgarbyggð Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. 20. október 2020 15:24 Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13 Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11 Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. Þó nokkur tími líður frá því að Heiðrún tók eftir því að eitthvað væri á seyði, þangað til mesta höggið kom. Heiðrún deilir myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, á Facebook. Á því má sjá hana vera að syngja jólalag en nokkrum sekúndum síðar verður hún fyrst vör við skjálftann. Athygli vekur að myndbandið er tekið í Borgarnesi, um 70 kílómetrum frá upptökum skjálftans við Kleifarvatn, en hann var 5,6 að stærð, og einn sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesinu í þrjá áratugi. Í samtali við Vísi segir Heiðrún að hún hafi orðið logandi hrædd á meðan jarðskjálftinn reið yfir. Hún sat við píanóið og var í miðju lagi þegar einhvers konar öldugangur gerði vart við sig. Myndbandið telur 32 sekúndur og skjálftabylgjurnar bárust í Borgarnes þegar um sjö sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Þá lítur Heiðrún upp og heyra má hljóðið í skjálftanum. Sjö sekúndum síðar hefst hristingurinn fyrir alvöru og nokkrum sekúndum síðar koma að því er virðist tvær stórar höggbylgjur. „Þó að þetta séu bara örfáar sekúndur þá virkar þetta eins og margar mínútur. Ég skalf alveg á höndunum á eftir. Ég var hrædd. Það er ekki vanalegt að menn finni svona í Borgarnesi,“ segir Heiðrún. Sjálf vekur hún athygli á því að hún sé að syngja jólalag, þrátt fyrir að enn sé um tveir mánuðir til jóla. Biður hún vini sína á Facebook og lesendur Vísis vinsamlegt að horfa framhjá því. Aðspurð um af hverju hún hafi verið að syngja jólalag í október tekur hún skýrt fram að hún sé ekki eitthvað „klikkað jólabarn.“ Heiðrún Helga Bjarnadóttir hafði aldrei fundið jarðskjálfta fyrr en í dag.Gunnhildur Lind photography Hún hafi einfaldlega verið beðin um að syngja á jólatónleikum í aðdraganda jólana og að hún hafi verið að taka upp prufu, þegar jarðskjálftinn reið yfir. „Það eru komnar upp að þær kenningar á samfélagsmiðlunum að það hafi verið móðir náttúra grípa í taumana, segir hún,“ nokkuð létt í bragði. Þrátt fyrir að jarðskjálftinn hafi verið stór virðist lítið sem ekkert tjón hafa orðið á mannfólki eða munum. Almannavarnir minna einnig almenning á það geti verið mjög gagnlegt ef þeir sem finni fyrir skjálftum tilkynni það, það hjálpi við mat á skjálftunum og við áætlanagerð til framtíðar. Hér má einnig kynna sér leiðbeiningar um það hvernig bregðast eigi við þegar jörð skelfur.
Borgarbyggð Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. 20. október 2020 15:24 Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13 Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11 Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. 20. október 2020 15:24
Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13
Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11
Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33