Ætla að bæta leiðsögumönnum og sviðslistafólki tapaðar tekjur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2020 12:18 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að samþykkja að leggja fyrir Alþingi frumvarp um svokallaða tekjufallsstyrki. Frumvarpið felur í sér að einyrkjar og smærri rekstraraðilar sem hafa haft einn til þrjá starfsmenn í vinnu geti sótt um styrki að allt 400 þúsund krónum fyrir hvert stöðugildi á mánuði hafi þeir orðið fyrir 50 prósent tekjufalli eða meira á þessu ári, miðað við árið í fyrra. Tímabilið sem myndu ná til er 1. apríl til 30. september 2020, það er annar og þriðji ársfjórðungur. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, eftir ríkisstjórnarfundinn en hann ræddi við fréttamenn að fundi loknum nú skömmu eftir klukkan 12. Klippa: Ætla að bæta leiðsögumönnum og sviðslistafólki tapaðar tekjur Ættu að nýtast leiðsögumönnum og sviðslistafólki Þessir styrkir ættu meðal annars að gagnast ferðaleiðsögumönnum og sviðslistafólki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Báðir hópar hafa gagnrýnt að þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur gripið til hingað til í efnahagsaðgerðum vegna faraldursins hafi ekki gagnast þeim, til að mynda eigi fáir rétt á atvinnuleysisbótum. Katrín Jakobsdóttir ræddi aðgerðirnar sömuleiðis við fréttastofu í dag. Bjarni sagði að erfitt væri að áætla nákvæman kostnað ríkissjóðs af þessum aðgerðum en ef gert væri ráð fyrir því að allir þeir sem rétt eiga á styrkjunum væru með þrjá starfsmenn og styrkur fyrir hvern starfsmann væri hæsta mögulega upphæð, 400 þúsund krónur, næmi kostnaður ríkissjóðs um 14,4 milljörðum króna. Það væri hins vegar ólíklegt að svo há upphæð færi í þessa tilteknu aðgerð en engu að síður væri um að ræða mikla fjármuni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund að um væri að ræða gríðarlega mikilvæga aðgerð. Mikil vinna hefði verið lögð í fyrirkomulagið til að það gæti reynst auðvelt í framkvæmd. Tilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytisins: Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fyrir Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um tekjufallsstyrki vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Frumvarpinu er ætlað að aðstoða einyrkja og litla rekstraraðila sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi og er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að draga úr tjóni vegna faraldursins og leggja grunn fyrir öfluga viðspyrnu í kjölfar hans. Tekjufallsstyrkjum er m.a. ætlað að styðja minni rekstraraðila sem starfa í menningar- og listgreinum, ferðaleiðsögumenn og aðra minni aðila í rekstri. Styrkirnir munu jafngilda rekstrarkostnaði (þ.m.t. reiknuðu endurgjaldi) á tímabilinu frá 1. apríl 2020 til 30. september 2020 en geta þó ekki orðið hærri en 400 þús. kr. fyrir hvert stöðugildi á mánuði hjá rekstraraðila á tímabilinu. Tekjufallsstyrkir eru hluti af viðamiklum ráðstöfunum sem ríkisstjórnin hefur gripið til vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins. Meðal aðgerða sem þegar hafa komið til framkvæmda eru greiðsla atvinnuleysisbóta samhliða skertu starfshlutfalli, lenging tímabils tekjutengdra atvinnuleysisbóta, greiðslur vegna launa einstaklinga á uppsagnarfresti, frestun á skattgreiðslum, veiting lokunarstyrkja auk brúar- og stuðningslána. Helstu skilyrði þess að rekstraraðili geti sótt um tekjufallsstyrk: Hann hafi orðið fyrir minnst 50% tekjufalli á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september 2020. Að hámarki þrír launamenn starfi hjá rekstraraðila. Umsækjendur þurfa að auki að uppfylla skilyrði um skattskyldu á Íslandi, lágmarksveltu, skilvísi á opinberum gjöldum og gögnum til Skattsins og áframhaldandi rekstur. Verði frumvarpið óbreytt að lögum mun Skatturinn sjá um afgreiðslu tekjufallsstyrkja. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Leikhús Ferðamennska á Íslandi Uppistand Tónlist Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að samþykkja að leggja fyrir Alþingi frumvarp um svokallaða tekjufallsstyrki. Frumvarpið felur í sér að einyrkjar og smærri rekstraraðilar sem hafa haft einn til þrjá starfsmenn í vinnu geti sótt um styrki að allt 400 þúsund krónum fyrir hvert stöðugildi á mánuði hafi þeir orðið fyrir 50 prósent tekjufalli eða meira á þessu ári, miðað við árið í fyrra. Tímabilið sem myndu ná til er 1. apríl til 30. september 2020, það er annar og þriðji ársfjórðungur. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, eftir ríkisstjórnarfundinn en hann ræddi við fréttamenn að fundi loknum nú skömmu eftir klukkan 12. Klippa: Ætla að bæta leiðsögumönnum og sviðslistafólki tapaðar tekjur Ættu að nýtast leiðsögumönnum og sviðslistafólki Þessir styrkir ættu meðal annars að gagnast ferðaleiðsögumönnum og sviðslistafólki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Báðir hópar hafa gagnrýnt að þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur gripið til hingað til í efnahagsaðgerðum vegna faraldursins hafi ekki gagnast þeim, til að mynda eigi fáir rétt á atvinnuleysisbótum. Katrín Jakobsdóttir ræddi aðgerðirnar sömuleiðis við fréttastofu í dag. Bjarni sagði að erfitt væri að áætla nákvæman kostnað ríkissjóðs af þessum aðgerðum en ef gert væri ráð fyrir því að allir þeir sem rétt eiga á styrkjunum væru með þrjá starfsmenn og styrkur fyrir hvern starfsmann væri hæsta mögulega upphæð, 400 þúsund krónur, næmi kostnaður ríkissjóðs um 14,4 milljörðum króna. Það væri hins vegar ólíklegt að svo há upphæð færi í þessa tilteknu aðgerð en engu að síður væri um að ræða mikla fjármuni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund að um væri að ræða gríðarlega mikilvæga aðgerð. Mikil vinna hefði verið lögð í fyrirkomulagið til að það gæti reynst auðvelt í framkvæmd. Tilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytisins: Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fyrir Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um tekjufallsstyrki vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Frumvarpinu er ætlað að aðstoða einyrkja og litla rekstraraðila sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi og er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að draga úr tjóni vegna faraldursins og leggja grunn fyrir öfluga viðspyrnu í kjölfar hans. Tekjufallsstyrkjum er m.a. ætlað að styðja minni rekstraraðila sem starfa í menningar- og listgreinum, ferðaleiðsögumenn og aðra minni aðila í rekstri. Styrkirnir munu jafngilda rekstrarkostnaði (þ.m.t. reiknuðu endurgjaldi) á tímabilinu frá 1. apríl 2020 til 30. september 2020 en geta þó ekki orðið hærri en 400 þús. kr. fyrir hvert stöðugildi á mánuði hjá rekstraraðila á tímabilinu. Tekjufallsstyrkir eru hluti af viðamiklum ráðstöfunum sem ríkisstjórnin hefur gripið til vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins. Meðal aðgerða sem þegar hafa komið til framkvæmda eru greiðsla atvinnuleysisbóta samhliða skertu starfshlutfalli, lenging tímabils tekjutengdra atvinnuleysisbóta, greiðslur vegna launa einstaklinga á uppsagnarfresti, frestun á skattgreiðslum, veiting lokunarstyrkja auk brúar- og stuðningslána. Helstu skilyrði þess að rekstraraðili geti sótt um tekjufallsstyrk: Hann hafi orðið fyrir minnst 50% tekjufalli á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september 2020. Að hámarki þrír launamenn starfi hjá rekstraraðila. Umsækjendur þurfa að auki að uppfylla skilyrði um skattskyldu á Íslandi, lágmarksveltu, skilvísi á opinberum gjöldum og gögnum til Skattsins og áframhaldandi rekstur. Verði frumvarpið óbreytt að lögum mun Skatturinn sjá um afgreiðslu tekjufallsstyrkja. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Leikhús Ferðamennska á Íslandi Uppistand Tónlist Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Sjá meira