Frétti það á sama tíma og blaðamenn að hann væri orðinn fyrirliði Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 09:32 Bruno Fernandes var ánægður með að heyra fréttirnar að hann yrði fyrirliði Manchester United í kvöld. Getty/Matthew Peters Bruno Fernandes er efni í alvöru leiðtoga og þykir strax vera farinn að minna á Roy Keane með því hvernig hann heldur liðsfélögum sínum á tánum. Ole Gunnar Solskjær hefur líka tekið eftir þessu og verðlaunar hann í kvöld. Bruno Fernandes verður með fyrirliðaband Manchester United á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í kvöld en það er óhætt að segja að knattspyrnustjórinn hafi komið sínum manni skemmtilega á óvart. © The manager says @B_Fernandes8 will wear the captain's armband tomorrow night, with @HarryMaguire93 missing through injury.#MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) October 19, 2020 Manchester United liðið verður án aðalfyrirliða síns í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð því Harry Maguire er að glíma við meiðsli og ferðast ekki til Parísar. Blaðamenn spurðu því knattspyrnuspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær út í fyrirliðastöðuna á fjölmiðlafundi í gær en hann var þá mættur á fundinn með Bruno Fernandes. Ole Gunnar hafði hins vegar ekkert undirbúið Bruno Fernandes fyrir svar sitt. „Fyrirliðinn situr hér við hliðina á mér,“ sagði Ole Gunnar Solskjær og bætti við: „Bruno verður fyrirliðinn á morgun,“ sagði Ole. Bruno Fernandes var mjög hissa og það leyndi sér ekki að hann vissi ekkert um þessa ákvörðun knattspyrnustjórans síns. Þetta sést líka vel hér fyrir neðan. Bruno Fernandes' reaction to being named captain against PSG is the best thing you'll see today pic.twitter.com/Sgfxrp8gzY— utdreport (@utdreport) October 19, 2020 „Ég bjóst ekki við þessu. Ég komst að þessu á sama tíma og þið,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes hefur verið óhræddur við að skamma liðsfélaga sína, bæði inn á vellinum sem og á æfingum. Það fréttist líka af reiðikasti sem hann tók í hálfleik í 6-1 tapinu á móti Tottenham sem hann hefur ekki viljað staðfesta. Ole Gunnar tók hann í það minnsta af velli í hálfleiknum og það gekk greinilega ýmislegt á í búningsklefanum. „Ég bara ólst svona upp. Svona verð ég að vera í lífinu og í fótboltanum líka. Þetta er minn karakter,“ sagði Bruno Fernandes aðspurður um það að skamma liðsfélaga sína þegar þeir eru að gera vitleysur. Ole has found his Keane. Probably the only current player who could have handled playing in some of those Ferguson teams. This is why Solskjaer has made Fernandes captain for the PSG game! https://t.co/4ApjJxIzDr— GiveMeSport (@GiveMeSport) October 20, 2020 Bruno Fernandes kom til Manchester United í janúar og er strax kominn með fyrirliðabandið. Hann hefur verið frábær frá fyrsta degi og kannski hefur Manchester United loksins fundið leiðtogann sem félagið hefur lengi leitað af. Á þessu tímabili er Bruno Fernandes með 3 mörk og 2 stoðsendingar í 4 leikjum í ensku úrvalsdeildinni þar af var hann bæði með mark og stoðsendingu í endurkomusigrinum á Newcastle United um helgina. Leikur Paris Saint Germain og Manchester United hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikir Dynamo Kiev og Juventus (Stöð 2 Sport 4, klukkan 16.55) annars vegar og leikur Lazio og Dortmund hins vegar (Stöð 2 Sport, klukkan 19.00) verða einnig sýndir beint á sportstöðvunum. Meistaradeildarmessan verður síðan frá 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og strax á eftir henni verður farið yfir alla leiki dagsins í Meistaradeildarmörkunum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Bruno Fernandes er efni í alvöru leiðtoga og þykir strax vera farinn að minna á Roy Keane með því hvernig hann heldur liðsfélögum sínum á tánum. Ole Gunnar Solskjær hefur líka tekið eftir þessu og verðlaunar hann í kvöld. Bruno Fernandes verður með fyrirliðaband Manchester United á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í kvöld en það er óhætt að segja að knattspyrnustjórinn hafi komið sínum manni skemmtilega á óvart. © The manager says @B_Fernandes8 will wear the captain's armband tomorrow night, with @HarryMaguire93 missing through injury.#MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) October 19, 2020 Manchester United liðið verður án aðalfyrirliða síns í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð því Harry Maguire er að glíma við meiðsli og ferðast ekki til Parísar. Blaðamenn spurðu því knattspyrnuspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær út í fyrirliðastöðuna á fjölmiðlafundi í gær en hann var þá mættur á fundinn með Bruno Fernandes. Ole Gunnar hafði hins vegar ekkert undirbúið Bruno Fernandes fyrir svar sitt. „Fyrirliðinn situr hér við hliðina á mér,“ sagði Ole Gunnar Solskjær og bætti við: „Bruno verður fyrirliðinn á morgun,“ sagði Ole. Bruno Fernandes var mjög hissa og það leyndi sér ekki að hann vissi ekkert um þessa ákvörðun knattspyrnustjórans síns. Þetta sést líka vel hér fyrir neðan. Bruno Fernandes' reaction to being named captain against PSG is the best thing you'll see today pic.twitter.com/Sgfxrp8gzY— utdreport (@utdreport) October 19, 2020 „Ég bjóst ekki við þessu. Ég komst að þessu á sama tíma og þið,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes hefur verið óhræddur við að skamma liðsfélaga sína, bæði inn á vellinum sem og á æfingum. Það fréttist líka af reiðikasti sem hann tók í hálfleik í 6-1 tapinu á móti Tottenham sem hann hefur ekki viljað staðfesta. Ole Gunnar tók hann í það minnsta af velli í hálfleiknum og það gekk greinilega ýmislegt á í búningsklefanum. „Ég bara ólst svona upp. Svona verð ég að vera í lífinu og í fótboltanum líka. Þetta er minn karakter,“ sagði Bruno Fernandes aðspurður um það að skamma liðsfélaga sína þegar þeir eru að gera vitleysur. Ole has found his Keane. Probably the only current player who could have handled playing in some of those Ferguson teams. This is why Solskjaer has made Fernandes captain for the PSG game! https://t.co/4ApjJxIzDr— GiveMeSport (@GiveMeSport) October 20, 2020 Bruno Fernandes kom til Manchester United í janúar og er strax kominn með fyrirliðabandið. Hann hefur verið frábær frá fyrsta degi og kannski hefur Manchester United loksins fundið leiðtogann sem félagið hefur lengi leitað af. Á þessu tímabili er Bruno Fernandes með 3 mörk og 2 stoðsendingar í 4 leikjum í ensku úrvalsdeildinni þar af var hann bæði með mark og stoðsendingu í endurkomusigrinum á Newcastle United um helgina. Leikur Paris Saint Germain og Manchester United hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikir Dynamo Kiev og Juventus (Stöð 2 Sport 4, klukkan 16.55) annars vegar og leikur Lazio og Dortmund hins vegar (Stöð 2 Sport, klukkan 19.00) verða einnig sýndir beint á sportstöðvunum. Meistaradeildarmessan verður síðan frá 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og strax á eftir henni verður farið yfir alla leiki dagsins í Meistaradeildarmörkunum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira