Nítján mánuðir síðan kraftaverkið í París færði Solskjær framtíðarstarfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 14:31 Ole Gunnar Solskjær fagnar sigri Manchester United á Parc des Princes í París 6. mars 2019. Getty/Julian Finney Ole Gunnar Solskjær er mættur aftur með lið sitt til borgarinnar þar sem hann vann sinn stærsta sigur sem knattspyrnustjóri Manchester United fyrir 594 dögum en það var sigurinn sem öðrum fremur færði honum framtíðarstjórastarf hjá Manchester United. Paris Saint Germain tekur í kvöld á móti Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 18.50. Það þykir því við hæfi að rifja upp stærstu stund Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United. "Of course everyone wants to be in the Champions League and play the top teams," says Ole."We ve drawn last season s finalists, semi-finalists and this is the first chance we'll have to play the best, which will be the biggest challenge for this team."#MUFC #UCL pic.twitter.com/wXI6CBSZQh— Manchester United (@ManUtd) October 19, 2020 Það bjuggust örugglega fáir við því að Ole Gunnar Solskjær yrði framtíðar knattspyrnustjóri Manchester United þegar Jose Mourinho var rekinn í desember 2018. Líkurnar jukust vissulega þegar hann tók við liðinu tímabundið en flestir voru á því að svo yrði kallað á stærra nafn. Manchester United liðið vann hins vegar átta fyrstu leikina undir hans stjórn þar af sex fyrstu deildarleikina. Ole Gunnar var kosinn knattspyrnustjóri mánaðarins í sínum fyrsta heila mánuði. United liðið náði alls í 25 stig í fyrstu níu deildarleikjum sínum undir stjórn Solskjær. Fyrsta tap Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United kom aftur á móti á heimavelli á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitunum og auk þess að tapa 2-0 á heimavelli þá missti United einnig Paul Pogba í leikbann en hann hafði verið frábær eftir að Solskjær mætti á svæðið. Paris Saint Germain var með stjörnuprýtt lið sem var búið að bíða lengi eftir því að fara alla leið í Meistaradeildinni. Útlitið var því ekki bjart og tap í seinni leiknum hefði mögulega getað þýtt að yfirmenn Manchester United myndu finna sér nýjan knattspyrnustjóra um sumarið. watch on YouTube Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans tókst hins vegar að fara til Parísar og sækja sér sigurinn sem liðið þurfti. Romelu Lukaku kom Manchester United í 2-0 á fyrsta hálftímanum og Marcus Rashford tryggði United síðan 3-1 sigur og sæti í átta liða úrslitunum með marki úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar sem lið tapar fyrri leiknum 2-0 á heimavelli en kemst samt áfram. Eftir þetta litla kraftaverk var fátt sem kom í veg fyrir að Solskjær yrði ráðinn knattspyrnustjóri til framtíðar. Leikurinn fór fram 6. mars og 28. mars skrifaði Solskjær undir þriggja ára samning um að taka við sem fastráðinn knattspyrnustjóri Manchester United. Liðið hafði þá unnið fjórtán af nítján leikjum sínum undir hans stjórn en það var samt sigurinn í París sem stóð upp úr. Þessi sigur í París fyrir nítján mánuðum og fjórtán dögum síðan er líka síðasti sigur Manchester United í Meistaradeildinni undir stjórn Solskjær því liðið komst ekki í Meistaradeildina á síðustu leiktíð. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær er mættur aftur með lið sitt til borgarinnar þar sem hann vann sinn stærsta sigur sem knattspyrnustjóri Manchester United fyrir 594 dögum en það var sigurinn sem öðrum fremur færði honum framtíðarstjórastarf hjá Manchester United. Paris Saint Germain tekur í kvöld á móti Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 18.50. Það þykir því við hæfi að rifja upp stærstu stund Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United. "Of course everyone wants to be in the Champions League and play the top teams," says Ole."We ve drawn last season s finalists, semi-finalists and this is the first chance we'll have to play the best, which will be the biggest challenge for this team."#MUFC #UCL pic.twitter.com/wXI6CBSZQh— Manchester United (@ManUtd) October 19, 2020 Það bjuggust örugglega fáir við því að Ole Gunnar Solskjær yrði framtíðar knattspyrnustjóri Manchester United þegar Jose Mourinho var rekinn í desember 2018. Líkurnar jukust vissulega þegar hann tók við liðinu tímabundið en flestir voru á því að svo yrði kallað á stærra nafn. Manchester United liðið vann hins vegar átta fyrstu leikina undir hans stjórn þar af sex fyrstu deildarleikina. Ole Gunnar var kosinn knattspyrnustjóri mánaðarins í sínum fyrsta heila mánuði. United liðið náði alls í 25 stig í fyrstu níu deildarleikjum sínum undir stjórn Solskjær. Fyrsta tap Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United kom aftur á móti á heimavelli á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitunum og auk þess að tapa 2-0 á heimavelli þá missti United einnig Paul Pogba í leikbann en hann hafði verið frábær eftir að Solskjær mætti á svæðið. Paris Saint Germain var með stjörnuprýtt lið sem var búið að bíða lengi eftir því að fara alla leið í Meistaradeildinni. Útlitið var því ekki bjart og tap í seinni leiknum hefði mögulega getað þýtt að yfirmenn Manchester United myndu finna sér nýjan knattspyrnustjóra um sumarið. watch on YouTube Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans tókst hins vegar að fara til Parísar og sækja sér sigurinn sem liðið þurfti. Romelu Lukaku kom Manchester United í 2-0 á fyrsta hálftímanum og Marcus Rashford tryggði United síðan 3-1 sigur og sæti í átta liða úrslitunum með marki úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar sem lið tapar fyrri leiknum 2-0 á heimavelli en kemst samt áfram. Eftir þetta litla kraftaverk var fátt sem kom í veg fyrir að Solskjær yrði ráðinn knattspyrnustjóri til framtíðar. Leikurinn fór fram 6. mars og 28. mars skrifaði Solskjær undir þriggja ára samning um að taka við sem fastráðinn knattspyrnustjóri Manchester United. Liðið hafði þá unnið fjórtán af nítján leikjum sínum undir hans stjórn en það var samt sigurinn í París sem stóð upp úr. Þessi sigur í París fyrir nítján mánuðum og fjórtán dögum síðan er líka síðasti sigur Manchester United í Meistaradeildinni undir stjórn Solskjær því liðið komst ekki í Meistaradeildina á síðustu leiktíð.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Sjá meira