Segja ákvörðun ráðuneytisins ógna öryggi veiðimanna og auka álag á rjúpnastofninn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2020 16:12 Vísir/Vilhelm Skotveiðifélag Íslands, SKOTVÍS, mótmælir ákvörðun stjórnvalda um að gera engar breytingar á veiðitíma rjúpu í ár. Félagið telur fulla ástæðu til að ráðuneytið endurskoði ákvörðun sína og segir ráðuneytið beita sýndarmennsku og sýni félaginu lítilsvirðingu. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti fyrirkomulag rjúpnaveiða 2020 á föstudaginn. Veiðitímabilið verður frá 1.-30. nóvember sem er það sama og í fyrra. Heimilt verður að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiðibann er í gildi á miðvikudögum og fimmtudögum. Ítrekað er í tilkynningu ráðuneytisins að sölubann á rjúpum verði áfram í gildi og veiðimenn hvattir til að gæta hófsemi í veiðum. Síðan í byrjun september hefur SKOTVÍS óskað eftir samráðsfundi með Umhverfisstofnun vegna rjúpnaveiða í haust að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Félagið vísar í ályktun sinni til mats á veiðiþoli rjúpnastofnsins frá Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem segi meðal annars að verulega hafi dregið úr veiði frá árinu 2005 og að bein afföll vegna veiða hafi lækkað. „Athyglisvert er að fjöldi leyfilegra veiðidaga sýnir engin tengsl við veiðidánartölu rjúpunnar,“ segir í matinu sem vísað er til í ályktuninni. Ráðgjöfin auki álag á rjúpnastofninn Þá vísar SKOTVÍS einnig til tillagna Umhverfisstofnunar til umhverfisráðuneytisins um að það sé mat stofnunarinnar að fleiri veiðidagar hafi „jákvæð áhrif á öryggi veiðimanna sem og áhrif veiða á streitu hjá rjúpu þar sem að færri veiðimenn eru á veiðislóð á hverjum veiðidegi.“ Í ályktun sinni gefur SKOTVÍS í skyn að stjórnvöld hafi ekki byggt ráðgjöf sína á bestu fáanlegu gögnum. „Fækkun leyfilegra veiðidaga úr 69 í 22 er því ekki lengur veiðistjórnunaraðgerð. Aðgerðin hefur neikvæð áhrif á öryggi veiðimanna og eykur álag á rjúpnastofninn,“ segir meðal annars í ályktuninni þar sem samskipti félagsins við Umhverfisstofnun og ráðuneytið eru rakin. „Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um samráðsfund var hann aldrei haldin. Það er annkannalegt fyrir stofnun sem hefur SAMSTARF sem eitt af þremur opinberum gildum sínum. Loks fékk SKOTVÍS fund með starfsmönnum Umhverfisráðuneytis og kom félagið á framfæri þeim sjónarmiðum um mikilvægi samráðs áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Í kjölfarið sendi Skotvís Umhverfisstofnun og ráðuneytinu bréf þar sem sjónarmið félagsins voru áréttuð og ítrekuð beiðni um samráð. Skömmu eftir að þeim fundi lauk, sendi ráðuneytið hins vegar frá sér fréttatilkynningu um fyrirkomulag rjúpnaveiði. Það er því ljóst að fundurinn var aðeins haldinn til að friða félagið,“ segir ennfremur í ályktuninni. Rjúpa Skotveiði Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Skotveiðifélag Íslands, SKOTVÍS, mótmælir ákvörðun stjórnvalda um að gera engar breytingar á veiðitíma rjúpu í ár. Félagið telur fulla ástæðu til að ráðuneytið endurskoði ákvörðun sína og segir ráðuneytið beita sýndarmennsku og sýni félaginu lítilsvirðingu. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti fyrirkomulag rjúpnaveiða 2020 á föstudaginn. Veiðitímabilið verður frá 1.-30. nóvember sem er það sama og í fyrra. Heimilt verður að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiðibann er í gildi á miðvikudögum og fimmtudögum. Ítrekað er í tilkynningu ráðuneytisins að sölubann á rjúpum verði áfram í gildi og veiðimenn hvattir til að gæta hófsemi í veiðum. Síðan í byrjun september hefur SKOTVÍS óskað eftir samráðsfundi með Umhverfisstofnun vegna rjúpnaveiða í haust að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Félagið vísar í ályktun sinni til mats á veiðiþoli rjúpnastofnsins frá Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem segi meðal annars að verulega hafi dregið úr veiði frá árinu 2005 og að bein afföll vegna veiða hafi lækkað. „Athyglisvert er að fjöldi leyfilegra veiðidaga sýnir engin tengsl við veiðidánartölu rjúpunnar,“ segir í matinu sem vísað er til í ályktuninni. Ráðgjöfin auki álag á rjúpnastofninn Þá vísar SKOTVÍS einnig til tillagna Umhverfisstofnunar til umhverfisráðuneytisins um að það sé mat stofnunarinnar að fleiri veiðidagar hafi „jákvæð áhrif á öryggi veiðimanna sem og áhrif veiða á streitu hjá rjúpu þar sem að færri veiðimenn eru á veiðislóð á hverjum veiðidegi.“ Í ályktun sinni gefur SKOTVÍS í skyn að stjórnvöld hafi ekki byggt ráðgjöf sína á bestu fáanlegu gögnum. „Fækkun leyfilegra veiðidaga úr 69 í 22 er því ekki lengur veiðistjórnunaraðgerð. Aðgerðin hefur neikvæð áhrif á öryggi veiðimanna og eykur álag á rjúpnastofninn,“ segir meðal annars í ályktuninni þar sem samskipti félagsins við Umhverfisstofnun og ráðuneytið eru rakin. „Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um samráðsfund var hann aldrei haldin. Það er annkannalegt fyrir stofnun sem hefur SAMSTARF sem eitt af þremur opinberum gildum sínum. Loks fékk SKOTVÍS fund með starfsmönnum Umhverfisráðuneytis og kom félagið á framfæri þeim sjónarmiðum um mikilvægi samráðs áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Í kjölfarið sendi Skotvís Umhverfisstofnun og ráðuneytinu bréf þar sem sjónarmið félagsins voru áréttuð og ítrekuð beiðni um samráð. Skömmu eftir að þeim fundi lauk, sendi ráðuneytið hins vegar frá sér fréttatilkynningu um fyrirkomulag rjúpnaveiði. Það er því ljóst að fundurinn var aðeins haldinn til að friða félagið,“ segir ennfremur í ályktuninni.
Rjúpa Skotveiði Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent