Geti verið stórhættulegt að fá inflúensu og Covid á sama tíma Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2020 19:39 Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði. Vísir/Vilhelm Ónæmisfræðingur segir aldrei mikilvægara en nú að bólusetja fyrir inflúensu. Stórhættulegt geti verið að fá inflúensuveiru og kórónuveiruna í lungun á sama tíma. Bólusetningar við inflúensu hér á landi eru fyrr á ferðinni en venjulega. 70.000 skammtar af bóluefni bárust til landsins og verður í fyrstu lögð áhersla á að bólusetja áhættuhópa sem eru 60 ára og eldri, langveikir og þungaðar konur. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, segir aldrei mikilvægara að bólusetja fyrir inflúensu en nú á Covid-tímum. Það geti reynst varhugavert að sýkjast af kórónuveirunni og inflúensu á sama tíma. „Ef inflúensan kemur á sama tíma og við erum með margra kórónuveirusmitaða í samfélaginu, þá er talið að þeir sem sýkjast úr hvoru tveggja geti farið geysilega illa út úr því, að fá tvær veirur í lungun á sama tíma. Sérfræðingar telja að það geti verið stórhættulegt. Þess vegna held ég að það sé mikilvægara en nokkru sinni að bólusetja alla fyrir inflúensu, ekki bara áhættuhópa heldur fleiri,“ segir Ingileif. Bretar hafi nú þegar tekið ákvörðun um að bóluefni gegn inflúensu verði frítt, ekki bara fyrir hópa sem ekki hafa þurft að greiða fyrir bóluefnið hingað til, heldur stærri hópa sem ná yfir stærra aldursbil. Ingileif segir afar mikilvægt að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir á borð við handþvott og að halda fjarlægð. Ekki bara til að halda kórónuveirunni í skefjum, heldur einnig inflúensu. Rætt er við Ingileif í nýjum Kompás-þætti þar sem fjallað er um þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Ingileif er þar spurð hvenær hún býst við bóluefninu sem á að þróa á mettíma, hvort hægt verði að treysta því og hvenær lífið verður aftur eins og við þekktum það fyrir faraldurinn eftir að bóluefni kemst á markað. Þáttinn má sjá hér: Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mikilvægt að fólk bóki sig í bólusetningu. „Við viljum endilega að fólk hringi á sína heilsugæslustöð eða að bóka sig í gegnum heilsuveru.is til að bóka tíma í bólusetningu. Það er sérstaklega með það í huga að við viljum ekki að fólk safnist saman í stórum hópum,“ segir Óskar. Vegna faraldursins gæti tekið lengri tíma en áður að bólusetja. „Það á ekki að vera nein áhætta. Það er svo gott sem engin inflúensa í gangi. Það er engin inflúensa heldur í gangi í nágrannalöndunum. Við eigum alveg að geta tekið okkur smá tíma,“ segir Óskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kompás Tengdar fréttir Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ónæmisfræðingur segir aldrei mikilvægara en nú að bólusetja fyrir inflúensu. Stórhættulegt geti verið að fá inflúensuveiru og kórónuveiruna í lungun á sama tíma. Bólusetningar við inflúensu hér á landi eru fyrr á ferðinni en venjulega. 70.000 skammtar af bóluefni bárust til landsins og verður í fyrstu lögð áhersla á að bólusetja áhættuhópa sem eru 60 ára og eldri, langveikir og þungaðar konur. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, segir aldrei mikilvægara að bólusetja fyrir inflúensu en nú á Covid-tímum. Það geti reynst varhugavert að sýkjast af kórónuveirunni og inflúensu á sama tíma. „Ef inflúensan kemur á sama tíma og við erum með margra kórónuveirusmitaða í samfélaginu, þá er talið að þeir sem sýkjast úr hvoru tveggja geti farið geysilega illa út úr því, að fá tvær veirur í lungun á sama tíma. Sérfræðingar telja að það geti verið stórhættulegt. Þess vegna held ég að það sé mikilvægara en nokkru sinni að bólusetja alla fyrir inflúensu, ekki bara áhættuhópa heldur fleiri,“ segir Ingileif. Bretar hafi nú þegar tekið ákvörðun um að bóluefni gegn inflúensu verði frítt, ekki bara fyrir hópa sem ekki hafa þurft að greiða fyrir bóluefnið hingað til, heldur stærri hópa sem ná yfir stærra aldursbil. Ingileif segir afar mikilvægt að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir á borð við handþvott og að halda fjarlægð. Ekki bara til að halda kórónuveirunni í skefjum, heldur einnig inflúensu. Rætt er við Ingileif í nýjum Kompás-þætti þar sem fjallað er um þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Ingileif er þar spurð hvenær hún býst við bóluefninu sem á að þróa á mettíma, hvort hægt verði að treysta því og hvenær lífið verður aftur eins og við þekktum það fyrir faraldurinn eftir að bóluefni kemst á markað. Þáttinn má sjá hér: Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mikilvægt að fólk bóki sig í bólusetningu. „Við viljum endilega að fólk hringi á sína heilsugæslustöð eða að bóka sig í gegnum heilsuveru.is til að bóka tíma í bólusetningu. Það er sérstaklega með það í huga að við viljum ekki að fólk safnist saman í stórum hópum,“ segir Óskar. Vegna faraldursins gæti tekið lengri tíma en áður að bólusetja. „Það á ekki að vera nein áhætta. Það er svo gott sem engin inflúensa í gangi. Það er engin inflúensa heldur í gangi í nágrannalöndunum. Við eigum alveg að geta tekið okkur smá tíma,“ segir Óskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kompás Tengdar fréttir Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent