Erlendir borgarar og ungt fólk tekið þungt högg í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 19:26 Erlendir ríkisborgarar og ungt fólk hefur tekið þyngsta efnahagslega höggið vegna kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir þörf á sértækum vinnumarkaðsaðgerðum til þess að mæta þeim hópum. ASÍ kynnti skýrslu sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif faraldursins í dag. Niðurstaðan hópsins var að efnahagskreppan af völdum faraldursins hefði komið sérstaklega þungt niður á ungu fólki og erlendum ríkisborgurum hér á landi. Þannig er atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara sagt mikið og langt umfram meðaltal á landinu. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að erlendir ríkisborgarar manni oft stöður í ferðaþjónustunni og tengdum greinum. Sá hópur sé með hærri atvinnuþátttöku hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Hann hafi tekið þungan skell en eigi oft ekki sama stuðningsnet og aðrir. Þá er bent á að atvinnuleysi ungs fólks fari vaxandi og mælist nú rúm 18% í aldurshópnum 16-24 ára. Halla sagði að þeim fari fjölgandi sem eru hvorki í vinnu né í námi. „Þetta er eitthvað sem við teljum að sértækar vinnumarkaðaðgerðir þurfi að mæta,“ sagði hún. Faraldurinn er einnig sagður hafa haft í för með sér aukið álag á kvennastéttir og inni á heimilum. Konur sinni einkum umönnunarstörfum og eigi þess vegna ekki kost á því að sinna störfum sínum í fjarvinnu ólíkt mörgum öðrum. Konur í lægri menntunar- og tekjuflokkum verði fyrir mestum áhrifum í samdrættinum nú. „Við höfum séð það að þær stéttir sem hafa verið í framlínunni í heilbrigðis- og félagsþjónustunni eru mikið til mannaðar af konum. Samhliða hefur álag á heimilum aukist þannig að við erum að reyna að greina þessi kynbundnu áhrif og teljum að það þurfi að fylgjast með þeim áfram í gegnum þessa kreppu,“ sagði Halla. Atvinnuleysi hefur komið af miklum þunga niður á íbúum Suðurnesja og Suðurlands, tveggja landshluta þar sem ferðaþjónusta hefur verið fyrirferðarmikil á undanförnum árum. Í skýrslunni kemur fram að hlutfallsleg aukning atvinnuleysis á Suðurnesjum sé 92% frá marsmánuði. „Sérfræðingahópurinn hvetur stjórnvöld til að setja sér heildstæða atvinnustefnu sem sé um leið verkfæri til að takast á við afleiðingar COVID-kreppunnar og stuðla að uppbyggingu til framtíðar,“ segir í tilkynningu um skýrsluna á vef ASÍ. Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Bugugðu foreldrarnir mæti þegar þau sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
Erlendir ríkisborgarar og ungt fólk hefur tekið þyngsta efnahagslega höggið vegna kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir þörf á sértækum vinnumarkaðsaðgerðum til þess að mæta þeim hópum. ASÍ kynnti skýrslu sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif faraldursins í dag. Niðurstaðan hópsins var að efnahagskreppan af völdum faraldursins hefði komið sérstaklega þungt niður á ungu fólki og erlendum ríkisborgurum hér á landi. Þannig er atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara sagt mikið og langt umfram meðaltal á landinu. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að erlendir ríkisborgarar manni oft stöður í ferðaþjónustunni og tengdum greinum. Sá hópur sé með hærri atvinnuþátttöku hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Hann hafi tekið þungan skell en eigi oft ekki sama stuðningsnet og aðrir. Þá er bent á að atvinnuleysi ungs fólks fari vaxandi og mælist nú rúm 18% í aldurshópnum 16-24 ára. Halla sagði að þeim fari fjölgandi sem eru hvorki í vinnu né í námi. „Þetta er eitthvað sem við teljum að sértækar vinnumarkaðaðgerðir þurfi að mæta,“ sagði hún. Faraldurinn er einnig sagður hafa haft í för með sér aukið álag á kvennastéttir og inni á heimilum. Konur sinni einkum umönnunarstörfum og eigi þess vegna ekki kost á því að sinna störfum sínum í fjarvinnu ólíkt mörgum öðrum. Konur í lægri menntunar- og tekjuflokkum verði fyrir mestum áhrifum í samdrættinum nú. „Við höfum séð það að þær stéttir sem hafa verið í framlínunni í heilbrigðis- og félagsþjónustunni eru mikið til mannaðar af konum. Samhliða hefur álag á heimilum aukist þannig að við erum að reyna að greina þessi kynbundnu áhrif og teljum að það þurfi að fylgjast með þeim áfram í gegnum þessa kreppu,“ sagði Halla. Atvinnuleysi hefur komið af miklum þunga niður á íbúum Suðurnesja og Suðurlands, tveggja landshluta þar sem ferðaþjónusta hefur verið fyrirferðarmikil á undanförnum árum. Í skýrslunni kemur fram að hlutfallsleg aukning atvinnuleysis á Suðurnesjum sé 92% frá marsmánuði. „Sérfræðingahópurinn hvetur stjórnvöld til að setja sér heildstæða atvinnustefnu sem sé um leið verkfæri til að takast á við afleiðingar COVID-kreppunnar og stuðla að uppbyggingu til framtíðar,“ segir í tilkynningu um skýrsluna á vef ASÍ.
Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Bugugðu foreldrarnir mæti þegar þau sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira