Krísufundur eftir að borgarstjóri Kaupmannahafnar var sakaður um kynferðislega áreitni Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 13:45 Frank Jensen. Getty/Ole Jensen Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni. Önnur þeirra, Maria Gudme, steig fram í viðtali við Jótlandspóstinn og sagði Jensen hafa strokið á henni innanvert lærið og farið upp undir kjól hennar árið 2012 Gudme er meðlimur í Jafnaðarmannaflokknum líkt og Jensen og hafði tekið virkan þátt í starfi flokksins. Hún situr enn í svæðisráði flokksins á Kaupmannahafnarsvæðinu. Jensen hefur nú boðað til krísufundar vegna málsins. Í viðtali við TV2 segist hún hafa tilkynnt málið á sínum tíma en fékk engin viðbrögð í það skiptið. Í september á þessu ári ákvað hún að senda aðra formlega kvörtun og fékk símtal frá Jensen tveimur dögum síðar þar sem hann baðst afsökunar. Henni þótti símtalið óviðeigandi og fannst hann misnota valdastöðu sína með því. Hún segist ekki hafa gefið flokknum leyfi til þess að láta hann vita af kvörtuninni. Það hafi verið óþægilegt að fá símtalið án viðvörunar, hún hafi farið að skjálfa og liðið verulega illa í kjölfarið. Vitni staðfesta frásögn Gudme í viðtali Jótlandspóstsins en hin konan kemur ekki fram undir nafni. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið undanfarna daga og hafa aðrir meðlimir gagnrýnt að slík hegðun viðgangist innan flokksins. Sagðist ein hafa verið sérstaklega vöruð við Jensen þegar hún byrjaði að taka þátt í starfi flokksins. Ekki fyrstu atvikin sem rata í fjölmiðla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jensen er sakaður um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. Árið 2004 greindi danska götublaðið Se og hør frá því að kona hafði þurft að fjarlægja hendur Jensen af lærum sínum í þrígang í jólaboði, þar sem hann reyndi sífellt að snerta þau undir borðið. Árið 2011 greindi Ekstra Bladet frá því að jólaboði það árið hefði Jensen sleikt eyra á einni konu, hálsinn á annarri og hann hafi ítrekað reynt að faðma konur á dansgólfinu gegn þeirra vilja. Jensen baðst afsökunar í janúar 2012 og sagðist ekki hafa ætlað að stíga yfir mörk kvennanna. Í Facebook-færslu fyrr í vikunni baðst hann aftur afsökunar og sagðist oft hafa verið þátttakandi í „óheilbrigðri menningu“ á vettvangi stjórnmálanna. „Undanfarin ár höfum við gengið í gegnum mikilvægar og ákveðnar breytingar, sem hafa leitt til þess að ég hef þurft að hugsa um framkomu mína. Ég er fullkomlega meðvitaður um það að ég hef greinilega gert mistök,“ skrifar Jensen. „Það eru atvik og smáatriði sem við upplifum á mismunandi vegu. Útgangspunkturinn er þó sá að konur hafa upplifað að ég hafi farið yfir þeirra mörk. Ábyrgðin á því er alfarið mín.“ Danmörk MeToo Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni. Önnur þeirra, Maria Gudme, steig fram í viðtali við Jótlandspóstinn og sagði Jensen hafa strokið á henni innanvert lærið og farið upp undir kjól hennar árið 2012 Gudme er meðlimur í Jafnaðarmannaflokknum líkt og Jensen og hafði tekið virkan þátt í starfi flokksins. Hún situr enn í svæðisráði flokksins á Kaupmannahafnarsvæðinu. Jensen hefur nú boðað til krísufundar vegna málsins. Í viðtali við TV2 segist hún hafa tilkynnt málið á sínum tíma en fékk engin viðbrögð í það skiptið. Í september á þessu ári ákvað hún að senda aðra formlega kvörtun og fékk símtal frá Jensen tveimur dögum síðar þar sem hann baðst afsökunar. Henni þótti símtalið óviðeigandi og fannst hann misnota valdastöðu sína með því. Hún segist ekki hafa gefið flokknum leyfi til þess að láta hann vita af kvörtuninni. Það hafi verið óþægilegt að fá símtalið án viðvörunar, hún hafi farið að skjálfa og liðið verulega illa í kjölfarið. Vitni staðfesta frásögn Gudme í viðtali Jótlandspóstsins en hin konan kemur ekki fram undir nafni. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið undanfarna daga og hafa aðrir meðlimir gagnrýnt að slík hegðun viðgangist innan flokksins. Sagðist ein hafa verið sérstaklega vöruð við Jensen þegar hún byrjaði að taka þátt í starfi flokksins. Ekki fyrstu atvikin sem rata í fjölmiðla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jensen er sakaður um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. Árið 2004 greindi danska götublaðið Se og hør frá því að kona hafði þurft að fjarlægja hendur Jensen af lærum sínum í þrígang í jólaboði, þar sem hann reyndi sífellt að snerta þau undir borðið. Árið 2011 greindi Ekstra Bladet frá því að jólaboði það árið hefði Jensen sleikt eyra á einni konu, hálsinn á annarri og hann hafi ítrekað reynt að faðma konur á dansgólfinu gegn þeirra vilja. Jensen baðst afsökunar í janúar 2012 og sagðist ekki hafa ætlað að stíga yfir mörk kvennanna. Í Facebook-færslu fyrr í vikunni baðst hann aftur afsökunar og sagðist oft hafa verið þátttakandi í „óheilbrigðri menningu“ á vettvangi stjórnmálanna. „Undanfarin ár höfum við gengið í gegnum mikilvægar og ákveðnar breytingar, sem hafa leitt til þess að ég hef þurft að hugsa um framkomu mína. Ég er fullkomlega meðvitaður um það að ég hef greinilega gert mistök,“ skrifar Jensen. „Það eru atvik og smáatriði sem við upplifum á mismunandi vegu. Útgangspunkturinn er þó sá að konur hafa upplifað að ég hafi farið yfir þeirra mörk. Ábyrgðin á því er alfarið mín.“
Danmörk MeToo Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira